Hvað gengur þeim til? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 24. mars 2011 16:08 Borgarstjórnarmeirihlutinn ætlar sér, eins og kunnugt er orðið, í mikinn og sársaukafullan uppskurð á skólakerfi borgarinnar. Fórnarlömb þessa eru börn sem nú eru á leik- og grunnskólaaldri og þau sem á eftir þeim koma. Það sem mig langar að ræða hér stuttlega er eingöngu einn liður í þessum tillögupakka borgaryfirvalda, sá er lýtur að því að færa 7. bekk Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla í Hagaskóla. Rök borgarinnar fyrir þessari tillögu eru sett fram í fjórum stuttum málsgreinum í skýrslu starfshóps. Hin „faglegu" rök sem þar eru sett fram eru þau að halda fram að „góð reynsla [sé] af skólastarfi 7. bekkjar í Laugalækjarskóla" og síðan sagt almennum orðum að „fjölbreyttari félagatengsl nemenda styrkja einstaklinga og efla sjálfsmynd og félagsfærni". Frekari fagleg rök eru ekki gefin fyrir þessari veigamiklu breytingu. Í mínum huga liggur í augum uppi að 12 ára bekkingar eiga ekki erindi í unglingaskóla. Við eigum að neyta allra bragða til að tryggja börnunum okkar möguleika til að viðhalda æskunni eins lengi og kostur er og það gerum við ekki með því að setja þau ótímabært í unglingaskóla. Í Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla njóta 6-12 ára börn þess að vera í minni skólum sem hver um sig býður vel grundaða nálgun að menntun og þroska barna á þessu aldursbili. Það er allt annað en fjölmenn og framandi unglingaskólaumgjörð Hagaskóla – eins ágæt og hún kann að vera fyrir unglinga. Hin fjárhagslegu og rekstrarlegu rök borgarinnar fyrir umræddri tillögu eru þau að fyrirsjáanlegt sé að nemendum í Vesturbænum fjölgi verulega á næstu árum svo byggja verði við Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Einnig að löng bið sé eftir leikskólaplássi í Vesturbænum sem leysa mætti í húsnæði Grandaskóla. Alþekkt er að það er ákveðin aldurssveifla í skólahverfum. Þegar hverfi byggjast upp, safnast þar gjarnan fólk á vissu aldursbili og þannig eldist hverfið smám saman, þar til eldra fólkið flytur burt og yngra fólk kemur inn. Þannig endurtekur sagan sig. Slíka sveifla er til staðar í Vesturbænum eins og í öðrum hverfum borgarinnar. Á meðfylgjandi grafi má sjá aldursskiptingu aldurshópanna 0-5 ára, 6-12 ára og 13-15 ára í Vesturbænum síðastliðin 15 ár, frá 1997 til 2011. Þarna sést að fjöldi í hverjum aldursflokki sveiflast frá einu ári til annars. Á myndinni má jafnframt sjá nemendaspá sem sett er fram í skýrslu starfshópsins fyrir árin 2012-2015. Af þessu grafi er ekki að sjá að á næstu árum sé að vænta mikillar nemendasprengju í Vesturbænum sem kalli á panikk-aðgerðir. Þvert á móti þá virðist eingöngu vera um reglubundna sveiflu að ræða sem hlýtur að vera hægt að fást við með einfaldari ráðum. Skólastjórnendur og kennarar í Vesturbænum hafa fengist við nemendatölur af þessari stærðargráðu (í því skólahúsnæði sem nú er) áður og eru örugglega færir um að gera það áfram, ef nauðsyn krefur og fjárhagur leyfir ekki frekari húsbyggingar um skeið. Ég fæ sem sagt ekki séð að það sé mikið að gera með hvorki hin faglegu, né hin fjárhags- og rekstrarlegu rök sem þessi tillaga byggir á. Og því hvet ég Jón Gnarr til að gera eins og á kosningafundinum síðastliðið vor – hrópa „DJÓK" og draga þessi afleitu áform til baka.Fjöldi barna í Vesturbænum 1997-2011 og spá um nemendafjölda í Vesturbænum 2012-2015 (Fjármáladeild Reykjavíkurborgar 1999, Hagstofa Íslands 2011 og Skýrsla starfshóps 2011). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórnarmeirihlutinn ætlar sér, eins og kunnugt er orðið, í mikinn og sársaukafullan uppskurð á skólakerfi borgarinnar. Fórnarlömb þessa eru börn sem nú eru á leik- og grunnskólaaldri og þau sem á eftir þeim koma. Það sem mig langar að ræða hér stuttlega er eingöngu einn liður í þessum tillögupakka borgaryfirvalda, sá er lýtur að því að færa 7. bekk Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla í Hagaskóla. Rök borgarinnar fyrir þessari tillögu eru sett fram í fjórum stuttum málsgreinum í skýrslu starfshóps. Hin „faglegu" rök sem þar eru sett fram eru þau að halda fram að „góð reynsla [sé] af skólastarfi 7. bekkjar í Laugalækjarskóla" og síðan sagt almennum orðum að „fjölbreyttari félagatengsl nemenda styrkja einstaklinga og efla sjálfsmynd og félagsfærni". Frekari fagleg rök eru ekki gefin fyrir þessari veigamiklu breytingu. Í mínum huga liggur í augum uppi að 12 ára bekkingar eiga ekki erindi í unglingaskóla. Við eigum að neyta allra bragða til að tryggja börnunum okkar möguleika til að viðhalda æskunni eins lengi og kostur er og það gerum við ekki með því að setja þau ótímabært í unglingaskóla. Í Grandaskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla njóta 6-12 ára börn þess að vera í minni skólum sem hver um sig býður vel grundaða nálgun að menntun og þroska barna á þessu aldursbili. Það er allt annað en fjölmenn og framandi unglingaskólaumgjörð Hagaskóla – eins ágæt og hún kann að vera fyrir unglinga. Hin fjárhagslegu og rekstrarlegu rök borgarinnar fyrir umræddri tillögu eru þau að fyrirsjáanlegt sé að nemendum í Vesturbænum fjölgi verulega á næstu árum svo byggja verði við Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Einnig að löng bið sé eftir leikskólaplássi í Vesturbænum sem leysa mætti í húsnæði Grandaskóla. Alþekkt er að það er ákveðin aldurssveifla í skólahverfum. Þegar hverfi byggjast upp, safnast þar gjarnan fólk á vissu aldursbili og þannig eldist hverfið smám saman, þar til eldra fólkið flytur burt og yngra fólk kemur inn. Þannig endurtekur sagan sig. Slíka sveifla er til staðar í Vesturbænum eins og í öðrum hverfum borgarinnar. Á meðfylgjandi grafi má sjá aldursskiptingu aldurshópanna 0-5 ára, 6-12 ára og 13-15 ára í Vesturbænum síðastliðin 15 ár, frá 1997 til 2011. Þarna sést að fjöldi í hverjum aldursflokki sveiflast frá einu ári til annars. Á myndinni má jafnframt sjá nemendaspá sem sett er fram í skýrslu starfshópsins fyrir árin 2012-2015. Af þessu grafi er ekki að sjá að á næstu árum sé að vænta mikillar nemendasprengju í Vesturbænum sem kalli á panikk-aðgerðir. Þvert á móti þá virðist eingöngu vera um reglubundna sveiflu að ræða sem hlýtur að vera hægt að fást við með einfaldari ráðum. Skólastjórnendur og kennarar í Vesturbænum hafa fengist við nemendatölur af þessari stærðargráðu (í því skólahúsnæði sem nú er) áður og eru örugglega færir um að gera það áfram, ef nauðsyn krefur og fjárhagur leyfir ekki frekari húsbyggingar um skeið. Ég fæ sem sagt ekki séð að það sé mikið að gera með hvorki hin faglegu, né hin fjárhags- og rekstrarlegu rök sem þessi tillaga byggir á. Og því hvet ég Jón Gnarr til að gera eins og á kosningafundinum síðastliðið vor – hrópa „DJÓK" og draga þessi afleitu áform til baka.Fjöldi barna í Vesturbænum 1997-2011 og spá um nemendafjölda í Vesturbænum 2012-2015 (Fjármáladeild Reykjavíkurborgar 1999, Hagstofa Íslands 2011 og Skýrsla starfshóps 2011).
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun