Þingmaður Sjálfstæðisflokks hefur rétt fyrir sér Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 5. mars 2011 06:00 Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að fulltrúar notenda svæða innan Vatnajökulsþjóðgarðs séu meira og minna kolvitlausir. Með þeim rökum gagnrýnir hann umhverfisráðherra fyrir verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Svandís Svavarsdóttir ber í bætifláka og segir að gangandi ferðamenn sem hafi kannski að jafnaði lægra í þjóðfélaginu, séu ekki kolvitlausir. En hvað veit ráðherrann um þá sem ekki heyrist í? Skotveiðimenn eru kolvitlausir, jeppamenn eru kolvitlausir og fulltrúar Hagsmunasamtaka frekra karla (algengasta gerð íslenskra samtaka) eru allir kolvitlausir. Og það heyrist bara í þeim. Fólkið sem Svandís Svavarsdóttir telur sig vita að sé ekki kolvitlaust er ósýnilegt. Það er aldrei í fréttum og í rauninni er ekki hægt að fullyrða að það sé til. Að leyfa fólki að vera til er ábyrgð fjölmiðla, en hana eru þeir eru ekki að axla. Það fundu samtök ungs fólk sem héldu blaðamannafund í vikunni, til að kynna þá framtíð sem þau vildu sjá. Þau höfðu ekki í hótunum og rödd þeirra barst ekki út í samfélagið. Í söguritun og opinberri umræðu segir fátt af hógværum. Ómögulegt er að vita hvort þeir séu sáttir. Þeir lifa lífi sínu í kyrrþey, ef þeir eru til. En skotveiðimenn og jeppafélög eru örugglega til, drunurnar og púðurskotin leyna sér ekki þegar þeir mæta í fjölmiðlana á hverjum morgni. Meira og minna kolvitlausir, eins og Kristján Þór bendir réttilega á. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að fulltrúar notenda svæða innan Vatnajökulsþjóðgarðs séu meira og minna kolvitlausir. Með þeim rökum gagnrýnir hann umhverfisráðherra fyrir verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs. Svandís Svavarsdóttir ber í bætifláka og segir að gangandi ferðamenn sem hafi kannski að jafnaði lægra í þjóðfélaginu, séu ekki kolvitlausir. En hvað veit ráðherrann um þá sem ekki heyrist í? Skotveiðimenn eru kolvitlausir, jeppamenn eru kolvitlausir og fulltrúar Hagsmunasamtaka frekra karla (algengasta gerð íslenskra samtaka) eru allir kolvitlausir. Og það heyrist bara í þeim. Fólkið sem Svandís Svavarsdóttir telur sig vita að sé ekki kolvitlaust er ósýnilegt. Það er aldrei í fréttum og í rauninni er ekki hægt að fullyrða að það sé til. Að leyfa fólki að vera til er ábyrgð fjölmiðla, en hana eru þeir eru ekki að axla. Það fundu samtök ungs fólk sem héldu blaðamannafund í vikunni, til að kynna þá framtíð sem þau vildu sjá. Þau höfðu ekki í hótunum og rödd þeirra barst ekki út í samfélagið. Í söguritun og opinberri umræðu segir fátt af hógværum. Ómögulegt er að vita hvort þeir séu sáttir. Þeir lifa lífi sínu í kyrrþey, ef þeir eru til. En skotveiðimenn og jeppafélög eru örugglega til, drunurnar og púðurskotin leyna sér ekki þegar þeir mæta í fjölmiðlana á hverjum morgni. Meira og minna kolvitlausir, eins og Kristján Þór bendir réttilega á.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar