Íslenski boltinn

Logi: Höfum ekki verið að vinna okkur úr vandræðum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli
Logi Ólafsson var ánægður með að vera kominn áfram í 8-liða úrslit VISA-bikarsins eftir 2-1 sigur á Fjölni í Grafarvogi. Lið Fjölnis voru baráttuglatt og komust yfir en KR kom aftur og sigraði leikinn, 2-1.

„Ég er mjög ánægður með þetta, við vissum að þetta yrði sennilega stærsti leikur sem þeir spila á þessum tímabili. Við bjuggumst við að þeir myndu leggja þetta upp eins og þeir gerðu, liggja til baka og beita skyndisóknum. Þeir náðu að skora eftir eina slíka en ég er ánægður með að koma baka. Við höfum ekki verið vinna okkur úr vandræðum og standa upp sem sigurvegarar. Við vissum að þetta yrði þolinmæðisverk þannig þegar upp er staðið erum við ánægðir að komast áfram."

Þetta var annar sigurleikur KR í röð eftir erfiða byrjun og það hlýtur því að létta aðeins á pressunni. Væntingarnar voru gífurlegar í Vesturbænum fyrir tímabilið og hefur árangur ekki verið eftir því.

„Þetta færir okkur sjálfstraust, með þessu kemur vonandi sú hefð að fara í leiki til að vinna þá. Eftir að hafa þurft að berjast allan tímann sannar það að það sigrar ekkert lið fótboltaleiki án þess að leggja sig fram og berjast fyrir því."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×