Árni Friðriksson í olíuleit á Drekasvæðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 25. ágúst 2010 18:39 Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er komið í olíuleit á Drekasvæðinu. Skipið safnar borkjarnasýnum úr efstu botnlögum til að kanna hvort í þeim leynist olía eða gas. Fréttir af gasfundi við Grænland gætu skipt Íslendinga máli. Það var borskipið Stena Forth sem fann gasið undan vesturströnd Grænlands en skoska olíuleitarfyrirtækið Cairn Energy notar einnig borpallinn Stena Don við olíuboranirnar, sem munu halda áfram út septembermánuð. Félagið fann ekki aðeins gas heldur skýrði einnig frá því í gær að vísbendingar væru um olíu á svæðinu. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að Grænland hafi dottið í lukkupottinn en grænlenskir ráðamenn binda vonir við að olía muni tryggja fjárhagslegt sjálfstæði Grænlands í framtíðinni. Gasið fannst undir hafsbotni norðvestur af höfustaðnum Nuuk, um 170 kílómetra undan strönd landsins. Erlendir fréttaskýrendur segja þessar fréttir auka áhuga alþjóðlegra olíufyrirtækja á Grænlandi en næstu olíuleitarútboð eru áformuð síðar á þessu ári og árið 2012, og verður leit og vinnsla við Austur-Grænland meðal annars boðin út. Allt landgrunnið við austurströnd Grænlands þykir raunar áhugavert, frá sjónarhóli olíuiðnaðarins. Olíufundur þar gæti haft mikil áhrif hérlendis, en staðhættir við Austur-Grænland gera það að verkum að íslenskar hafnir gætu orðið þjónustuhafnir. Þá spáir orkumálastjóri því að íslenska Drekasvæðið muni fá meiri athygli en hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er einmitt statt þar þessa dagana og það við olíuleit. Skipið tekur borkjarnasýni af hafsbotninum niður á allt að fimm metra dýpi í setlögin. Sýnin eru djúpfryst um borð í skipinu og verða síðan send til Noregs þar sem rannsakað verður hvort merki um olíu eða gas sjáist í botnlögunum. Verkefnið er unnið í samvinnu við norsk stjórnvöld en Árni Friðriksson mun einnig kortleggja Jan Mayen hrygginn Noregsmegin með fjölgeislamælingum. Skroll-Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er komið í olíuleit á Drekasvæðinu. Skipið safnar borkjarnasýnum úr efstu botnlögum til að kanna hvort í þeim leynist olía eða gas. Fréttir af gasfundi við Grænland gætu skipt Íslendinga máli. Það var borskipið Stena Forth sem fann gasið undan vesturströnd Grænlands en skoska olíuleitarfyrirtækið Cairn Energy notar einnig borpallinn Stena Don við olíuboranirnar, sem munu halda áfram út septembermánuð. Félagið fann ekki aðeins gas heldur skýrði einnig frá því í gær að vísbendingar væru um olíu á svæðinu. Í dönskum fjölmiðlum er talað um að Grænland hafi dottið í lukkupottinn en grænlenskir ráðamenn binda vonir við að olía muni tryggja fjárhagslegt sjálfstæði Grænlands í framtíðinni. Gasið fannst undir hafsbotni norðvestur af höfustaðnum Nuuk, um 170 kílómetra undan strönd landsins. Erlendir fréttaskýrendur segja þessar fréttir auka áhuga alþjóðlegra olíufyrirtækja á Grænlandi en næstu olíuleitarútboð eru áformuð síðar á þessu ári og árið 2012, og verður leit og vinnsla við Austur-Grænland meðal annars boðin út. Allt landgrunnið við austurströnd Grænlands þykir raunar áhugavert, frá sjónarhóli olíuiðnaðarins. Olíufundur þar gæti haft mikil áhrif hérlendis, en staðhættir við Austur-Grænland gera það að verkum að íslenskar hafnir gætu orðið þjónustuhafnir. Þá spáir orkumálastjóri því að íslenska Drekasvæðið muni fá meiri athygli en hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson er einmitt statt þar þessa dagana og það við olíuleit. Skipið tekur borkjarnasýni af hafsbotninum niður á allt að fimm metra dýpi í setlögin. Sýnin eru djúpfryst um borð í skipinu og verða síðan send til Noregs þar sem rannsakað verður hvort merki um olíu eða gas sjáist í botnlögunum. Verkefnið er unnið í samvinnu við norsk stjórnvöld en Árni Friðriksson mun einnig kortleggja Jan Mayen hrygginn Noregsmegin með fjölgeislamælingum.
Skroll-Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira