Umfjöllun: KR-stúlkur meistarar eftir sigur í oddaleik Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 6. apríl 2010 20:58 KR-konur eru Íslandsmeistarar. Mynd/Vilhelm KR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta kvenna er liðið lagði Hamar í spennandi oddaleik, 84-79, í DHL-höllinni. Leikurinn byrjaði með miklum látum og stemningin mikil í vesturbænum. Fyrirliði KR, Hildur Sigurðardóttir, lét vita af sér strax og skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð en gestirnir í Hamar voru vel klárar í úrslitaleikinn og mikið jafnræði var með liðunum. Heimastúlkur spiluðu fanta varnarleik og voru miklu grimmari undir körfunni. Það skilaði þeim forystu eftir fyrsta leikhluta og staðan þá 15-11. Annar leikhluti var enn fjörugri og Hamarsliðið vann stemninguna yfir á sitt band. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem mættu til að hvetja Hamarsstúlkur létu vel í sér heyra og það virtist skila sér inn á völlinn. Kristrún Sigurjónsdóttir var frábær í liði gestanna og dró lið sitt áfram, með fimmtán stig í fyrrihálfleik. Hamar leiddi í hálfleik með fjórum stigum, 33-37, í miklum baráttuleik. Heimastúlkur mættu grimmar til leiks í þriðja leikhluta og voru komnar með forystuna eftir rúmar tvær mínútur þar sem Unnur Tara Jónsdóttir fór mikinn í liði KR. Gestirnir áttu lítið um svör svo KR-liðið brunaði fram úr þeim. Hamarsstúlkur vöknuðu aftur til lífsins og unnu sig aftur inn í leikinn. En krafturinn og spilagleðin allsráðandi hjá heimastúlkum sem að voru í þægilegri stöðu fyrir loka leikhlutann, staðan 64-58. Það var hart barist síðasta leikhlutann og augljóst að bæði lið þráðu bikarinn af öllu hjarta. Leikurinn var gríðarlega spennandi undir lokin og gestirnir færðust nær. KR-stúlkur voru sterkari og spiluðu góða vörn. Það munaði þremur stigum þegar að rúm mínúta var eftir og tvö stig er þrjátíu sekúndur eftir lifðu á klukkunni. En Hamarsstúlkur náðu þeim þó aldrei og KR-stúlkur Íslandsmeistarar í körfubolta árið 2010. Lokatölur í skemmtilegum og æsispennandi oddaleik sem fyrr segir, 84-79. Stigahæst í liði meistaranna var Unnur Tara Jónsdóttir með 27 stig. En í liði Hamars voru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Koren Schram báðar stigahæstar með 24 stig hvor.KR-Hamar 84-79 (15-11, 18-26, 31-21, 20-21) KR: Unnur Tara Jónsdóttir 27/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 16/6 fráköst/8 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/11 fráköst, Signý Hermannsdóttir 11/4 fráköst/11 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 8/10 fráköst, Jenny Pfeiffer-Finora 8, Helga Einarsdóttir 1. Hamar: Koren Schram 24/6 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 24/4 varin skot, Julia Demirer 18/11 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2/9 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Sjá meira
KR fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta kvenna er liðið lagði Hamar í spennandi oddaleik, 84-79, í DHL-höllinni. Leikurinn byrjaði með miklum látum og stemningin mikil í vesturbænum. Fyrirliði KR, Hildur Sigurðardóttir, lét vita af sér strax og skoraði tvær þriggja stiga körfur í röð en gestirnir í Hamar voru vel klárar í úrslitaleikinn og mikið jafnræði var með liðunum. Heimastúlkur spiluðu fanta varnarleik og voru miklu grimmari undir körfunni. Það skilaði þeim forystu eftir fyrsta leikhluta og staðan þá 15-11. Annar leikhluti var enn fjörugri og Hamarsliðið vann stemninguna yfir á sitt band. Þeir fjölmörgu áhorfendur sem mættu til að hvetja Hamarsstúlkur létu vel í sér heyra og það virtist skila sér inn á völlinn. Kristrún Sigurjónsdóttir var frábær í liði gestanna og dró lið sitt áfram, með fimmtán stig í fyrrihálfleik. Hamar leiddi í hálfleik með fjórum stigum, 33-37, í miklum baráttuleik. Heimastúlkur mættu grimmar til leiks í þriðja leikhluta og voru komnar með forystuna eftir rúmar tvær mínútur þar sem Unnur Tara Jónsdóttir fór mikinn í liði KR. Gestirnir áttu lítið um svör svo KR-liðið brunaði fram úr þeim. Hamarsstúlkur vöknuðu aftur til lífsins og unnu sig aftur inn í leikinn. En krafturinn og spilagleðin allsráðandi hjá heimastúlkum sem að voru í þægilegri stöðu fyrir loka leikhlutann, staðan 64-58. Það var hart barist síðasta leikhlutann og augljóst að bæði lið þráðu bikarinn af öllu hjarta. Leikurinn var gríðarlega spennandi undir lokin og gestirnir færðust nær. KR-stúlkur voru sterkari og spiluðu góða vörn. Það munaði þremur stigum þegar að rúm mínúta var eftir og tvö stig er þrjátíu sekúndur eftir lifðu á klukkunni. En Hamarsstúlkur náðu þeim þó aldrei og KR-stúlkur Íslandsmeistarar í körfubolta árið 2010. Lokatölur í skemmtilegum og æsispennandi oddaleik sem fyrr segir, 84-79. Stigahæst í liði meistaranna var Unnur Tara Jónsdóttir með 27 stig. En í liði Hamars voru þær Kristrún Sigurjónsdóttir og Koren Schram báðar stigahæstar með 24 stig hvor.KR-Hamar 84-79 (15-11, 18-26, 31-21, 20-21) KR: Unnur Tara Jónsdóttir 27/7 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 16/6 fráköst/8 stoðsendingar, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13/11 fráköst, Signý Hermannsdóttir 11/4 fráköst/11 varin skot, Margrét Kara Sturludóttir 8/10 fráköst, Jenny Pfeiffer-Finora 8, Helga Einarsdóttir 1. Hamar: Koren Schram 24/6 stolnir, Kristrún Sigurjónsdóttir 24/4 varin skot, Julia Demirer 18/11 fráköst, Íris Ásgeirsdóttir 6, Guðbjörg Sverrisdóttir 5/4 fráköst, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 2/9 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Sjá meira