Berum virðingu fyrir stjórnarskránni Inga Lind Karlsdóttir skrifar 25. nóvember 2010 14:55 Annað slagið hefur mér orðið hverft við nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings þegar sumir frambjóðendur láta í ljós að þeir vilji breyta stjórnarskránni okkar stórkostlega, bæta inn í hana hinum og þessum ákvæðum og jafnvel umbylta henni alveg. Hér er um að ræða grundvallarlög þjóðarinnar, þau lög sem eru öðrum lögum æðri og jafnframt rót allrar annarrar lagasetningar. Eðli málsins samkvæmt er því, og á að vera, erfiðara að breyta stjórnarskránni en öðrum lögum. Svona er fyrirkomulagið af því að það skiptir máli að festa sé í grundvallarlögunum, þeim má ekki vera hægt breyta eftir því hvernig vindurinn blæs eða pólitíkin snýst. Þrátt fyrir sögulegt umrót á Íslandi, eigum við að halda áfram að umgangast stjórnarskrána okkar af virðingu. Við megum ekki heldur vanmeta visku og vinnu undangenginna kynslóða og halda að með því að breyta stjórnarskránni, verði allt betra. Ég vil ekki umbylta þessum grundvallarlögum okkar. Þau eru ágæt í marga staði, enda byggð á viðurkenndum grunngildum eins og mannréttindum og reglum um vald æðstu stjórnar. Ýmsu má þó breyta og það er viðurkennd staðreynd enda hefur stjórnarskráin verið í endurskoðun allt frá árinu 1944. Stjórnlagaþingið 2011 ætti að gera það að sínu helstu verkefnum að styrkja stöðu Alþingis, auka vægi minnihlutans og endurskoða hinn allt of langa kafla um forseta lýðveldisins. Fram hafa komið nokkrar tillögur sem lúta að þessu og þeir sem setjast á stjórnlagaþingið ættu að vega þær allar og meta og ræða saman á yfirvegaðan hátt þar til niðurstaða næst sem sátt er um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Lind Karlsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Annað slagið hefur mér orðið hverft við nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings þegar sumir frambjóðendur láta í ljós að þeir vilji breyta stjórnarskránni okkar stórkostlega, bæta inn í hana hinum og þessum ákvæðum og jafnvel umbylta henni alveg. Hér er um að ræða grundvallarlög þjóðarinnar, þau lög sem eru öðrum lögum æðri og jafnframt rót allrar annarrar lagasetningar. Eðli málsins samkvæmt er því, og á að vera, erfiðara að breyta stjórnarskránni en öðrum lögum. Svona er fyrirkomulagið af því að það skiptir máli að festa sé í grundvallarlögunum, þeim má ekki vera hægt breyta eftir því hvernig vindurinn blæs eða pólitíkin snýst. Þrátt fyrir sögulegt umrót á Íslandi, eigum við að halda áfram að umgangast stjórnarskrána okkar af virðingu. Við megum ekki heldur vanmeta visku og vinnu undangenginna kynslóða og halda að með því að breyta stjórnarskránni, verði allt betra. Ég vil ekki umbylta þessum grundvallarlögum okkar. Þau eru ágæt í marga staði, enda byggð á viðurkenndum grunngildum eins og mannréttindum og reglum um vald æðstu stjórnar. Ýmsu má þó breyta og það er viðurkennd staðreynd enda hefur stjórnarskráin verið í endurskoðun allt frá árinu 1944. Stjórnlagaþingið 2011 ætti að gera það að sínu helstu verkefnum að styrkja stöðu Alþingis, auka vægi minnihlutans og endurskoða hinn allt of langa kafla um forseta lýðveldisins. Fram hafa komið nokkrar tillögur sem lúta að þessu og þeir sem setjast á stjórnlagaþingið ættu að vega þær allar og meta og ræða saman á yfirvegaðan hátt þar til niðurstaða næst sem sátt er um.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar