Sakaður um pyntingar - dæmdur mánuði áður fyrir hrottaskap 26. apríl 2010 13:27 Maðurinn var dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að ryðjast inn á heimili manns, sparka ítrekað í höfuð hans og stela fartölvu fórnalambsins. Einn mannanna, sem var handtekinn vegna frelsissviptingar í Reykjanesbæ rétt eftir páska, var dæmdur aðeins mánuði áður fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann ruddist inn á heimili manns ásamt öðrum manni í Keflavík. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum á hann, ásamt nokkrum öðrum mönnum, að hafa rænt manni frá heimili sínu nú rétt eftir páska. Þar eiga þeir að hafa haldið manninum nauðugum í heimahúsi um nóttina og sætti hann þar hótunum, ýmsum líkamsmeiðingum og pyntingum. Manninum var haldið áfram nauðugum fram eftir degi og mun meðal annars hafa verið þvingaður til að stela verkfærakistunni. Ástæða verknaðarins mun hafa verið innheimta á fíkniefnaskuld. Aðeins mánuði áður en umræddur maður var handtekinn fyrir þennan glæp var hann dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir gróft ofbeldisbrot. Þar var hann dæmdur fyrir að ryðjast í heimildarleysi inn á heimili manns að Sólvallagötu í Reykjanesbæ. Maðurinn sló húsráðanda ítrekað hnefahöggum í höfuð og bringu, íklæddur hönskum úr hörðu efni, þannig að fórnarlambið rotaðist og féll í gólfið. Réðust mennirnir báðir að honum með höggum og spörkum í höfuð og líkama en höfðu síðan á brott með sér Apple MacBook fartölvu að verðmæti um 120 þúsund krónur. 6 menn voru handteknir vegna rannsóknar á frelsissviptingunni eftir páska og húsleitir gerðar á nokkrum stöðum. Við húsleitirnar fannst meðal annars ætlað þýfi. Þrír mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðahald allt til 16. apríl en þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum. Gæsluvarðhaldi var síðan framlengt um viku yfir einum mannanna. Sá sem var dæmdur fyrir um mánuði síðan hefur hafið afplánun á fyrra broti sínu. Innlent Lögreglumál Tengdar fréttir Neyddu mann til þjófnaðar og pyntuðu hann í kjölfarið Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál sem varðar ætlaða frelsissviptingu manns, líkamsmeiðingar, hótanir, þjófnaði og fleira. 26. apríl 2010 11:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Einn mannanna, sem var handtekinn vegna frelsissviptingar í Reykjanesbæ rétt eftir páska, var dæmdur aðeins mánuði áður fyrir hrottalega líkamsárás þegar hann ruddist inn á heimili manns ásamt öðrum manni í Keflavík. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum á hann, ásamt nokkrum öðrum mönnum, að hafa rænt manni frá heimili sínu nú rétt eftir páska. Þar eiga þeir að hafa haldið manninum nauðugum í heimahúsi um nóttina og sætti hann þar hótunum, ýmsum líkamsmeiðingum og pyntingum. Manninum var haldið áfram nauðugum fram eftir degi og mun meðal annars hafa verið þvingaður til að stela verkfærakistunni. Ástæða verknaðarins mun hafa verið innheimta á fíkniefnaskuld. Aðeins mánuði áður en umræddur maður var handtekinn fyrir þennan glæp var hann dæmdur í Héraðsdómi Reykjaness fyrir gróft ofbeldisbrot. Þar var hann dæmdur fyrir að ryðjast í heimildarleysi inn á heimili manns að Sólvallagötu í Reykjanesbæ. Maðurinn sló húsráðanda ítrekað hnefahöggum í höfuð og bringu, íklæddur hönskum úr hörðu efni, þannig að fórnarlambið rotaðist og féll í gólfið. Réðust mennirnir báðir að honum með höggum og spörkum í höfuð og líkama en höfðu síðan á brott með sér Apple MacBook fartölvu að verðmæti um 120 þúsund krónur. 6 menn voru handteknir vegna rannsóknar á frelsissviptingunni eftir páska og húsleitir gerðar á nokkrum stöðum. Við húsleitirnar fannst meðal annars ætlað þýfi. Þrír mannanna voru úrskurðaðir í gæsluvarðahald allt til 16. apríl en þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum. Gæsluvarðhaldi var síðan framlengt um viku yfir einum mannanna. Sá sem var dæmdur fyrir um mánuði síðan hefur hafið afplánun á fyrra broti sínu.
Innlent Lögreglumál Tengdar fréttir Neyddu mann til þjófnaðar og pyntuðu hann í kjölfarið Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál sem varðar ætlaða frelsissviptingu manns, líkamsmeiðingar, hótanir, þjófnaði og fleira. 26. apríl 2010 11:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Neyddu mann til þjófnaðar og pyntuðu hann í kjölfarið Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú mál sem varðar ætlaða frelsissviptingu manns, líkamsmeiðingar, hótanir, þjófnaði og fleira. 26. apríl 2010 11:30