![](https://www.visir.is/i/261D9F64B54E7D3C5480635BC9E571CC54B825C9466154F4B99A6192F66C807F_80x80.jpg)
Ísland og þúsaldarmarkmiðin
Markmiðin forgangsraðaNú hafa leiðtogar heimsins enn fundað um svonefnd þúsaldarmarkmið, sem eru skilgreining á þeim markmiðum sem menn setja sér að ná fyrir fátæku löndin árið 2015. Fimm ár til stefnu og þótt margt hafi áunnist er enn þá svo langt í land að fimm ár duga engan veginn. Aldamótin síðustu voru notuð til að spýta í lófana í þróunarmálum, skilgreina forgangsröðina betur og setja háleit markmið sem átti að ná á stuttum tíma. Kosturinn við þessi markmið er sá að þau snúast um hluti sem auðvelt er að ná samstöðu um: Hjálpa þeim sem búa við mesta örbirgð, koma í veg fyrir að konur farist úr barnsnauð, stemma stigu við hættulegum sjúkdómum, tryggja öllum börnum grunnskólagöngu og koma í veg fyrir hungur. Ókosturinn við þau er hins vegar sá að séu þau ekki löguð að aðstæðum hverju sinni passa þau hvergi.
Ísland og þúsaldarmarkmiðinEf íslensk þróunaraðstoð í Malaví er skoðuð þá fylgir hún grunnhugsun þúsaldarmarkmiðanna. Eitt þeirra er að útvega hreint vatn og hreinlætisaðstöðu. Í ár lýkur verkefni sem gengur einmitt út á að koma upp nokkur hundruð vatnsbólum í þorpum þar sem engin voru fyrir; 20 þúsund heimili munu njóta. Í þessum mánuði verður tekin í notkun ný fæðingardeild í litlu þorpssjúkrahúsi sem Íslendingar hafa byggt upp. Konur sem áður fæddu á bastmottum í leirkofum úti í þorpunum fá nú aðgang að góðri fæðingardeild og sængurkvennaþjónustu. Spítalinn er líka með litla skurðstofu sem var opnuð fyrir tveimur árum, þar er hægt að gera keisaraskurði í neyðartilvikum, í stað þess að bíða sjúkrabíls og aka 50 km leið. Í afskekkri sveit eru verkamenn að hefja smíði á fæðingargangi við litla heilsugæslustöð sem þjónar 15.000 manns. Marga mánuði á ári eru allir vegir ófærir meðan regntíminn stendur og útilokað að koma konu í barnsnauð til aðstoðar með sjúkrabíl. Hver kona á að meðaltali sex börn svo ljóst má vera að í þessari sveit er rík þörf fyrir þjónustu af þessu tagi. Þessir hlutir stuðla að því að Malaví mun geta sýnt fram á lækkaða dánartíðni mæðra og ungbarna árið 2015. Ekki má gleyma að í héraðinu hafa Íslendingar byggt eða endurgert 23 grunnskóla. Þar vinnum við líka samkvæmt þúsaldarmarkmiðunum og vantar enn mikið upp á, í þessu 800 þúsund manna héraði eru 300.000 börn á grunnskólaaldri og meira en helmingur hefur ekki skólastofu til að sitja í, heldur fer kennsla fram undir tré. Ólæsi er mikið í þessu héraði, meira en helmingur kvenna ólæs. Íslendingar styrkja 90 leshringi fyrir fullorðinnafræðslu.
Horft að neðanMeðan hinir háu herrar og frúr ræddu stöðu mála á þingi Sameinuðu þjóðanna gekk lífið sinn vanagang við Malavívatn. Sjúkrabílarnir sem Íslendingar gáfu voru stöðugt á ferðinni. Vonast er til að gólfdúkurinn á nýju fæðingardeildina komist á alveg næstu daga og þá verður nýjum fæðingarbekkjum rúllað inn. Við fengum fregnir af því að verktakinn væri kominn á vettvang til að grafa fyrir viðbyggingu í heilsugæslustöðinni í sveitinni afskekktu, nú hefst kapphlaup við tímann því rigningarnar byrja í desember. Við sendum smotterí af byggingarefni sem vantaði til þorpsbúa úti á mörkinni, þeir ákváðu að byggja sjálfir skólastofur en fengu aðstoð frá okkur með steypu og járn. Upphæðin er svo lág að hún mælist ekki á hinum stóra kvarða þúsaldarmarkmiðanna. Samt eru þessar skólastofur hluti af þeim. Það er ágætt að vita til þess að þessar áþreifanlegu og raunverulegu lífskjarabætur muni á endanum rata inn í skýrslur og verða hluti af aukastöfum og prósentum sem verða ræddar af kappi í þingsölum um víða veröld.
Skoðun
![](/i/7B3AB486F67D113474359B499618E5CEA3A7EE953A750F030E81523DD2D4CE40_390x390.jpg)
Kona
Anna Kristjana Helgadóttir skrifar
![](/i/BFAC1AA263BE258E79377E1462667EA5B028917ED4EED7551C230F4F83064038_390x390.jpg)
Bókun 35, 38 og tækifæri fyrir ungt fólk í Brussel
Gunnar H. Garðarsson skrifar
![](/i/82FD24C55AC1EBCDCF28E3FC7EF9032DAB972DF4BF88B487AB8727BE8BD8E7DB_390x390.jpg)
Orð skulu standa
Jón Pétur Zimsen skrifar
![](/i/011900B156EA83FA3B1F9C9BBE62E05B740DE2CABFF8A3DF1F74D490D203FAD6_390x390.jpg)
Dúabíllinn og kraftur sköpunar
Einar Mikael Sverrisson skrifar
![](/i/3FC7B614206A74E6D22608BEBC6EB1FFE963D5E61D63CEA5C489AFFD733DE342_390x390.jpg)
Enginn er betri en þú – enginn er snjallari en þú
Árni Sigurðsson skrifar
![](/i/A1AAB4A9EF09A6BD72B0158BB6C972BA2BA4D235B490C87DFFFDC0328B14FE70_390x390.jpg)
Viljum við það besta fyrir börnin okkar?
Hilmar Þór Sigurjónsson skrifar
![](/i/34D61AE95CCC1503A44932B26F57CDA1E6289B48E82073F7CC4B8DEB5A63E385_390x390.jpg)
Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa
Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
![](/i/30671795DC1A04456347758650B3079BF6921DF39EF10C4A45BC1528C1472040_390x390.jpg)
Tilfinningar í hrærigraut og engin orð til, né leyfilegt að segja það sem er...
Matthildur Björnsdóttir skrifar
![](/i/7ACAC6D9E49A18057BFD611EC3F1CC9C491FD1AD28097DE4259E08E01A9EAD6C_390x390.jpg)
Samræmd próf gegn stéttaskiptingu
Þorlákur Axel Jónsson skrifar
![](/i/4D654CA68756B3C2442C48DA52B972BBC3F5392666A5F5A61259C69FA298531B_390x390.jpg)
Vilja Bandaríkin bæta samskipti sín við Rússland og um leið styrkja stöðu sína gagnvart Kína?
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
![](/i/4DCCB51FFB18875D5FA7C74DB14728D97C5FA2E0DE7742C04496E10C355C6DD2_390x390.jpg)
Sameinandi afl í skotgröfunum?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
![](/i/590CF2CD9698BD7E0C01D7944A4F6C6F0A3776B2A9575AB07BF219E19D0C9145_390x390.jpg)
Ósanngjörn byrði á landsbyggðarfólk
Ingibjörg Ísaksen skrifar
![](/i/41E4B2B458637A9C627FD0811EF6F318169FA199286A9F16931D6F87982EBD59_390x390.jpg)
VR og eldra fólk
Halla Gunnarsdóttir skrifar
![](/i/F49405353FFFC7FDF5B04A2F9C74D6A5A8E3272170EA9DACFF27CC8008EE1C9A_390x390.jpg)
Betra og skilvirkara fjármálakerfi
Benedikt Gíslason skrifar
![](/i/8016BBE529ACE4C892F8D3FF2AB0329F795EB8CE291B94CDC6E90109BADB6763_390x390.jpg)
Háskólinn og rektorskjörið
Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
![](/i/C4A5A3DC9E92247C5574098959F5A1AE1374C3F507A023B6D071285911BD82DE_390x390.jpg)
Fékk hann ekki minnisblaðið?
Hjörtur J Guðmundsson skrifar
![](/i/F13D132D0B167BE977B743DF2370AD791D898F634446EF10D93245B96E0CF17F_390x390.jpg)
Áskorun til atvinnuvegaráðherra
Björn Ólafsson skrifar
![](/i/E9E1223C3E77484C68D32E1A8D11D7F2AE6584DA20D99A328C2F9394C45CDE1C_390x390.jpg)
Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja
Anton Guðmundsson skrifar
![](/i/E811D9D2BB70DAD762F0C4ED4E3F5C999C6DADD016A029B4E31B26D93DE7A5F8_390x390.jpg)
Sérlög til verndar innflytjendum?
Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar
![](/i/7BF39C8B608378090617E25427DE1F0BB633EBF4F5F6407ACC1EA7143364CBAF_390x390.jpg)
Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri !
Júlíus Valsson skrifar
![](/i/0B27205CE8AFD0019B53BCA6B97E854289CA99062F523F83EC83EF865C43ED91_390x390.jpg)
Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun
Mörður Árnason skrifar
![](/i/575A44EA6FF5CB9008F40DBEA414E644291E51C3F01E7A65227644296FD558D3_390x390.jpg)
Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um
Stefán Guðbrandsson skrifar
![](/i/769EAE859423563D52A4CD73D436F66327E31B9CD46ACE3D330531DE166F13E7_390x390.jpg)
Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
![](/i/102B276AC088669C3E1C62B2E769172B33E0B28805AB4CED3788EAD52FBBF9A2_390x390.jpg)
Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum
Heimir Már Pétursson skrifar
![](/i/1AA811B035DAA38410B77432A1C9B115A192B4BFAABDAFECCD0109543BB3A230_390x390.jpg)
Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð?
Bjarni Jónsson skrifar
![](/i/C3F48C5E36DAD24042DD2578D17A5E75BD16524FBB6B7EC4705C984F43BC0E2B_390x390.jpg)
Flugvöllur okkar allra!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar
![](/i/3F46988B96369A6324A74554997EAE1CD82D684B1738FB530F15D7F8015A3C88_390x390.jpg)
Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál
Erna Bjarnadóttir skrifar
![](/i/680D6C99361E0F091E0F9CA954DFC9393E04BB45A12CB4895D506F8C63464CA4_390x390.jpg)
Við þurfum að ræða um Evrópusambandið
Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar
![](/i/4BEE960B561724C7264ABDA0B458B27145A1C72B13E216A032B2D7FCE875E7B9_390x390.jpg)
Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
![](/i/6F7538410667D7A3DA20BC7E4EA2C7291EEEF84345CE79D9EE9315AD21E3093E_390x390.jpg)
Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins?
Arna Harðardóttir skrifar