Fyrirmynd frá Suður-Afríku Þorvaldur Gylfason skrifar 24. nóvember 2010 21:10 Suður-afríski lagaprófessorinn Lourens du Plessis samdi ásamt öðrum nýja stjórnarskrá handa landi sínu. Hann hefur sagt mér sögu málsins og lýst fyrir mér tilurð stjórnarskrárinnar, sem margir telja eina merkustu stjórnarskrá heims. Hún varð til í tveim skrefum. Skömmu eftir valdatöku svarta meiri hlutans í Suður-Afríku í kjölfar frjálsra kosninga í apríl 1994 var samin ný stjórnarskrá til bráðabirgða, þar sem kveðið var á um nokkur helztu atriði, sem þurfti að lagfæra strax, einkum mannréttindamál. Einnig var kveðið á um, hvernig staðið skyldi að frágangi endanlegrar stjórnarskrár. Bráðabirgðaskráin tók gildi í september 1994 og gilti fram í febrúar 1997, þegar lokagerð stjórnarskrárinnar varð að lögum. Smíði bráðabirgðaskrárinnar tók því fimm mánuði, og endanlegur frágangur tók tvö og hálft ár til viðbótar. Til viðmiðunar tók stjórnarskrá Þýzkalands gildi 1949, fjórum árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Erlendir sérfræðingar voru hafðir með í ráðum í Suður-Afríku, einkum þýzkir og bandarískir prófessorar í lögum. Ráð þeirra þóttu gefast vel.Stjórnarskrá til bráðabirgða Prófessor du Plessis telur, að hyggilegt gæti verið fyrir Stjórnlagaþingið, sem verður kjörið á laugardaginn, að láta sér duga að leggja fram tillögu að bráðabirgðastjórnarskrá. Indriði Indriðason prófessor í stjórnmálafræði í Kaliforníuháskóla tekur í sama streng á vefsetri sínu. Þar bendir hann á, að stjórnarskrár eru flóknar, þótt þær þurfi ekki að vera miklar að vöxtum. Ég er sammála þeim du Plessis og Indriða. Þess vegna hef ég lagt til, að Stjórnlagaþingið færist ekki of mikið í fang á þeim nauma tíma, sem því er skammtaður í lögum. Stjórnlagaþingið ætti heldur að láta sér duga að bæta stjórnarskrána frá 1944 til bráðabirgða í þeim greinum, sem brýnast er í ljósi hrunsins að bæta strax eða bæta við, og kveða jafnframt á um lúkningu verksins, þannig að lokagerð stjórnarskrárinnar geti legið fyrir innan tveggja ára.Gagnvirkt aðhald og eftirlit Suður-afríska stjórnarskráin er löng í samræmi við lagahefð landsins. Þar er t.d. kveðið á um þjóðfána og þjóðsöng, sem fæstum þykir nauðsynlegt að tiltaka í okkar stjórnarskrá. Mannréttindakaflinn er ýtarlegur, enda þurfti Suður-Afríka nýja stjórnarskrá m.a. til að snúa bakinu við mannréttindabrotum aðskilnaðarstjórnarinnar, sem tapaði þingkosningunum 1994. Stjórnarskráin vitnar um tilefnið til þess, að landið þurfti að setja sér nýja stjórnarskrá. Ekkert ákvæði er í suður-afrísku stjórnarskránni um þrískiptingu valds. Það stafar af því, að þrískiptingin stendur svo styrkum fótum í Suður-Afríku, að ekki þykir þörf á sérstökum ákvæðum um hana í stjórnarskránni. Aðsetur framkvæmdarvaldsins er í höfðuðborginn Pretoríu í norðurhluta landsins, Hæstiréttur situr í Bloemfontein í miðju landi og þingið í Höfðaborg syðst í landinu, og hefur svo verið um langt árabil. Langt er á milli borganna þriggja, enda er landið stórt, tólf sinnum stærra en Ísland að flatarmáli. Dómstólarnir eru óháðir ríkisvaldinu. Mjög er reynt að vanda til vals á dómurum. Forsetinn skipar þá eftir föstum reglum og einnig ráðherra, og þeir sitja ekki á þingi. Þrískipting valdsins er virk.Við þurfum stjórnlagadómstólStjórnlagadómstóll getur sagt ríkisstjórninni fyrir verkum, vanræki hún skyldur sínar gagnvart stjórnarskránni, t.d. varðandi almannaþjónustu. Ef ríkisstjórnin teldi sig t.d. ekki þurfa að útvega sjúklingum lyf gegn eyðniveirunni í blóra við ákvæði í stjórnarskránni, gæti stjórnlagadómstóllinn fyrirskipað heilbrigðisráðherranum að tryggja sjúklingum aðgang að nauðsynlegum lyfjum. Kysi heilbrigðisráðherrann að þráskallast við slíkum tilmælum, myndi hann gera sig sekan um virðingarleysi gagnvart dómstólnum, og það er refsivert athæfi.Ríkissaksóknari gæti þá látið málið til sín taka. Ráðherrann myndi því að mestum líkindum kjósa að hlíta tilmælum stjórnlagadómstólsins. Þetta er dæmi um lifandi aðhald og eftirlit í landi, þar sem þrískipting valdsins er eins og hún á að vera. Ýmis mál af þessu tagi hafa komið upp síðustu ár. Stjórnlagadómstóllinn hefur einnig ógilt ýmsa lagasetningu á þeirri forsendu, að löggjöfin standist ekki stjórnarskrána. Þessum dæmum er ætlað að útmála þörfina fyrir að bæta ákvæði um nýjan stjórnlagadómstól í íslenzku stjórnarskrána og vanda betur val á dómurum til að styrkja stöðu dómstólanna gagnvart framkvæmdarvaldinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Suður-afríski lagaprófessorinn Lourens du Plessis samdi ásamt öðrum nýja stjórnarskrá handa landi sínu. Hann hefur sagt mér sögu málsins og lýst fyrir mér tilurð stjórnarskrárinnar, sem margir telja eina merkustu stjórnarskrá heims. Hún varð til í tveim skrefum. Skömmu eftir valdatöku svarta meiri hlutans í Suður-Afríku í kjölfar frjálsra kosninga í apríl 1994 var samin ný stjórnarskrá til bráðabirgða, þar sem kveðið var á um nokkur helztu atriði, sem þurfti að lagfæra strax, einkum mannréttindamál. Einnig var kveðið á um, hvernig staðið skyldi að frágangi endanlegrar stjórnarskrár. Bráðabirgðaskráin tók gildi í september 1994 og gilti fram í febrúar 1997, þegar lokagerð stjórnarskrárinnar varð að lögum. Smíði bráðabirgðaskrárinnar tók því fimm mánuði, og endanlegur frágangur tók tvö og hálft ár til viðbótar. Til viðmiðunar tók stjórnarskrá Þýzkalands gildi 1949, fjórum árum eftir lok heimsstyrjaldarinnar. Erlendir sérfræðingar voru hafðir með í ráðum í Suður-Afríku, einkum þýzkir og bandarískir prófessorar í lögum. Ráð þeirra þóttu gefast vel.Stjórnarskrá til bráðabirgða Prófessor du Plessis telur, að hyggilegt gæti verið fyrir Stjórnlagaþingið, sem verður kjörið á laugardaginn, að láta sér duga að leggja fram tillögu að bráðabirgðastjórnarskrá. Indriði Indriðason prófessor í stjórnmálafræði í Kaliforníuháskóla tekur í sama streng á vefsetri sínu. Þar bendir hann á, að stjórnarskrár eru flóknar, þótt þær þurfi ekki að vera miklar að vöxtum. Ég er sammála þeim du Plessis og Indriða. Þess vegna hef ég lagt til, að Stjórnlagaþingið færist ekki of mikið í fang á þeim nauma tíma, sem því er skammtaður í lögum. Stjórnlagaþingið ætti heldur að láta sér duga að bæta stjórnarskrána frá 1944 til bráðabirgða í þeim greinum, sem brýnast er í ljósi hrunsins að bæta strax eða bæta við, og kveða jafnframt á um lúkningu verksins, þannig að lokagerð stjórnarskrárinnar geti legið fyrir innan tveggja ára.Gagnvirkt aðhald og eftirlit Suður-afríska stjórnarskráin er löng í samræmi við lagahefð landsins. Þar er t.d. kveðið á um þjóðfána og þjóðsöng, sem fæstum þykir nauðsynlegt að tiltaka í okkar stjórnarskrá. Mannréttindakaflinn er ýtarlegur, enda þurfti Suður-Afríka nýja stjórnarskrá m.a. til að snúa bakinu við mannréttindabrotum aðskilnaðarstjórnarinnar, sem tapaði þingkosningunum 1994. Stjórnarskráin vitnar um tilefnið til þess, að landið þurfti að setja sér nýja stjórnarskrá. Ekkert ákvæði er í suður-afrísku stjórnarskránni um þrískiptingu valds. Það stafar af því, að þrískiptingin stendur svo styrkum fótum í Suður-Afríku, að ekki þykir þörf á sérstökum ákvæðum um hana í stjórnarskránni. Aðsetur framkvæmdarvaldsins er í höfðuðborginn Pretoríu í norðurhluta landsins, Hæstiréttur situr í Bloemfontein í miðju landi og þingið í Höfðaborg syðst í landinu, og hefur svo verið um langt árabil. Langt er á milli borganna þriggja, enda er landið stórt, tólf sinnum stærra en Ísland að flatarmáli. Dómstólarnir eru óháðir ríkisvaldinu. Mjög er reynt að vanda til vals á dómurum. Forsetinn skipar þá eftir föstum reglum og einnig ráðherra, og þeir sitja ekki á þingi. Þrískipting valdsins er virk.Við þurfum stjórnlagadómstólStjórnlagadómstóll getur sagt ríkisstjórninni fyrir verkum, vanræki hún skyldur sínar gagnvart stjórnarskránni, t.d. varðandi almannaþjónustu. Ef ríkisstjórnin teldi sig t.d. ekki þurfa að útvega sjúklingum lyf gegn eyðniveirunni í blóra við ákvæði í stjórnarskránni, gæti stjórnlagadómstóllinn fyrirskipað heilbrigðisráðherranum að tryggja sjúklingum aðgang að nauðsynlegum lyfjum. Kysi heilbrigðisráðherrann að þráskallast við slíkum tilmælum, myndi hann gera sig sekan um virðingarleysi gagnvart dómstólnum, og það er refsivert athæfi.Ríkissaksóknari gæti þá látið málið til sín taka. Ráðherrann myndi því að mestum líkindum kjósa að hlíta tilmælum stjórnlagadómstólsins. Þetta er dæmi um lifandi aðhald og eftirlit í landi, þar sem þrískipting valdsins er eins og hún á að vera. Ýmis mál af þessu tagi hafa komið upp síðustu ár. Stjórnlagadómstóllinn hefur einnig ógilt ýmsa lagasetningu á þeirri forsendu, að löggjöfin standist ekki stjórnarskrána. Þessum dæmum er ætlað að útmála þörfina fyrir að bæta ákvæði um nýjan stjórnlagadómstól í íslenzku stjórnarskrána og vanda betur val á dómurum til að styrkja stöðu dómstólanna gagnvart framkvæmdarvaldinu.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar