Fjöldasamstaða kvenna 19. júní 2010 06:00 Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum, stofnaði kvennahreyfingin ný regnhlífarsamtök Skotturnar sem hafa það hlutverk að halda utan um 24. okóber í ár. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október. Þess má geta að Skottur voru kvendraugar sem gjarnan gengu í rauðum sokkum og erfitt var að kveða þær niður. Að Skottunum standa 15 kvennasamtök, bæði þau stærstu, elstu, róttækustu og nýjustu. Þau eru Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindasamband Íslands, Samtök um kvennaathvarf, Feministafélag Íslands, Stígamót, Zontasamband Íslands, Kvennaráðgjöfin, Bríet félag ungra feminista, Unifem, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Landsamband Soroptimista, Sólstafir á Vestfjörðum, Aflið frá Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og V- dagssamtökin. Auk þess eru Kvennasögusafnið, Rannsóknarstofa í kvenna og kynjafræðum og Jafnréttisstofa í nánu samstarfi við Skotturnar. Innan samtakanna eru yfir 10 þúsund konur og algjör einhugur ríkir um áherslurnar í ár. Verndari Kvennafrídagsins 2010 er frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. Samstaða íslenskra kvenna þann 24. okt. 1975 vakti heimsathygli. Það sama má segja um 24. okt. árið 1985 og síðast árið 2005. Hvergi annars staðar virðast konur hafa náð annarri eins samstöðu um kjör sín og stöðu. Þessir dagar voru hver með sínu sniði og litu margar konur svo á að þær færu í verkfall en aðrar tóku sér frí. Árin 1975 og 1985 lögðu konur niður störf þennan dag. Árið 1985 var haldin umfangsmikil sýning á störfum undir yfirskriftinni „Kvennasmiðjan" og 24. október árið 2005 ákváðu konur að vinna fyrir sanngjörnum launum og gátu því gengið út af vinnustöðunum sínum kl. kl.14.08. Um 50.000 konur og margir karlar fylltu götur miðbæjarins þann dag. Þetta ætlum við að endurtaka í ár, en jafnframt ætla konur að helga daginn baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Boðið verður til alþjóðlegar ráðstefnu þann 24. október og fjöldaaðgerða þann 25. október undir yfirskrifinni: „ Konur gegn kynbundnu ofbeldi".OfbeldiEnn er ofbeldi karla gegn konum ljótasti bletturinn á jafnréttisríkinu Íslandi. Fulltrúar allra kvennasamtakana hafa einróma samþykkt að sameinast í kröfunni um að Ísland standi undir nafni sem réttarríki - líka fyrir konur og börn sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. Minnt skal á að á tíu ára tímabili (1997-2006) féllu í héraðsdómum að meðaltali innan við 5 nauðgunardómar á ári og í Hæstarétti innan við 3 nauðgunardómar á ári. Á sama tíma fengust Stígamót og Neyðarmóttaka vegna nauðgana við 200-300 nauðganir hvert ár og vitað er að fjöldi kvenna sótti ekki hjálp. Skotturnar leggja áherslu á vitundarvakningu og fræðslu um ofbeldi. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann hefur hrundið af stað verkefninu „Öðlingurinn" þar sem hún selur bókina sína „Á mannamáli" til styrktar verkefninu. Hægt er að kaupa bókina á síðunni www.odlingurinn.is . Alþjóðleg ráðstefnaAlþjóðlega ráðstefnu á að halda 24. október um ofbeldi gegn konum. Heiðursgestur verður Rashida Mansjoo, umboðskona Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Auk hennar hefur fjölmörgum virtum baráttu- og fræðikonum verið boðið. Dómsmálaráðherra Noregs Knut Storberget hefur einnig þegið boð um að koma á alþjóðlegu ráðstefnuna. Hann er í hópi 10 karlleiðtoga í heiminum sem Ban Ki-moon stofnaði til og skuldbinda sig til að setja ofbeldi gegn konum í forgang. Konur um allt land leggja niður störf kl. 14.25, þann 25. okt. Árið 2005 voru konur með 63.5% af heildartekjum karla. Miðað við það höfðu þær lagt fram réttlátt vinnuframlag kl. 14.08 það ár. Nýjustu tölur sýna að konur hafa 65.65% af tekjum karla og geta því með góðri samvisku lagt niður störf kl. 14.25 þann 25. október næst komandi og það er einmitt það sem við ætlum að gera. Okkur miðar í rétta átt, en á síðustu fimm árum hefur bilið minnkað um aðeins 2.15%. Ef ekki verður frekar að gert þurfum við að bíða í 46 ár eftir því að heildartekjur karla og kvenna verði þær sömu. Konur hafa ekki hugsað sér að setjast með hendur í skauti og bíða, heldur gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að leiðrétta kjör sín. Jafnframt munu þær sameinast í kröfunni um afnám ofbeldis. Mikill baráttuhugur er í konum og undirbúningshópar eru að störfum. Má nefna öflugan hóp listakvenna sem hafa ótal hugmyndir um aðgerðir. Þær sem hafa áhuga á að koma að deginum með uppákomum eða sjálfboðavinnu eru beðnar að hafa samband við kvennafri@gmail.com og heimasíða samtakanna er www.kvennafri.is Verkefnið verður kynnt opinberlega í Ráðhúsinu á 95 ára afmæli kosningaréttar kvenna, þann 19. júní kl. 16 - 18. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Íslendingar eru dónalegir, óhófsamir, þjófóttir villimenn Sif Sigmarsdóttir Fastir pennar Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Samstaðan er óstöðvandi afl Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hegða sér eins og ofdekraðir unglingar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í tilefni þess að 35 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum, stofnaði kvennahreyfingin ný regnhlífarsamtök Skotturnar sem hafa það hlutverk að halda utan um 24. okóber í ár. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október. Þess má geta að Skottur voru kvendraugar sem gjarnan gengu í rauðum sokkum og erfitt var að kveða þær niður. Að Skottunum standa 15 kvennasamtök, bæði þau stærstu, elstu, róttækustu og nýjustu. Þau eru Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindasamband Íslands, Samtök um kvennaathvarf, Feministafélag Íslands, Stígamót, Zontasamband Íslands, Kvennaráðgjöfin, Bríet félag ungra feminista, Unifem, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Landsamband Soroptimista, Sólstafir á Vestfjörðum, Aflið frá Akureyri, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og V- dagssamtökin. Auk þess eru Kvennasögusafnið, Rannsóknarstofa í kvenna og kynjafræðum og Jafnréttisstofa í nánu samstarfi við Skotturnar. Innan samtakanna eru yfir 10 þúsund konur og algjör einhugur ríkir um áherslurnar í ár. Verndari Kvennafrídagsins 2010 er frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands. Samstaða íslenskra kvenna þann 24. okt. 1975 vakti heimsathygli. Það sama má segja um 24. okt. árið 1985 og síðast árið 2005. Hvergi annars staðar virðast konur hafa náð annarri eins samstöðu um kjör sín og stöðu. Þessir dagar voru hver með sínu sniði og litu margar konur svo á að þær færu í verkfall en aðrar tóku sér frí. Árin 1975 og 1985 lögðu konur niður störf þennan dag. Árið 1985 var haldin umfangsmikil sýning á störfum undir yfirskriftinni „Kvennasmiðjan" og 24. október árið 2005 ákváðu konur að vinna fyrir sanngjörnum launum og gátu því gengið út af vinnustöðunum sínum kl. kl.14.08. Um 50.000 konur og margir karlar fylltu götur miðbæjarins þann dag. Þetta ætlum við að endurtaka í ár, en jafnframt ætla konur að helga daginn baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Boðið verður til alþjóðlegar ráðstefnu þann 24. október og fjöldaaðgerða þann 25. október undir yfirskrifinni: „ Konur gegn kynbundnu ofbeldi".OfbeldiEnn er ofbeldi karla gegn konum ljótasti bletturinn á jafnréttisríkinu Íslandi. Fulltrúar allra kvennasamtakana hafa einróma samþykkt að sameinast í kröfunni um að Ísland standi undir nafni sem réttarríki - líka fyrir konur og börn sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi. Minnt skal á að á tíu ára tímabili (1997-2006) féllu í héraðsdómum að meðaltali innan við 5 nauðgunardómar á ári og í Hæstarétti innan við 3 nauðgunardómar á ári. Á sama tíma fengust Stígamót og Neyðarmóttaka vegna nauðgana við 200-300 nauðganir hvert ár og vitað er að fjöldi kvenna sótti ekki hjálp. Skotturnar leggja áherslu á vitundarvakningu og fræðslu um ofbeldi. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann hefur hrundið af stað verkefninu „Öðlingurinn" þar sem hún selur bókina sína „Á mannamáli" til styrktar verkefninu. Hægt er að kaupa bókina á síðunni www.odlingurinn.is . Alþjóðleg ráðstefnaAlþjóðlega ráðstefnu á að halda 24. október um ofbeldi gegn konum. Heiðursgestur verður Rashida Mansjoo, umboðskona Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Auk hennar hefur fjölmörgum virtum baráttu- og fræðikonum verið boðið. Dómsmálaráðherra Noregs Knut Storberget hefur einnig þegið boð um að koma á alþjóðlegu ráðstefnuna. Hann er í hópi 10 karlleiðtoga í heiminum sem Ban Ki-moon stofnaði til og skuldbinda sig til að setja ofbeldi gegn konum í forgang. Konur um allt land leggja niður störf kl. 14.25, þann 25. okt. Árið 2005 voru konur með 63.5% af heildartekjum karla. Miðað við það höfðu þær lagt fram réttlátt vinnuframlag kl. 14.08 það ár. Nýjustu tölur sýna að konur hafa 65.65% af tekjum karla og geta því með góðri samvisku lagt niður störf kl. 14.25 þann 25. október næst komandi og það er einmitt það sem við ætlum að gera. Okkur miðar í rétta átt, en á síðustu fimm árum hefur bilið minnkað um aðeins 2.15%. Ef ekki verður frekar að gert þurfum við að bíða í 46 ár eftir því að heildartekjur karla og kvenna verði þær sömu. Konur hafa ekki hugsað sér að setjast með hendur í skauti og bíða, heldur gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að leiðrétta kjör sín. Jafnframt munu þær sameinast í kröfunni um afnám ofbeldis. Mikill baráttuhugur er í konum og undirbúningshópar eru að störfum. Má nefna öflugan hóp listakvenna sem hafa ótal hugmyndir um aðgerðir. Þær sem hafa áhuga á að koma að deginum með uppákomum eða sjálfboðavinnu eru beðnar að hafa samband við kvennafri@gmail.com og heimasíða samtakanna er www.kvennafri.is Verkefnið verður kynnt opinberlega í Ráðhúsinu á 95 ára afmæli kosningaréttar kvenna, þann 19. júní kl. 16 - 18.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Þ. Pálsdóttir – rétti leiðtoginn fyrir Háskóla Íslands Hafliði Ásgeirsson,Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson,Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættu nemendur að kjósa Magnús Karl sem rektor HÍ? Eygló Sóley Hróðmarsdóttir Löve,Daníel Thor Myer skrifar
Skoðun Við mótmælum nýbyggingum í Neðra Breiðholtinu Jökull Þór Sveinsson,Hlynur Ingi Jóhannsson skrifar
Skoðun Er „sam-búð“ búsetuform 21. aldar og lausn við háum byggingakostnaði? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir,Sigurður Örn Stefánsson skrifar
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun