Árni Friðriksson í olíuleit á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2010 18:39 Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er komið í olíuleit á Drekasvæðinu. Skipið safnar borkjarnasýnum úr efstu botnlögum til að kanna hvort í þeim leynist olía eða gas. Fréttir af gasfundi við Grænland gætu skipt Íslendinga máli. Það var borskipið Stena Forth sem fann gasið undan vesturströnd Grænlands en skoska olíuleitarfyrirtækið Cairn Energy notar einnig borpallinn Stena Don við olíuboranirnar, sem munu halda áfram út septembermánuð. Félagið fann ekki aðeins gas heldur skýrði einnig frá því í gær að vísbendingar væru um olíu á svæðinu. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að Grænland hafi dottið í lukkupottinn en grænlenskir ráðamenn binda vonir við að olía muni tryggja fjárhagslegt sjálfstæði Grænlands í framtíðinni. Gasið fannst undir hafsbotni norðvestur af höfustaðnum Nuuk, um 170 kílómetra undan strönd landsins. Erlendir fréttaskýrendur segja þessar fréttir auka áhuga alþjóðlegra olíufyrirtækja á Grænlandi en næstu olíuleitarútboð eru áformuð síðar á þessu ári og árið 2012, og verður leit og vinnsla við Austur-Grænland meðal annars boðin út. Allt landgrunnið við austurströnd Grænlands þykir raunar áhugavert, frá sjónarhóli olíuiðnaðarins. Olíufundur þar gæti haft mikil áhrif hérlendis, en staðhættir við Austur-Grænland gera það að verkum að íslenskar hafnir gætu orðið þjónustuhafnir. Þá spáir orkumálastjóri því að íslenska Drekasvæðið muni fá meiri athygli en hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er einmitt statt þar þessa dagana og það við olíuleit. Skipið tekur borkjarnasýni af hafsbotninum niður á allt að fimm metra dýpi í setlögin. Sýnin eru djúpfryst um borð í skipinu og verða síðan send til Noregs þar sem rannsakað verður hvort merki um olíu eða gas sjáist í botnlögunum. Verkefnið er unnið í samvinnu við norsk stjórnvöld en Árni Friðriksson mun einnig kortleggja Jan Mayen hrygginn Noregsmegin með fjölgeislamælingum. Skroll-Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er komið í olíuleit á Drekasvæðinu. Skipið safnar borkjarnasýnum úr efstu botnlögum til að kanna hvort í þeim leynist olía eða gas. Fréttir af gasfundi við Grænland gætu skipt Íslendinga máli. Það var borskipið Stena Forth sem fann gasið undan vesturströnd Grænlands en skoska olíuleitarfyrirtækið Cairn Energy notar einnig borpallinn Stena Don við olíuboranirnar, sem munu halda áfram út septembermánuð. Félagið fann ekki aðeins gas heldur skýrði einnig frá því í gær að vísbendingar væru um olíu á svæðinu. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að Grænland hafi dottið í lukkupottinn en grænlenskir ráðamenn binda vonir við að olía muni tryggja fjárhagslegt sjálfstæði Grænlands í framtíðinni. Gasið fannst undir hafsbotni norðvestur af höfustaðnum Nuuk, um 170 kílómetra undan strönd landsins. Erlendir fréttaskýrendur segja þessar fréttir auka áhuga alþjóðlegra olíufyrirtækja á Grænlandi en næstu olíuleitarútboð eru áformuð síðar á þessu ári og árið 2012, og verður leit og vinnsla við Austur-Grænland meðal annars boðin út. Allt landgrunnið við austurströnd Grænlands þykir raunar áhugavert, frá sjónarhóli olíuiðnaðarins. Olíufundur þar gæti haft mikil áhrif hérlendis, en staðhættir við Austur-Grænland gera það að verkum að íslenskar hafnir gætu orðið þjónustuhafnir. Þá spáir orkumálastjóri því að íslenska Drekasvæðið muni fá meiri athygli en hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er einmitt statt þar þessa dagana og það við olíuleit. Skipið tekur borkjarnasýni af hafsbotninum niður á allt að fimm metra dýpi í setlögin. Sýnin eru djúpfryst um borð í skipinu og verða síðan send til Noregs þar sem rannsakað verður hvort merki um olíu eða gas sjáist í botnlögunum. Verkefnið er unnið í samvinnu við norsk stjórnvöld en Árni Friðriksson mun einnig kortleggja Jan Mayen hrygginn Noregsmegin með fjölgeislamælingum.
Skroll-Fréttir Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira