Að semja eða semja ekki Jón Steindór Valdimarsson skrifar 26. ágúst 2010 10:51 Ísland og ESB hófu formlegar samningaviðræður um aðild Íslands að ESB þann 27. júlí 2010. Það er merkur áfangi í samskiptasögu landsins við umheiminn og rökrétt framhald vaxandi samskipta og samvinnu við þau 27 ríki sem eiga aðild að ESB.Loksins er hafið ferli sem mun sýna okkur svart á hvítu hvernig aðild okkar getur verið háttað. Í lok þess mun liggja fyrir samningur sem harðsnúið samningalið okkar mun skila af sér til þjóðarinnar. Þar verða ákvæði um þau atriði sem nú er helst deilt um hér innanlands en enginn veit hvernig verða til lykta leidd í samningnum. Það er næsta tilgangslaust að þræta um slík atriði. Skynsamlegra er að lesa samninginn þegar hann liggur fyrir og þá tekur hver og einn afstöðu til þess hvort einstök ákvæði hans og samningurinn í heild eru fullnægjandi. Ekki er hægt að meta kosti og galla aðildar nema á grundvelli raunverulegs samnings. Fyrr getur þjóðin ekki gert upp hug sinn um hvort aðild sé hagstæð fyrir framtíð Íslands eða ekki. Þeir sem fullyrða annað og þykjast vita upp á hár hver niðurstaðan verður áður en viðræður hefjast eru ekki sannfærandi. Það er því grátlegt til þess að hugsa að nú sé róið að því öllum árum af sterkum öflum utan þings og innan að koma í veg fyrir að samningaferlið verði til lykta leitt. Markmið þeirra er að svipta þjóðina réttinum til að eiga raunverulegt val um framtíð sína og sess meðal helstu samstarfs- og vinaþjóða sinna. Flokkadrættir á Alþingi og gamaldags átök stjórnar og stjórnarandstöðu mega ekki spilla þessu stóra máli sem þjóðin vill ræða og taka afstöðu til með atkvæði sínu þegar samningur liggur fyrir. Alþingi á ekki að stöðva það ferli sem það setti sjálft af stað eftir langa og erfiða vinnu. Alþingi setti ítarlegan leiðarvísi og samningsmarkmið í þingsályktun sem unnið er eftir. Að draga umsókn Íslands til baka og hætta samningaviðræðum væru afdrifarík mistök og ólýðræðisleg. Þjóðin á betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Ísland og ESB hófu formlegar samningaviðræður um aðild Íslands að ESB þann 27. júlí 2010. Það er merkur áfangi í samskiptasögu landsins við umheiminn og rökrétt framhald vaxandi samskipta og samvinnu við þau 27 ríki sem eiga aðild að ESB.Loksins er hafið ferli sem mun sýna okkur svart á hvítu hvernig aðild okkar getur verið háttað. Í lok þess mun liggja fyrir samningur sem harðsnúið samningalið okkar mun skila af sér til þjóðarinnar. Þar verða ákvæði um þau atriði sem nú er helst deilt um hér innanlands en enginn veit hvernig verða til lykta leidd í samningnum. Það er næsta tilgangslaust að þræta um slík atriði. Skynsamlegra er að lesa samninginn þegar hann liggur fyrir og þá tekur hver og einn afstöðu til þess hvort einstök ákvæði hans og samningurinn í heild eru fullnægjandi. Ekki er hægt að meta kosti og galla aðildar nema á grundvelli raunverulegs samnings. Fyrr getur þjóðin ekki gert upp hug sinn um hvort aðild sé hagstæð fyrir framtíð Íslands eða ekki. Þeir sem fullyrða annað og þykjast vita upp á hár hver niðurstaðan verður áður en viðræður hefjast eru ekki sannfærandi. Það er því grátlegt til þess að hugsa að nú sé róið að því öllum árum af sterkum öflum utan þings og innan að koma í veg fyrir að samningaferlið verði til lykta leitt. Markmið þeirra er að svipta þjóðina réttinum til að eiga raunverulegt val um framtíð sína og sess meðal helstu samstarfs- og vinaþjóða sinna. Flokkadrættir á Alþingi og gamaldags átök stjórnar og stjórnarandstöðu mega ekki spilla þessu stóra máli sem þjóðin vill ræða og taka afstöðu til með atkvæði sínu þegar samningur liggur fyrir. Alþingi á ekki að stöðva það ferli sem það setti sjálft af stað eftir langa og erfiða vinnu. Alþingi setti ítarlegan leiðarvísi og samningsmarkmið í þingsályktun sem unnið er eftir. Að draga umsókn Íslands til baka og hætta samningaviðræðum væru afdrifarík mistök og ólýðræðisleg. Þjóðin á betra skilið.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar