Kirkjan og hjónaband 16. júní 2010 06:00 Sótt hefur verið að kirkju og biskupi landsins í sambandi við framkomið frumvarp um ein hjúskaparlög sem nú er orðið að lögum. Hver greinin á fætur annarri hefur birst hér og ástæða til að bregðast aðeins við. Nú er um viðkvæmt mál að ræða sem snertir djúpar tilfinningar, annars vegar samkynhneigðra og hins vegar fólks sem vill taka trú sína og trúarsannfæringu alvarlega í þessu máli. Erfitt er að sætta þau sjónarmið. Hluti af áróðrinum hefur verið að vísa til 90 presta og guðfræðinga, sem reyndar hefur fækkað í 83, en ekki tekið fram að vel á annað hundrað guðfræðingar og prestar skrifuðu ekki undir stuðning við ein hjúskaparlög þó svo vissulega séu forsendur fólks í því efni misjafnar. Málinu er því ekki lokið þegar að kirkjunni kemur og vonandi ber hún gæfu til að fara eign leið í því. Í umræðum hefur mikið verið lagt upp úr samanburði við ýmsar breytingar sem hafa verið innleiddar í aldanna rás. En ekki er um sambærileg mál að ræða. Og ekki hafa allar hugmyndir náð að kalla á breytingar, sem betur fer. Ástæðan til tregðu fólks við umræddar breytingar er sú að með nýjum lögum er grundvallarskilningi fólks á því hvað hjónaband er, þ.e. sambúðarform karls og konu, breytt. Að mati margra guðfræðinga og presta, fyrir utan óteljandi leikmanna, var komið að ákveðnum mörkum sem ekki hefði átt að stíga yfir. Atburðir liðinna ára hér á landi minna okkur á að ekki eru allar breytingar og öll ný hugsun til góðs. Jesús brást harkalega gegn þeim breytingum sem orðið höfðu í musterinu og öllum viðskiptunum þar í kring. Sumum hefur ekki þótt við hæfi lengur að tala um að hjónabandið sé heilagt. Kannski á fólk erfitt með þá hugsun af því hjónaskilnuðum hefur fjölgað og heimilisofbeldi verið í sviðsljósinu. En þar er það ekki stofnunin sem slík sem á í vanda heldur fólkið innan hennar. Með tali um heilagt hjónaband var biskup ekki að vísa til þess að hjónabandið sé sakramenti en að leggja áherslu á að hjónabandið hafi verið, samkvæmt kristnum skilningi, frátekin stofnun til samlífs karls og konu og einn sá besti rammi sem börn geta alist upp við ef því er að skipta. Oft er viitnað til anda Jesú Krists í þessari umræðu. Sé það ætlunin hljótum við að taka vitnisburð Biblíunnar um hann alvarlega, enda er sú bók með því áreiðanlegasta sem við getum fundið meðal rita fornaldar. Þegar kemur að samlífi fólks og hjónabandi er alltaf vísað til karls og konu í þeirri góðu bók, einnig í beinum orðum Jesú þar sem hann vísar til til upphafskafla 1. Mósebókar. Hjónabandið hefur alltaf verið borgaraleg stofnun, enda flygja því ákveðnar skyldur og réttindi fyrir viðkomandi og hugsanleg börn. En kristin kirkja hefur fram að þessu talið það vera sérstakt, þ.e. heilagt, og hefur þess vegna einnig sérstaklega viljað blessa það. Það á að vera mælikvarði á kjark kirkjunnar hvort hún skipar sér í hóp með tveim kirkjum á móti öllum öðrum kirkjum heims. En við þurfum kirkju sem hefur kjark til að standa gegn straumnum, sem þorir að hafa aðra skoðun en löggjafarvaldið, sem fer sína leið í ljósi Biblíunnar. Við þurfum kirkju sem hefur kjark til að standa með sínu fólki sem finnst nú sem níutíumenningarnir og lögggjafarveldið hafi farið yfir strikið, sem er sárt og hryggt og sem upplifir þetta sem árás á trúarsannfæringu sína, það svikið og yfir sig valtað í þessu máli. Margt af þessu fólki er afar trúfast í að sækja sína kirkju. Við þurfum kirkju sem hefur kjark og er tilbúin til að setja sig í spor þeirra kirkna sem finnst að þeim sótt með andlegri nýlendustefnu Vesturlanda og þorir að standa með þeim. Í huga níutíumannahópsins er viðbúið að ný löggjöf valdi sigurgleði. En munum að sigurgleð eins veldur oft sorg annars. Málamiðlun sem margir féllust á til að friður fengist í þessu máli hefur verið ýtt til hliðar. Ég þakka biskupi fyrir að hafa talað skýrt í þessu máli. Þar tala ég fyrir eigin hönd og margs annars fólks sem er virkt í kirkjustarfi um land allt. En það hefur ekki viljað ekki stíga fram opinberlega og standa í þessari baráttu, að hluta til vegna þess að allt útlit var fyrir að frumvarpið yrði að lögum, sem varð reyndin, og að hluta til vegna ásakana um fordóma, óhróðurs og eineltis sem eru meðal þeirra vopna sem notuð hafa verið í þessari baráttu. Því miður vill svo fara að þegar barist er, jafnvel í nafni kærleikans, að kærleikurinn týnist. Ef kirkjan týnir honum eru hún búin að týna miklu. En á þeim vettvangi mun nú baráttan fara fram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Sótt hefur verið að kirkju og biskupi landsins í sambandi við framkomið frumvarp um ein hjúskaparlög sem nú er orðið að lögum. Hver greinin á fætur annarri hefur birst hér og ástæða til að bregðast aðeins við. Nú er um viðkvæmt mál að ræða sem snertir djúpar tilfinningar, annars vegar samkynhneigðra og hins vegar fólks sem vill taka trú sína og trúarsannfæringu alvarlega í þessu máli. Erfitt er að sætta þau sjónarmið. Hluti af áróðrinum hefur verið að vísa til 90 presta og guðfræðinga, sem reyndar hefur fækkað í 83, en ekki tekið fram að vel á annað hundrað guðfræðingar og prestar skrifuðu ekki undir stuðning við ein hjúskaparlög þó svo vissulega séu forsendur fólks í því efni misjafnar. Málinu er því ekki lokið þegar að kirkjunni kemur og vonandi ber hún gæfu til að fara eign leið í því. Í umræðum hefur mikið verið lagt upp úr samanburði við ýmsar breytingar sem hafa verið innleiddar í aldanna rás. En ekki er um sambærileg mál að ræða. Og ekki hafa allar hugmyndir náð að kalla á breytingar, sem betur fer. Ástæðan til tregðu fólks við umræddar breytingar er sú að með nýjum lögum er grundvallarskilningi fólks á því hvað hjónaband er, þ.e. sambúðarform karls og konu, breytt. Að mati margra guðfræðinga og presta, fyrir utan óteljandi leikmanna, var komið að ákveðnum mörkum sem ekki hefði átt að stíga yfir. Atburðir liðinna ára hér á landi minna okkur á að ekki eru allar breytingar og öll ný hugsun til góðs. Jesús brást harkalega gegn þeim breytingum sem orðið höfðu í musterinu og öllum viðskiptunum þar í kring. Sumum hefur ekki þótt við hæfi lengur að tala um að hjónabandið sé heilagt. Kannski á fólk erfitt með þá hugsun af því hjónaskilnuðum hefur fjölgað og heimilisofbeldi verið í sviðsljósinu. En þar er það ekki stofnunin sem slík sem á í vanda heldur fólkið innan hennar. Með tali um heilagt hjónaband var biskup ekki að vísa til þess að hjónabandið sé sakramenti en að leggja áherslu á að hjónabandið hafi verið, samkvæmt kristnum skilningi, frátekin stofnun til samlífs karls og konu og einn sá besti rammi sem börn geta alist upp við ef því er að skipta. Oft er viitnað til anda Jesú Krists í þessari umræðu. Sé það ætlunin hljótum við að taka vitnisburð Biblíunnar um hann alvarlega, enda er sú bók með því áreiðanlegasta sem við getum fundið meðal rita fornaldar. Þegar kemur að samlífi fólks og hjónabandi er alltaf vísað til karls og konu í þeirri góðu bók, einnig í beinum orðum Jesú þar sem hann vísar til til upphafskafla 1. Mósebókar. Hjónabandið hefur alltaf verið borgaraleg stofnun, enda flygja því ákveðnar skyldur og réttindi fyrir viðkomandi og hugsanleg börn. En kristin kirkja hefur fram að þessu talið það vera sérstakt, þ.e. heilagt, og hefur þess vegna einnig sérstaklega viljað blessa það. Það á að vera mælikvarði á kjark kirkjunnar hvort hún skipar sér í hóp með tveim kirkjum á móti öllum öðrum kirkjum heims. En við þurfum kirkju sem hefur kjark til að standa gegn straumnum, sem þorir að hafa aðra skoðun en löggjafarvaldið, sem fer sína leið í ljósi Biblíunnar. Við þurfum kirkju sem hefur kjark til að standa með sínu fólki sem finnst nú sem níutíumenningarnir og lögggjafarveldið hafi farið yfir strikið, sem er sárt og hryggt og sem upplifir þetta sem árás á trúarsannfæringu sína, það svikið og yfir sig valtað í þessu máli. Margt af þessu fólki er afar trúfast í að sækja sína kirkju. Við þurfum kirkju sem hefur kjark og er tilbúin til að setja sig í spor þeirra kirkna sem finnst að þeim sótt með andlegri nýlendustefnu Vesturlanda og þorir að standa með þeim. Í huga níutíumannahópsins er viðbúið að ný löggjöf valdi sigurgleði. En munum að sigurgleð eins veldur oft sorg annars. Málamiðlun sem margir féllust á til að friður fengist í þessu máli hefur verið ýtt til hliðar. Ég þakka biskupi fyrir að hafa talað skýrt í þessu máli. Þar tala ég fyrir eigin hönd og margs annars fólks sem er virkt í kirkjustarfi um land allt. En það hefur ekki viljað ekki stíga fram opinberlega og standa í þessari baráttu, að hluta til vegna þess að allt útlit var fyrir að frumvarpið yrði að lögum, sem varð reyndin, og að hluta til vegna ásakana um fordóma, óhróðurs og eineltis sem eru meðal þeirra vopna sem notuð hafa verið í þessari baráttu. Því miður vill svo fara að þegar barist er, jafnvel í nafni kærleikans, að kærleikurinn týnist. Ef kirkjan týnir honum eru hún búin að týna miklu. En á þeim vettvangi mun nú baráttan fara fram.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun