Skynsemi eða óráðsía Þröstur Ólafsson skrifar 1. desember 2010 05:00 Landsmenn hafa undanfarnar vikur orðið áheyrendur fordæmalausrar ofsóknarkrossferðar á hendur þeim fyrirætlunum að taka til í fjármálum ríkisins. Heilu auglýsingatímar ríkisútvarpsins hafa verið lagðir undir fádæma herferð byggðarlaga með undirleik frá háværum en hjáróma kveinstöfum um auðn og héraðsbrest. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt útvarpsefni. Tilefnið er sparnaðaráform ríkisstjórnarinnar sem nauðbeygð þarf að draga saman ríkisútgjöld og hætta að auka skuldir erlendis. Skuldir eru dýrar auk þess sem þær skerða sjálfstæði landsins. Ef tekið er lán í banka þarf að reiða fram veð. Erlendir lánveitendur ríkja taka ekki veð í landinu, en binda lán skilyrðum. Á gildistíma lánsins verður að hlíta skilmálunum. Svo einfalt er það. Íslendingar eru skuldug þjóð og greiða háa vexti. Það eru peningar sem hægt væri að nota margvíslega innanlands. Það verður að losna við drápsklyfjar erlendra vaxtagreiðslna sem allra fyrst. Það er að lokum hagkvæmara fyrir alla að taka því óhjákvæmilega strax, í stað þess að draga það á langinn og vekja falskar vonir. Við verðum að draga hratt úr útgjöldum ríkisins. Örþjóð með mikla yfirbyggingu Landsbyggðin virðist ekki ætla að verða með í þessari fjárhagslegu heilbrigðisaðgerð. Þaðan koma hávær, en ekki að sama skapi hljómfögur skilaboð, um að ríkið verði jú að spara bara ekki hjá þeim. Á bólguárunum þöndust ríkisútgjöld út. Bæði heilbrigðis- og menntamál fengu sinn skammt af froðupeningunum. Sjúkrastofnanir stækkuðu og nýir framhaldsskólar og háskólar/ háskóladeildir spruttu upp eins og gorkúlur. Svipað má segja um sendiráð,svo dæmi séu tekin af handahófi. Þegar froðan fjaraði út og hrunið kom, mátti öllum verða ljóst að það sem blásið hafði út á bólguárunum hlaut að koðna í eðlilegra árferði. Við erum 300 þúsund sálna þjóðarkríli í nokkuð stóru landi. Vinnufærar hendur ná sennilega ekki 200 þús. manns. Það sem úrslitum ræður um framtíð þjóðarinnar, er hvort okkur tekst að byggja upp farsælt velferðarsamfélag á grundvelli sjálfbærs atvinnulífs. Mikilvægur þáttur þess er jafnvægi í ríkisfjármálum. Hver er eðlilegur fjöldi og umfang stjórnarstofnana? Hvað þolir eðlilegur ríkisrekstur örþjóðar mörg sjúkrahús? Hvað ber hann marga framhaldsskóla eða háskóla? Hve mörg sendiráð á þjóð sem er á stærð við Malmö að reka? Höfum við efni á að reka sendiráð í Japan, á Indlandi, í Kanada o.s.frv.? Kannski hrunið muni kenna okkur að sníða okkur stakk eftir vexti? Ég er því miður ekki viss. Skerum upp - ekki niður Yfirbygging þjóðfélagsins hefur hlaðist upp með árunum. Hún stendur rekstri grunnstoða samfélagsins fyrir þrifum. Hana verður að skera upp. Við stöndum frammi fyrir því að velja á milli þess að skera niður alls staðar; veikja allar stofnanir ríkisins, þannig að afköst þeirra og gæði verða veikburða, eða ganga í heildaruppstokkun á ríkisrekstrinum. Hvað þýðir það ef Landspítalinn verður skorinn það mikið niður að hann geti ekki staðið undir því að vera vandað sjúkrahús, með hæfa lækna og nútímatækni. Ef Landspítalinn drabbast niður, tæki úreldast og hæfustu læknarnir flýja land, þá dugar lítt að vísa á vannýtta skurðstofu á Húsavík. Auðvelt er að koma okkur í þá stöðu að þurfa að senda sjúklinga úr landi. Það er dýrara en að senda lækni frá Reykjavík til Vestmanneyja. Við megum vera stolt af því að geta rekið eitt, svo ekki sé talað um tvö, nútímaleg sjúkrahús á landinu, ásamt góðri heilsugæslu. Sama gildir um háskóla. Við verðum að hlúa að Háskóla Íslands til að eiga a.m.k eina menntastofnun sem veitir haldgóða menntun. Ef við höfum efni á tveimur er enn betra. Við höfum hins vegar ekki efni á að reka sjö háskóla, ekki frekar en Malmö. Við verðum að velja. Ekki milli þessara gildis- og tilfinningahlöðnu átakahugtaka dreifbýli og Reykjavík, heldur á milli skynsemi og óráðsíu. Ef við kjósum skynsemi þá verðum við að hlúa að kjarnastarfsemi ríkisins, óháð því hvar hún er niðurkomin. Ríkinu verður aldrei beitt til lengdar til að halda uppi atvinnu um allt land. Það getur heldur ekki verið hlutverk þess. Við búum í auðugu landi. Með skynsemi getum við búið okkur öllum, óháð búsetu, bjarta og örugga framtíð. Af óráðsíunni höfum við dapra reynslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Landsmenn hafa undanfarnar vikur orðið áheyrendur fordæmalausrar ofsóknarkrossferðar á hendur þeim fyrirætlunum að taka til í fjármálum ríkisins. Heilu auglýsingatímar ríkisútvarpsins hafa verið lagðir undir fádæma herferð byggðarlaga með undirleik frá háværum en hjáróma kveinstöfum um auðn og héraðsbrest. Þetta hefur ekki verið skemmtilegt útvarpsefni. Tilefnið er sparnaðaráform ríkisstjórnarinnar sem nauðbeygð þarf að draga saman ríkisútgjöld og hætta að auka skuldir erlendis. Skuldir eru dýrar auk þess sem þær skerða sjálfstæði landsins. Ef tekið er lán í banka þarf að reiða fram veð. Erlendir lánveitendur ríkja taka ekki veð í landinu, en binda lán skilyrðum. Á gildistíma lánsins verður að hlíta skilmálunum. Svo einfalt er það. Íslendingar eru skuldug þjóð og greiða háa vexti. Það eru peningar sem hægt væri að nota margvíslega innanlands. Það verður að losna við drápsklyfjar erlendra vaxtagreiðslna sem allra fyrst. Það er að lokum hagkvæmara fyrir alla að taka því óhjákvæmilega strax, í stað þess að draga það á langinn og vekja falskar vonir. Við verðum að draga hratt úr útgjöldum ríkisins. Örþjóð með mikla yfirbyggingu Landsbyggðin virðist ekki ætla að verða með í þessari fjárhagslegu heilbrigðisaðgerð. Þaðan koma hávær, en ekki að sama skapi hljómfögur skilaboð, um að ríkið verði jú að spara bara ekki hjá þeim. Á bólguárunum þöndust ríkisútgjöld út. Bæði heilbrigðis- og menntamál fengu sinn skammt af froðupeningunum. Sjúkrastofnanir stækkuðu og nýir framhaldsskólar og háskólar/ háskóladeildir spruttu upp eins og gorkúlur. Svipað má segja um sendiráð,svo dæmi séu tekin af handahófi. Þegar froðan fjaraði út og hrunið kom, mátti öllum verða ljóst að það sem blásið hafði út á bólguárunum hlaut að koðna í eðlilegra árferði. Við erum 300 þúsund sálna þjóðarkríli í nokkuð stóru landi. Vinnufærar hendur ná sennilega ekki 200 þús. manns. Það sem úrslitum ræður um framtíð þjóðarinnar, er hvort okkur tekst að byggja upp farsælt velferðarsamfélag á grundvelli sjálfbærs atvinnulífs. Mikilvægur þáttur þess er jafnvægi í ríkisfjármálum. Hver er eðlilegur fjöldi og umfang stjórnarstofnana? Hvað þolir eðlilegur ríkisrekstur örþjóðar mörg sjúkrahús? Hvað ber hann marga framhaldsskóla eða háskóla? Hve mörg sendiráð á þjóð sem er á stærð við Malmö að reka? Höfum við efni á að reka sendiráð í Japan, á Indlandi, í Kanada o.s.frv.? Kannski hrunið muni kenna okkur að sníða okkur stakk eftir vexti? Ég er því miður ekki viss. Skerum upp - ekki niður Yfirbygging þjóðfélagsins hefur hlaðist upp með árunum. Hún stendur rekstri grunnstoða samfélagsins fyrir þrifum. Hana verður að skera upp. Við stöndum frammi fyrir því að velja á milli þess að skera niður alls staðar; veikja allar stofnanir ríkisins, þannig að afköst þeirra og gæði verða veikburða, eða ganga í heildaruppstokkun á ríkisrekstrinum. Hvað þýðir það ef Landspítalinn verður skorinn það mikið niður að hann geti ekki staðið undir því að vera vandað sjúkrahús, með hæfa lækna og nútímatækni. Ef Landspítalinn drabbast niður, tæki úreldast og hæfustu læknarnir flýja land, þá dugar lítt að vísa á vannýtta skurðstofu á Húsavík. Auðvelt er að koma okkur í þá stöðu að þurfa að senda sjúklinga úr landi. Það er dýrara en að senda lækni frá Reykjavík til Vestmanneyja. Við megum vera stolt af því að geta rekið eitt, svo ekki sé talað um tvö, nútímaleg sjúkrahús á landinu, ásamt góðri heilsugæslu. Sama gildir um háskóla. Við verðum að hlúa að Háskóla Íslands til að eiga a.m.k eina menntastofnun sem veitir haldgóða menntun. Ef við höfum efni á tveimur er enn betra. Við höfum hins vegar ekki efni á að reka sjö háskóla, ekki frekar en Malmö. Við verðum að velja. Ekki milli þessara gildis- og tilfinningahlöðnu átakahugtaka dreifbýli og Reykjavík, heldur á milli skynsemi og óráðsíu. Ef við kjósum skynsemi þá verðum við að hlúa að kjarnastarfsemi ríkisins, óháð því hvar hún er niðurkomin. Ríkinu verður aldrei beitt til lengdar til að halda uppi atvinnu um allt land. Það getur heldur ekki verið hlutverk þess. Við búum í auðugu landi. Með skynsemi getum við búið okkur öllum, óháð búsetu, bjarta og örugga framtíð. Af óráðsíunni höfum við dapra reynslu.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun