Þrískipting valdsins 29. september 2010 06:00 Sú meginkrafa þingsins að forseti framselji vald sitt til að skipa ríkisstjórn, eins og margir vilja lesa út úr 13. grein stjórnarskrárinnar, verður að teljast fremur hæpin túlkun þegar betur er að gáð. Sú grein kom með stjórnarskránni 1874 og fól í sér framsal á valdi konungs til umboðsmanns hans hér á landi. Það umboð kom til af því að á 19. öld voru ferðir til landsins stopular og ótryggar. Þar sem konungur sat í Kaupmannahöfn varð hann að láta ráðgjafa sinn á Íslandi framkvæma vald sitt. Nú háttar öðru vísi til og þó að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt þá hefur hann ekki afsalað sér því. Ráðherra getur því ekki framkvæmt vald í andstöðu við vilja forsetans enda hefur hann umboðið sitt frá forseta en ekki meirihluta þingsins. Það er að fullu í samræmi við þá höfuðáherslu stjórnarskrárinnar að tryggja þrískiptingu valdsins. Framkvæmd þessarar stefnu hefur breyst frá því Sveinn Björnsson stýrði för og Ásgeir Ásgeirsson á eftir honum en báðir gjörþekktu þeir inntak stjórnarskrárinnar. Sú staðreynd að aðrir forsetar lýðveldisins hafa haft mjög óljósa stefnu og haft sig lítið í frammi hefur orðið þess valdandi að ráðherrar hafa tekið sér meira og meira vald á kostnað annarra valdsviða og þannig grafið undan stjórnskipun landsins. Það hefur meðal annars gerst vegna þess að meirihluti þingsins hverju sinni hefur stutt við þessa þróun ráðherraræðis með hagsmuni stjórnmálaflokkanna í huga. Þannig hefur forseta smám saman verið ýtt út í horn og embættið aðeins látið sjá um að hafa milligöngu um ríkisstjóramyndanir og samskipi við erlenda þjóðhöfðingja. Sé litið til inntaks stjórnarskrárinnar um þrískiptingu valdsins og þeirrar staðreyndar að Ísland er stjórnarskrárbundið lýðveldi er ljóst að forseti sækir vald sitt til þjóðarinnar, rétt eins og Alþingi fær umboð til að fara með löggjafarvald í almennum þingkosningum. Það skýtur því skökku við að meirihluti þingsins skuli gera kröfu til þess að forseti skipi eingöngu ríkisstjórnir sem njóti náðar meirihluta Alþingis. Með því að forseti er kosinn beinni kosningu af þjóðinni er augljóst að hann hefur heimild til að skipa utanþingsstjórn, kjósi hann það. Slík stjórn yrði síðan að sætta sig við að semja um þau lagafrumvörp sem hún vildi koma í gegnum þingið, líkt og minnihlutastjórnir í Danmörku, Noregi og fleiri löndum hafa gert um langan aldur með góðum árangri. Um alla þessa þætti er fjallað í núverandi stjórnarskrá, það vantar bara að virkja þá á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Sú meginkrafa þingsins að forseti framselji vald sitt til að skipa ríkisstjórn, eins og margir vilja lesa út úr 13. grein stjórnarskrárinnar, verður að teljast fremur hæpin túlkun þegar betur er að gáð. Sú grein kom með stjórnarskránni 1874 og fól í sér framsal á valdi konungs til umboðsmanns hans hér á landi. Það umboð kom til af því að á 19. öld voru ferðir til landsins stopular og ótryggar. Þar sem konungur sat í Kaupmannahöfn varð hann að láta ráðgjafa sinn á Íslandi framkvæma vald sitt. Nú háttar öðru vísi til og þó að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt þá hefur hann ekki afsalað sér því. Ráðherra getur því ekki framkvæmt vald í andstöðu við vilja forsetans enda hefur hann umboðið sitt frá forseta en ekki meirihluta þingsins. Það er að fullu í samræmi við þá höfuðáherslu stjórnarskrárinnar að tryggja þrískiptingu valdsins. Framkvæmd þessarar stefnu hefur breyst frá því Sveinn Björnsson stýrði för og Ásgeir Ásgeirsson á eftir honum en báðir gjörþekktu þeir inntak stjórnarskrárinnar. Sú staðreynd að aðrir forsetar lýðveldisins hafa haft mjög óljósa stefnu og haft sig lítið í frammi hefur orðið þess valdandi að ráðherrar hafa tekið sér meira og meira vald á kostnað annarra valdsviða og þannig grafið undan stjórnskipun landsins. Það hefur meðal annars gerst vegna þess að meirihluti þingsins hverju sinni hefur stutt við þessa þróun ráðherraræðis með hagsmuni stjórnmálaflokkanna í huga. Þannig hefur forseta smám saman verið ýtt út í horn og embættið aðeins látið sjá um að hafa milligöngu um ríkisstjóramyndanir og samskipi við erlenda þjóðhöfðingja. Sé litið til inntaks stjórnarskrárinnar um þrískiptingu valdsins og þeirrar staðreyndar að Ísland er stjórnarskrárbundið lýðveldi er ljóst að forseti sækir vald sitt til þjóðarinnar, rétt eins og Alþingi fær umboð til að fara með löggjafarvald í almennum þingkosningum. Það skýtur því skökku við að meirihluti þingsins skuli gera kröfu til þess að forseti skipi eingöngu ríkisstjórnir sem njóti náðar meirihluta Alþingis. Með því að forseti er kosinn beinni kosningu af þjóðinni er augljóst að hann hefur heimild til að skipa utanþingsstjórn, kjósi hann það. Slík stjórn yrði síðan að sætta sig við að semja um þau lagafrumvörp sem hún vildi koma í gegnum þingið, líkt og minnihlutastjórnir í Danmörku, Noregi og fleiri löndum hafa gert um langan aldur með góðum árangri. Um alla þessa þætti er fjallað í núverandi stjórnarskrá, það vantar bara að virkja þá á ný.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun