Vertu öðlingur Darri Johansen skrifar 22. janúar 2011 06:15 Ég var, líkt og margir karlmenn grunar mig, frekar dofinn þegar kom að jafnréttismálum. Ég varð var við umræðuna, baráttuna, en það var aldrei mín barátta, ekki beint. En flott hjá þessum stelpum að vekja athygli á þessu. Vel gert og það allt. Undanfarin ár hef ég kynnt mér þessi mál betur. Ég hef ekki kafað ofan í efnið eða tekið beinan þátt í umræðum - en ég hef fylgst með, opnað hugann fyrir þessum málum og viðurkennt misréttið þegar það blasir við. Fyrir mér er jafnrétti jafn sjálfsagður hlutur og skýin á himni og er viss um að flestir af mínum vinum eru mér sammála. Margir karlmenn hafa því hugsanlega ekki alltaf skynjað vandann. Þetta er ef til vill ekki óeðlilegt því misréttið er ekki alltaf á torg borið heldur marar stundum undir niðri, er ekki sýnilegt nema vel sé að gáð. Það er að finna í viðhorfum, í tíðarandanum sem er ósnertanlegur, í húmor og gríni sem má ekki taka alvarlega eða í orðræðunni - í orðum sem liggja milli lína. Kynbundið misrétti er þannig hluti af menningu okkar en er þó ekki órjúfanlegur hluti hennar. Það er nefnilega vel hægt að rjúfa misréttið frá menningunni. Engu að síður er það enn til staðar að einhverju leyti og það birtist víða. Í hatursbréfum til kvenna sem þora að sigla á móti straumnum, afdrifum nauðgunarmála í dómskerfinu og kynbundnum launamun. Svo dæmi séu tekin. Við erum ekki öll sérfræðingar þegar kemur að málum er varða jafnrétti; kynbundnu misrétti eða jafnvel ofbeldi. En það er allt í lagi, við getum ekki öll háð baráttuna í fremstu víglínu. Engu að síður höfum við öll mikilvægu hlutverki að gegna. Hlutverk okkar hinna er að hlusta, taka mark - og láta okkur málin varða. Bregðast við. Við ættum öll að taka umræðuna alvarlega og taka dæmin sem eru teiknuð upp fyrir okkur trúanleg. Það er okkar sameiginlega skylda. Því jafnrétti er í raun ekki til staðar nema bæði karlar og konur beiti sér fyrir því að það viðhaldist. Fyrr verður því ekki náð. Taktu þátt. Vertu öðlingur. Þátttaka getur verið vakning í sjálfu sér. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ég var, líkt og margir karlmenn grunar mig, frekar dofinn þegar kom að jafnréttismálum. Ég varð var við umræðuna, baráttuna, en það var aldrei mín barátta, ekki beint. En flott hjá þessum stelpum að vekja athygli á þessu. Vel gert og það allt. Undanfarin ár hef ég kynnt mér þessi mál betur. Ég hef ekki kafað ofan í efnið eða tekið beinan þátt í umræðum - en ég hef fylgst með, opnað hugann fyrir þessum málum og viðurkennt misréttið þegar það blasir við. Fyrir mér er jafnrétti jafn sjálfsagður hlutur og skýin á himni og er viss um að flestir af mínum vinum eru mér sammála. Margir karlmenn hafa því hugsanlega ekki alltaf skynjað vandann. Þetta er ef til vill ekki óeðlilegt því misréttið er ekki alltaf á torg borið heldur marar stundum undir niðri, er ekki sýnilegt nema vel sé að gáð. Það er að finna í viðhorfum, í tíðarandanum sem er ósnertanlegur, í húmor og gríni sem má ekki taka alvarlega eða í orðræðunni - í orðum sem liggja milli lína. Kynbundið misrétti er þannig hluti af menningu okkar en er þó ekki órjúfanlegur hluti hennar. Það er nefnilega vel hægt að rjúfa misréttið frá menningunni. Engu að síður er það enn til staðar að einhverju leyti og það birtist víða. Í hatursbréfum til kvenna sem þora að sigla á móti straumnum, afdrifum nauðgunarmála í dómskerfinu og kynbundnum launamun. Svo dæmi séu tekin. Við erum ekki öll sérfræðingar þegar kemur að málum er varða jafnrétti; kynbundnu misrétti eða jafnvel ofbeldi. En það er allt í lagi, við getum ekki öll háð baráttuna í fremstu víglínu. Engu að síður höfum við öll mikilvægu hlutverki að gegna. Hlutverk okkar hinna er að hlusta, taka mark - og láta okkur málin varða. Bregðast við. Við ættum öll að taka umræðuna alvarlega og taka dæmin sem eru teiknuð upp fyrir okkur trúanleg. Það er okkar sameiginlega skylda. Því jafnrétti er í raun ekki til staðar nema bæði karlar og konur beiti sér fyrir því að það viðhaldist. Fyrr verður því ekki náð. Taktu þátt. Vertu öðlingur. Þátttaka getur verið vakning í sjálfu sér. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar