Fjölmenning hafnar ofbeldi Toshiki Toma skrifar 18. mars 2011 06:00 Frá og með 14. mars stendur yfir átak sem ber heitið Evrópuvika gegn kynþáttafordómum og misrétti og lýkur hinn 27. mars. Af því tilefni langar mig að hugleiða stuttlega kynþáttafordóma og ofbeldi í tengslum við fjölmenningu. Árið 2006 samþykkti Reykjavíkurborg mannréttindastefnu en hún er í anda fjölmenningarstefnunnar sem borgin samþykkti 2001. Í dag eru mörg sveitarfélög, til dæmis Akureyri og Reykjanesbær, með sambærilega fjölmenningarstefnu. Mismunandi skoðanir og skilgreiningar munu vera um hvað fjölmenningarlegt samfélag er í raun og veru. Eitt af því sem felst í hugtakinu um fjölmenningu er að skapa jákvæð viðhorf til og á milli mismunandi menningar, einnar eða fleiri. Fjölmenning er ekki menningarleysi. Í fjölmenningu viðurkennir fólk hvers virði menning þess er, en um leið ber það virðingu fyrir annars konar menningu, sem kann að vera í sama samfélagi. Gagnkvæm virðing eru lykilorðin þegar um fjölmenningu er að ræða. Algjör andstæða gagnkvæmrar virðingar er ofbeldi. Ofbeldi felur í sér að neita tilvist annarra og eyðileggja. Þeir sem beita ofbeldi vilja ekki eignast félaga og vini og eiga við þá samræðu, heldur aðeins stjórna öðrum og krefjast af þeim hlýðni með ógnunum. Að sjálfsögðu kemur stundum upp ágreiningur og árekstrar verða í fjölmenningarsamfélagi, rétt eins og ef aðeins ein menning ríkti. En það er ekkert rými sem viðurkennir tilvist ofbeldis í fjölmenningu. Því mótmælir fjölmenning og hafnar ofbeldi af öllu tagi: Stríði, andlegu og líkamlegu ofbeldi eins og einelti og heimilisofbeldi en einnig trúarlegu ofbeldi – og það er óþarfi að segja það – rasisma. Eðli rasisma er ofbeldið, þar sem tilgangur rasisma er að eyðileggja virðuleika manneskjunnar og kúga, bæði á skipulagðan hátt og óskipulagðan hátt. Að þessu leyti er rasismi dæmigerð birtingarmynd ofbeldis, rétt eins og í stríði. Að styðja fjölmenningarstefnu þýðir að viðkomandi hefur sjálfkrafa vilja til að berjast gegn rasisma og hvers konar ofbeldi. En sú barátta er ekki ofbeldi, þar sem fjölmenning neitar ekki manneskjunni um virðuleika hennar, möguleika á að iðrast eða að breyta hugmyndum sínum. Málstaður fjölmenningar er ekki eyðilegging, heldur uppbygging gagnkvæmrar virðingar. Ég hvet sérhvern til að hugsa um sína fordóma og meta mikilvægi þess að virða náunga okkar í samfélaginu, sem og að hafna öllu ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða birtist í hugmyndum sem hvetja til ofbeldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Frá og með 14. mars stendur yfir átak sem ber heitið Evrópuvika gegn kynþáttafordómum og misrétti og lýkur hinn 27. mars. Af því tilefni langar mig að hugleiða stuttlega kynþáttafordóma og ofbeldi í tengslum við fjölmenningu. Árið 2006 samþykkti Reykjavíkurborg mannréttindastefnu en hún er í anda fjölmenningarstefnunnar sem borgin samþykkti 2001. Í dag eru mörg sveitarfélög, til dæmis Akureyri og Reykjanesbær, með sambærilega fjölmenningarstefnu. Mismunandi skoðanir og skilgreiningar munu vera um hvað fjölmenningarlegt samfélag er í raun og veru. Eitt af því sem felst í hugtakinu um fjölmenningu er að skapa jákvæð viðhorf til og á milli mismunandi menningar, einnar eða fleiri. Fjölmenning er ekki menningarleysi. Í fjölmenningu viðurkennir fólk hvers virði menning þess er, en um leið ber það virðingu fyrir annars konar menningu, sem kann að vera í sama samfélagi. Gagnkvæm virðing eru lykilorðin þegar um fjölmenningu er að ræða. Algjör andstæða gagnkvæmrar virðingar er ofbeldi. Ofbeldi felur í sér að neita tilvist annarra og eyðileggja. Þeir sem beita ofbeldi vilja ekki eignast félaga og vini og eiga við þá samræðu, heldur aðeins stjórna öðrum og krefjast af þeim hlýðni með ógnunum. Að sjálfsögðu kemur stundum upp ágreiningur og árekstrar verða í fjölmenningarsamfélagi, rétt eins og ef aðeins ein menning ríkti. En það er ekkert rými sem viðurkennir tilvist ofbeldis í fjölmenningu. Því mótmælir fjölmenning og hafnar ofbeldi af öllu tagi: Stríði, andlegu og líkamlegu ofbeldi eins og einelti og heimilisofbeldi en einnig trúarlegu ofbeldi – og það er óþarfi að segja það – rasisma. Eðli rasisma er ofbeldið, þar sem tilgangur rasisma er að eyðileggja virðuleika manneskjunnar og kúga, bæði á skipulagðan hátt og óskipulagðan hátt. Að þessu leyti er rasismi dæmigerð birtingarmynd ofbeldis, rétt eins og í stríði. Að styðja fjölmenningarstefnu þýðir að viðkomandi hefur sjálfkrafa vilja til að berjast gegn rasisma og hvers konar ofbeldi. En sú barátta er ekki ofbeldi, þar sem fjölmenning neitar ekki manneskjunni um virðuleika hennar, möguleika á að iðrast eða að breyta hugmyndum sínum. Málstaður fjölmenningar er ekki eyðilegging, heldur uppbygging gagnkvæmrar virðingar. Ég hvet sérhvern til að hugsa um sína fordóma og meta mikilvægi þess að virða náunga okkar í samfélaginu, sem og að hafna öllu ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða birtist í hugmyndum sem hvetja til ofbeldis.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun