Sigurjón Þórðarson: Hundrað milljarða spurningin 14. maí 2010 09:28 Stjórnvöld leita ýmissa leiða til þess að endar nái saman í ríkisfjármálum. Skattar eru hækkaðir upp úr öllu valdi. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg sveiflar blóðugum niðurskurðarhníf enn og aftur og búist er við að hann beri niður víðast í kerfinu. Helst er að vænta þess að pólitískt ráðnir aðstoðarmenn sem hlaðið hefur verið inn í ráðuneytin séu í öruggu skjóli. Alþingi hefur leitað vægast sagt óhefðbundinna leiða til þess að auka gjaldeyrstekjur, s.s. að semja við grunaða fjárglæframenn sem hafa komið óorði á þjóðina um sérstakan skattaafslátt til atvinnurekstrar. Ég leyfi mér að efast um að það séu til fordæmi fyrir því að nokkurt þjóðþing hafi farið þessa leið í að hygla grunuðum stórglæpamönnum. Ólíklegustu leiðir hafa verið kannaðar eins og að framan greinir til þess að ná jafnvægi í opinberan rekstur en samt sem áður hefur algerlega verið hlaupið yfir þá spurningu hvort vert sé að ná meiri fiskafla úr hafinu sem gæti gefið þjóðinni tug ef ekki hundrað milljarða tekjur árlega. Óumdeilt er að upphafleg markmið núverandi fiskveiðiráðgjafar sem hefur gengið út á að geyma fiskinn í sjónum hefur alls ekki gengið upp. Vísindalegar forsendur ráðgjafarinnar eru vægast sagt umdeildar, bæði meðal líffræðinga og sjómanna, en samt hefur ríkisstjórnin ekki varið einni krónu í að fara yfir vel rökstudda og málefnalega gagnrýni. Það er ljóst að ef efasemdamenn um ráðgjöf sem ekki hefur gengið upp hafa rétt fyrir sér myndi það skila þjóðinni milljarða gjaldeyristekjum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Fyrir þá sem trúa í blindni á að veiðar mannsins stjórni í einu og öllu lífkeðjunni í hafinu er gott að hafa á bak við eyrað að sjófuglar, hvalir og selir taka tugfalt meiri næringu úr hafinu en maðurinn. Fiskarnir sjálfir eru miklu stærri lífmassi en framangreind dýr sem þurfa að næra sig. Oft er á matseðlinum hjá þeim smærri fiskur sem leiðir til að vöxtur og viðgangur þeirra sjálfra hlýtur að hafa úrslitaáhrif á stofnstærðarsveiflur. Út frá framangreindum staðreyndum er út í hött að ætla að kenna veiðum um allar breytingar á stofnstærð fiska, sérstaklega í ljósi þess að hver og einn fiskur getur átt mergð afkvæma. Og hundrað milljarða spurningin er: Er ekki tímabært að leita svara við öllum spurningum sem geta rétt hag þjóðarinnar, jafnvel þótt það kosti skotsilfur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld leita ýmissa leiða til þess að endar nái saman í ríkisfjármálum. Skattar eru hækkaðir upp úr öllu valdi. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg sveiflar blóðugum niðurskurðarhníf enn og aftur og búist er við að hann beri niður víðast í kerfinu. Helst er að vænta þess að pólitískt ráðnir aðstoðarmenn sem hlaðið hefur verið inn í ráðuneytin séu í öruggu skjóli. Alþingi hefur leitað vægast sagt óhefðbundinna leiða til þess að auka gjaldeyrstekjur, s.s. að semja við grunaða fjárglæframenn sem hafa komið óorði á þjóðina um sérstakan skattaafslátt til atvinnurekstrar. Ég leyfi mér að efast um að það séu til fordæmi fyrir því að nokkurt þjóðþing hafi farið þessa leið í að hygla grunuðum stórglæpamönnum. Ólíklegustu leiðir hafa verið kannaðar eins og að framan greinir til þess að ná jafnvægi í opinberan rekstur en samt sem áður hefur algerlega verið hlaupið yfir þá spurningu hvort vert sé að ná meiri fiskafla úr hafinu sem gæti gefið þjóðinni tug ef ekki hundrað milljarða tekjur árlega. Óumdeilt er að upphafleg markmið núverandi fiskveiðiráðgjafar sem hefur gengið út á að geyma fiskinn í sjónum hefur alls ekki gengið upp. Vísindalegar forsendur ráðgjafarinnar eru vægast sagt umdeildar, bæði meðal líffræðinga og sjómanna, en samt hefur ríkisstjórnin ekki varið einni krónu í að fara yfir vel rökstudda og málefnalega gagnrýni. Það er ljóst að ef efasemdamenn um ráðgjöf sem ekki hefur gengið upp hafa rétt fyrir sér myndi það skila þjóðinni milljarða gjaldeyristekjum. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Fyrir þá sem trúa í blindni á að veiðar mannsins stjórni í einu og öllu lífkeðjunni í hafinu er gott að hafa á bak við eyrað að sjófuglar, hvalir og selir taka tugfalt meiri næringu úr hafinu en maðurinn. Fiskarnir sjálfir eru miklu stærri lífmassi en framangreind dýr sem þurfa að næra sig. Oft er á matseðlinum hjá þeim smærri fiskur sem leiðir til að vöxtur og viðgangur þeirra sjálfra hlýtur að hafa úrslitaáhrif á stofnstærðarsveiflur. Út frá framangreindum staðreyndum er út í hött að ætla að kenna veiðum um allar breytingar á stofnstærð fiska, sérstaklega í ljósi þess að hver og einn fiskur getur átt mergð afkvæma. Og hundrað milljarða spurningin er: Er ekki tímabært að leita svara við öllum spurningum sem geta rétt hag þjóðarinnar, jafnvel þótt það kosti skotsilfur?
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar