Umfjöllun: Keflavík komið í úrslit eftir sigur gegn KR Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 27. mars 2011 21:37 Lisa Karcic Mynd/Stefán Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur, 70-62, gegn KR í DHL-höllinni, en þær unnu því einvígið 3-1. Marina Caran lék virkilega vel fyrir Keflavík í gær en hún skoraði 21 stig. Margrét Kara Sturludóttir var með 13 stig og 10 fráköst fyrir KR. Stemmningin var fín í DHL-höllinni þegar KR-stúlkur tóku á móti Keflvíkingum í fjórða leik liðina í undanúrslitum Iceland Express deild kvenna, en fyrir leikinn var staðan í einvíginu var 2-1 fyrir Keflavík. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru að hitta vel í körfuna. KR-ingar voru aftur á móti í vandræðum með að komast í gegn um vörn gestanna og fundu illa taktinn. Staðan var 24-14 eftir fyrsta fjórðunginn og Keflvíkingar í góðum málum. Gestirnir hófu annan leikhluta rétt eins og þær enduðu þann fyrsta en leikmennirnir voru að finna hvorn annan vel. Þegar leið á fjórðunginn fóru KR-stúlkur hægt og rólega að saxa á forskot Keflvíkinga. Það leið ekki að löngu þangað til að heimstúlkur voru komnar yfir 34-29 eftir að hafa skorað tíu stig í röð. KR-liðið var að spila virkilega vel undir lok annars leikhluta og allt annar bragur á þeirra leik. Staðan í hálfleik var 34-32 fyrir heimastúlkur og leikurinn alveg galopinn. KR byrjaði þriðja leikhlutann virkilega vel og náðu fljótlega ágætis forskoti þegar staðan var 45-38. Þá fóru gestirnir frá Keflavík í gang en eftir fínt áhlaup frá þeim komust þær aftur yfir í leiknum 47-45. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 48-47 og gríðarleg spenna í DHL-höllinni. Keflvíkingar hófu loka fjórðunginn sérstaklega vel og þær ætluðu sér greinilega að fara í úrslitaviðureignina, en þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var staðan 57-48 fyrir gestina og KR ekki enn komið á blað í leikhlutanum. Þessi munur var of stór fyrir KR-inga og því unnu Keflvíkingar virkilega sætan sigur, 70-62, og eru komnar í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta annaðhvort Njarðvík eða deildarmeisturunum í Hamri.KR-Keflavík 62-70 (14-24, 20-8, 14-15, 14-23)KR: Margrét Kara Sturludóttir 13/10 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 11/5 fráköst, Melissa Ann Jeltema 10/6 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 7, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 7, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Helga Einarsdóttir 2/7 fráköst.Keflavík: Marina Caran 21, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/8 fráköst, Lisa Karcic 8/16 fráköst/3 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 3. Dominos-deild kvenna Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Keflavík komst í kvöld í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta eftir sigur, 70-62, gegn KR í DHL-höllinni, en þær unnu því einvígið 3-1. Marina Caran lék virkilega vel fyrir Keflavík í gær en hún skoraði 21 stig. Margrét Kara Sturludóttir var með 13 stig og 10 fráköst fyrir KR. Stemmningin var fín í DHL-höllinni þegar KR-stúlkur tóku á móti Keflvíkingum í fjórða leik liðina í undanúrslitum Iceland Express deild kvenna, en fyrir leikinn var staðan í einvíginu var 2-1 fyrir Keflavík. Keflvíkingar byrjuðu leikinn mjög vel og voru að hitta vel í körfuna. KR-ingar voru aftur á móti í vandræðum með að komast í gegn um vörn gestanna og fundu illa taktinn. Staðan var 24-14 eftir fyrsta fjórðunginn og Keflvíkingar í góðum málum. Gestirnir hófu annan leikhluta rétt eins og þær enduðu þann fyrsta en leikmennirnir voru að finna hvorn annan vel. Þegar leið á fjórðunginn fóru KR-stúlkur hægt og rólega að saxa á forskot Keflvíkinga. Það leið ekki að löngu þangað til að heimstúlkur voru komnar yfir 34-29 eftir að hafa skorað tíu stig í röð. KR-liðið var að spila virkilega vel undir lok annars leikhluta og allt annar bragur á þeirra leik. Staðan í hálfleik var 34-32 fyrir heimastúlkur og leikurinn alveg galopinn. KR byrjaði þriðja leikhlutann virkilega vel og náðu fljótlega ágætis forskoti þegar staðan var 45-38. Þá fóru gestirnir frá Keflavík í gang en eftir fínt áhlaup frá þeim komust þær aftur yfir í leiknum 47-45. Staðan fyrir loka fjórðunginn var 48-47 og gríðarleg spenna í DHL-höllinni. Keflvíkingar hófu loka fjórðunginn sérstaklega vel og þær ætluðu sér greinilega að fara í úrslitaviðureignina, en þegar sex mínútur voru eftir af leiknum var staðan 57-48 fyrir gestina og KR ekki enn komið á blað í leikhlutanum. Þessi munur var of stór fyrir KR-inga og því unnu Keflvíkingar virkilega sætan sigur, 70-62, og eru komnar í úrslitaeinvígið þar sem þær mæta annaðhvort Njarðvík eða deildarmeisturunum í Hamri.KR-Keflavík 62-70 (14-24, 20-8, 14-15, 14-23)KR: Margrét Kara Sturludóttir 13/10 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 11/5 fráköst, Melissa Ann Jeltema 10/6 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 7, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 7, Hafrún Hálfdánardóttir 4, Helga Einarsdóttir 2/7 fráköst.Keflavík: Marina Caran 21, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 14/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 13/5 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 11/8 fráköst, Lisa Karcic 8/16 fráköst/3 varin skot, Ingibjörg Jakobsdóttir 3.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira