Umfjöllun: Keflavík komið í úrslit eftir sigur gegn KR Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 27. mars 2011 21:37 Lisa Karcic Mynd/Stefán Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur, 70-62, gegn KR í DHL-höllinni, en þær unnu því einvígið 3-1. Marina Caran lék virkilega vel fyrir Keflavík í gær en hún skoraði 21 stig. Margrét Kara Sturludóttir var með 13 stig og 10 fráköst fyrir KR. Stemmningin var fín í DHL-höllinni þegar KR-stúlkur tóku á móti Keflvíkingum í fjórða leik liðina í undanúrslitum Iceland Express deild kvenna, en fyrir leikinn var staðan í einvíginu var 2-1 fyrir Keflavík. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru að hitta vel í körfuna. KR-ingar voru aftur á móti í vandræðum með að komast í gegn um vörn gestanna og fundu illa taktinn. Staðan var 24-14 eftir fyrsta fjórðunginn og Keflvíkingar í góðum málum. Gestirnir hófu annan leikhluta rétt eins og þær enduðu þann fyrsta en leikmennirnir voru að finna hvorn annan vel. Þegar leið á fjórðunginn fóru KR-stúlkur hægt og rólega að saxa á forskot Keflvíkinga. Það leið ekki að löngu þangað til að heimstúlkur voru komnar yfir 34-29 eftir að hafa skorað tíu stig í röð. KR-liðið var að spila virkilega vel undir lok annars leikhluta og allt annar bragur á þeirra leik. Staðan í hálfleik var 34-32 fyrir heimastúlkur og leikurinn alveg galopinn. KR byrjaði þriðja leikhlutann virkilega vel og náðu fljótlega ágætis forskoti þegar staðan var 45-38. Þá fóru gestirnir frá Keflavík í gang en eftir fínt áhlaup frá þeim komust þær aftur yfir í leiknum 47-45. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 48-47 og gríðarleg spenna í DHL-höllinni. Keflvíkingar hófu loka fjórðunginn sérstaklega vel og þær ætluðu sér greinilega að fara í úrslitaviðureignina, en þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var staðan 57-48 fyrir gestina og KR ekki enn komið á blað í leikhlutanum. Þessi munur var of stór fyrir KR-inga og því unnu Keflvíkingar virkilega sætan sigur, 70-62, og eru komnar í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta annaðhvort Njarðvík eða deildarmeisturunum í Hamri.KR-Keflavík 62-70 (14-24, 20-8, 14-15, 14-23)KR: Margrét Kara Sturludóttir 13/10 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 11/5 fráköst, Melissa Ann Jeltema 10/6 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 7, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 7, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Helga Einarsdóttir 2/7 fráköst.Keflavík: Marina Caran 21, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/8 fráköst, Lisa Karcic 8/16 fráköst/3 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 3. Dominos-deild kvenna Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur, 70-62, gegn KR í DHL-höllinni, en þær unnu því einvígið 3-1. Marina Caran lék virkilega vel fyrir Keflavík í gær en hún skoraði 21 stig. Margrét Kara Sturludóttir var með 13 stig og 10 fráköst fyrir KR. Stemmningin var fín í DHL-höllinni þegar KR-stúlkur tóku á móti Keflvíkingum í fjórða leik liðina í undanúrslitum Iceland Express deild kvenna, en fyrir leikinn var staðan í einvíginu var 2-1 fyrir Keflavík. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru að hitta vel í körfuna. KR-ingar voru aftur á móti í vandræðum með að komast í gegn um vörn gestanna og fundu illa taktinn. Staðan var 24-14 eftir fyrsta fjórðunginn og Keflvíkingar í góðum málum. Gestirnir hófu annan leikhluta rétt eins og þær enduðu þann fyrsta en leikmennirnir voru að finna hvorn annan vel. Þegar leið á fjórðunginn fóru KR-stúlkur hægt og rólega að saxa á forskot Keflvíkinga. Það leið ekki að löngu þangað til að heimstúlkur voru komnar yfir 34-29 eftir að hafa skorað tíu stig í röð. KR-liðið var að spila virkilega vel undir lok annars leikhluta og allt annar bragur á þeirra leik. Staðan í hálfleik var 34-32 fyrir heimastúlkur og leikurinn alveg galopinn. KR byrjaði þriðja leikhlutann virkilega vel og náðu fljótlega ágætis forskoti þegar staðan var 45-38. Þá fóru gestirnir frá Keflavík í gang en eftir fínt áhlaup frá þeim komust þær aftur yfir í leiknum 47-45. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 48-47 og gríðarleg spenna í DHL-höllinni. Keflvíkingar hófu loka fjórðunginn sérstaklega vel og þær ætluðu sér greinilega að fara í úrslitaviðureignina, en þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var staðan 57-48 fyrir gestina og KR ekki enn komið á blað í leikhlutanum. Þessi munur var of stór fyrir KR-inga og því unnu Keflvíkingar virkilega sætan sigur, 70-62, og eru komnar í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta annaðhvort Njarðvík eða deildarmeisturunum í Hamri.KR-Keflavík 62-70 (14-24, 20-8, 14-15, 14-23)KR: Margrét Kara Sturludóttir 13/10 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 11/5 fráköst, Melissa Ann Jeltema 10/6 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 7, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 7, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Helga Einarsdóttir 2/7 fráköst.Keflavík: Marina Caran 21, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/8 fráköst, Lisa Karcic 8/16 fráköst/3 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 3.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira