Óhugnanleg upptaka af hótunum meints kynþáttahatara 15. september 2010 18:44 Bróðir kúbversks pilts, sem flúði land ásamt föður þeirra, segist ekki óttast ofbeldismenn sem hótað hafa honum og fjölskyldu hans. Maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hótaði honum öllu illu í símtali. Við vörum við orðbragði mannsins í þessari frétt. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum neyddust kúbverkskir feðgar að flýja land um síðustu helgi eftir að hafa sætt ofsóknum vegna sambands sonarins, sem er 16 ára við íslenska stúlku. Handrukkari sem réðst inn á heimili þeirra var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla hefur sagt að málið megi hugsanlega tengja við kynþáttahatur. Fréttastofa hefur undir höndum hljóðritun af símtali sem átti sér stað á laugardag milli eldri bróður drengsins sem flúði land við mann sem hann telur vera handrukkarann sem nú er í haldi lögreglu. Símtalið er eftirfarandi: „Haltu kjafti, negra fokking tittur. Ég ætla að taka þig, ógeðslegi titturinn þinn, ha, þig og þitt negra fokking hyski, silurðu, ha... (ógreinilegt) Ef þú fokking stoppar ekki þá fokking hengi ég þig." Það skalt tekið fram að símatalið allt er mun lengra. Og fréttastofa hefur ekki fengið staðfest hver það er sem hefur þarna í hótunum. En skömmu eftir að símtalinu lauk fóru tveir menn að heimili föðurs þeirra og brutu þar allt og brömluðu. Annar þeirra var fyrrgreindur handrukkari sem nú er í gæsluvarðhaldi. Sú árás var kornið sem fyllti mælinn og daginn eftir flúði faðirinn land ásamt yngri syninum. Sá eldri varð eftir. En hann segist óhræddur og treystir lögreglunni til að leysa málið. „Ég treysti íslensku þjóðinni og allt fólk sem ég hef hitt er gott fólk og ég vil þakka íslensku þjóðinni því ég hef fengið mikinn stuðning víðsvegar af," segir Juan Alberto Borges Del Pino, bróðir piltsins sem varð fyrir árásinni. Albert ræddi við pabba sinn í dag. „Pabbi er ennþá að jafna sig á þessu. Hann er í sjokki. Það er erfitt að jafna sig á svona löguðu. En ég á von á að þeir komi sem fyrst heim aftur og held að Ísland vilji fá þá aftur," segir Albert. Hann vonar að pabbi sinn og bróðir verði komnir heim fyrir næstu helgi því á laugardaginn verður haldin ganga til stuðnings við kúbversku feðgana. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Bróðir kúbversks pilts, sem flúði land ásamt föður þeirra, segist ekki óttast ofbeldismenn sem hótað hafa honum og fjölskyldu hans. Maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hótaði honum öllu illu í símtali. Við vörum við orðbragði mannsins í þessari frétt. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum neyddust kúbverkskir feðgar að flýja land um síðustu helgi eftir að hafa sætt ofsóknum vegna sambands sonarins, sem er 16 ára við íslenska stúlku. Handrukkari sem réðst inn á heimili þeirra var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla hefur sagt að málið megi hugsanlega tengja við kynþáttahatur. Fréttastofa hefur undir höndum hljóðritun af símtali sem átti sér stað á laugardag milli eldri bróður drengsins sem flúði land við mann sem hann telur vera handrukkarann sem nú er í haldi lögreglu. Símtalið er eftirfarandi: „Haltu kjafti, negra fokking tittur. Ég ætla að taka þig, ógeðslegi titturinn þinn, ha, þig og þitt negra fokking hyski, silurðu, ha... (ógreinilegt) Ef þú fokking stoppar ekki þá fokking hengi ég þig." Það skalt tekið fram að símatalið allt er mun lengra. Og fréttastofa hefur ekki fengið staðfest hver það er sem hefur þarna í hótunum. En skömmu eftir að símtalinu lauk fóru tveir menn að heimili föðurs þeirra og brutu þar allt og brömluðu. Annar þeirra var fyrrgreindur handrukkari sem nú er í gæsluvarðhaldi. Sú árás var kornið sem fyllti mælinn og daginn eftir flúði faðirinn land ásamt yngri syninum. Sá eldri varð eftir. En hann segist óhræddur og treystir lögreglunni til að leysa málið. „Ég treysti íslensku þjóðinni og allt fólk sem ég hef hitt er gott fólk og ég vil þakka íslensku þjóðinni því ég hef fengið mikinn stuðning víðsvegar af," segir Juan Alberto Borges Del Pino, bróðir piltsins sem varð fyrir árásinni. Albert ræddi við pabba sinn í dag. „Pabbi er ennþá að jafna sig á þessu. Hann er í sjokki. Það er erfitt að jafna sig á svona löguðu. En ég á von á að þeir komi sem fyrst heim aftur og held að Ísland vilji fá þá aftur," segir Albert. Hann vonar að pabbi sinn og bróðir verði komnir heim fyrir næstu helgi því á laugardaginn verður haldin ganga til stuðnings við kúbversku feðgana.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira