Landið tekur að rísa! - Grein 3 Steingrímur J. Sigfússon skrifar 23. ágúst 2010 06:00 Almenningur þekkir vel af eigin raun hversu mikið högg íslenska hagkerfið hlaut við fall bankanna síðla árs 2008. Stærð þeirra og umsvif ollu því að vandi Íslands varð mun meiri en önnur ríki hafa staðið frammi fyrir af sambærilegum ástæðum. Um orsakir þessa hef ég þegar fjallað í fyrri greinum, en sný mér nú að jákvæðum teiknum sem eru á lofti í íslensku efnahagslífi. Í opinberri umræðu um efnahagsmál hefur ekki skort úrtöluraddir sem lítið sjá hér nema svartnætti framundan. Iðulega eru þetta fulltrúar afla í samfélaginu sem göptu upp í útrásina og nýfrjálshyggjuna og bera mikla ábyrgð á óförum okkar. Formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir fyrir Alþingiskosningarnar 2009 að annað efnahagshrun væri yfirvofandi. Ýmsir í þessum hópi hafa alið á ótta um landflótta, að atvinnuleysi fari í 20% eða meira og íþyngjandi skattaálögur muni sliga allt. Sannast sagna, og sem betur fer, hafa þetta reynst hrein öfugmæli. Minni samdráttur – mikill árangurVissulega er það rétt að íslenskt efnahagslíf á enn langt í land að ná fullum bata en nú nærri tveimur árum eftir hrun eru komin fram skýr merki um viðsnúning. Þá hafa margar hagstærðir, sem gefa okkur glögga vísbendingu um stöðu efnahagsmála, þróast til betri vegar en spár, t.d. Seðlabanka Íslands, Hagstofunnar, hagdeildar ASÍ og AGS, gáfu okkur tilefni til að ætla. Samspil margra þátta orsakar að staðan er ekki jafn slæm og margir óttuðust. Eitt veigamesta atriðið er að samdráttur í landsframleiðslu hefur ekki orðið eins mikill og ráð var fyrir gert. Í stað þess að verg landsframleiðsla félli niður í 1.450 ma. kr. á árinu 2009 varð hún um 1.500 ma. kr. Í stað þess að falla umtalsvert í viðbót á árinu 2010 eins og spáð hafði verið er nú talið að landsframleiðslan lækki óverulega og verði um 1.600 ma. kr. á verðlagi þessa árs. Gangi spár um 2,5-3% vöxt landsframleiðslu á næsta ári eftir, verður það 70 - 100 milljörðum króna stærra hagkerfi sem tekur að vaxa en spárnar á fyrstu misserum eftir hrun gerðu ráð fyrir. Það munar um minna.Raunhagkerfið hefur sýnt styrk sinn og drifið efnahagslífið áfram. Útflutnings- og samkeppnis-greinar hafa notið hagstæðrar gengisskráningar, innlend framleiðslustarfsemi hefur aukið markaðshlutdeild sína og nýjar vaxtargreinar sækja fram. Alger viðsnúningur hefur orðið á vöru- og þjónustujöfnuði frá útrásartímanum. Í stað mörg hundruð milljarða uppsafnaðs halla árin fyrir hrun er nú orðinn verulegur uppsafnaður afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum frá árslokum 2008 (nálægt 200 ma. kr. um mitt ár 2010). Þetta ásamt öðru hefur stuðlað að verulegri styrkingu og stöðugra gengi krónunnar. Áhrifanna á lífskjör almennings er þegar farið að gæta. Aðrir mikilvægir hagvísar gefa jafnframt til kynna verulegan viðsnúning. Hagvöxtur mældist síðustu tvo ársfjórðunga í röð - sem er þvert á allt tal um lamað hagkerfi. Raunar er hagvöxtur að mælast mun fyrr en flestir greiningaraðilar gerðu ráð fyrir. Það sama gildir um atvinnuleysi sem mælist nú 7,5% en flestar spár gerðu ráð fyrir allt að 10% atvinnuleysi um mitt ár 2010. Um 2000 fleiri störf voru í boði á öðrum ársfjórðungi 2010 en á sama tíma 2009. Þó þessar atvinnuleysistölur séu óviðunandi miðað við það sem við þekkjum og sættum okkur við er það engu að síður athyglisvert að atvinnuleysi á Íslandi er með því lægsta sem finnst innan OECD, mun lægra en að meðaltali í ESB ríkjunum (10%+ ) og lægra en í Bandaríkjunum (9,5%). Þegar ríkisstjórnin tók við mældist verðbólga 17,8% en mælist nú um 4,8%. Síðustu þrjá mánuði hefur verið verðhjöðnun í stað verðbólgu. Stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað um 11% og eru komnir niður í 7%. Almennir vextir hafa lækkað að sama skapi. Þessi árangur í efnahagsmálum sem skiptir miklu máli fyrir kaupmátt og skuldastöðu heimila í landinu, byggist á styrkri stjórn í peninga og gjaldeyrismálum, hagstæðri niðurstöðu við endureisn fjármálakerfisins og ábyrgum ríkisfjámálum. Við erum með stefnufestu og af ábyrgð að endurheimta hægt og bítandi stöðugleika og skapa þá tiltrú sem er nauðsynleg forsenda við endurreisn efnahagslífsins. Árangur í ríkisfjármálumNúverandi stjórn tók við með 215 milljarða halla á ríkissjóði. Í lok árs 2009 var hann kominn í um 140 milljarða. Það var 34 milljarða króna betri afkoma en spár gerðu ráð fyrir. Viðsnúningurinn er um heil 6%, úr -15% af vergri landsframleiðslu (VLF) í rúm -9%. Þess má geta að Þjóðverjar settu sér nýlega það markmið að ná fram 3% betri afkomu á ríkissjóði á þriggja ára tímabili sem þykir afar metnaðarfullt. Í stað aðgerðaleysis í ríkisfjármálum á árinu 2009, eins og áform stóðu til, ákvað ný ríkisstjórn að hefjast þegar handa og greip til aðgerða á miðju ári 2009, bæði með lækkun útgjalda og tekjuöflun upp á rúma 20 milljarða króna. Það eru alltaf þung spor að stíga að skera niður, einkum í samneyslunni, en slíkt var og er enn óhjákvæmilegt og reynt var og verður að hlífa undirstöðu velferðarþjónustunnar eins og kostur er. Útgjöld ríkissjóðs án vaxtagjalda voru þannig lækkuð úr nærri 44% af VLF á árinu 2008 í um 33% af VLF 2009 og áætlað að þau verði um 29% af VLF á yfirstandandi ári, sem er svipað hlutfall og var á árunum fyrir hrun þótt mikil óumflýjanleg útgjöld, tengd ástandinu, hafi bæst við. Þó tekjur ríkissjóðs yrðu nokkru meiri á árinu 2009 en áætlanir gerðu ráð fyrir eru þær engu að síður miklu lægra hlutfall af landsframleiðslu en fyrir hrun. Aðgerðir hafa því beinst að því að koma í veg fyrir enn meira tekjuhrap en ella hefði orðið. Um leið var skattkerfinu breytt í átt til aukinnar tekjujöfnunar og nú er það staðfest að hinum tekjulægstu var hlíft við skattahækkunum. Þá hafa verið stigin fyrstu skrefin í átt til umhverfis- og auðlindaskatta. Markmið í ríkisfjármálum eru fullkomlega samkvæmt áætlun eftir fyrstu sjö mánuði ársins 2010 og góðar vonir til þess að halli ríkissjóðs verði vel innan við 100 milljarða eða um 5,5% af VLF. Erum við þá komin langan veg frá 15% halla ársins 2008. Það óvænta er að staða okkar í þessu tilliti verður þá betri en fjölmargra Evrópuríkja sem glíma við fjárlagahalla upp á tveggja stafa prósentutölu. Hér að ofan hefur þróunin verið borin saman við spár. Engir, ekki einu sinni svartsýnustu heimsendaspámenn, geta borið á móti því að mikill árangur hefur náðst og að við erum á réttri leið. Það eru góðu fréttirnar en hitt er ljóst að það er mikil glíma eftir. Staðreyndin er að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í fjármálum vegna áranna 2009 og 2010 voru markvissar og hafa heppnast. Þær urðu ekki til að magna kreppuna eða kæfa atvinnulífið eins og ýmsir héldu fram heldur þvert á móti. Veruleikinn, staðreyndirnar, eiga síðasta orðið. Glöggt er gestsaugaðSumt það sem hér að ofan var lýst gæti hafa orðið kveikjan að nýlegum pistli bandaríska nóbelsverðlaunahafans í hagfræði, Paul Krugman, um það sem hann kallar íslenskt efnahagsundur eftir hrun. Að algjör breyting hafi orðið á stjórn efnahagsmála á Íslandi. Krugman er þeirrar skoðunar að hér hafi ríkt efnahagsóstjórn sem leiddi til eins hlutfallslega stærsta efnahagshruns sögunnar en að viðsnúningurinn sem orðið hafi á Íslandi sé undraverður. Spyrjum að leikslokum, tökum ekkert út fyrirfram og munum að það er mikið eftir, segi ég. Þó er full ástæða til að draga fram það sem vel gengur í íslensku efnahagslífi um þessar mundir. Nægar vísbendingarnar eru til að segja að það sé farið að sjá til sólar og bölmóður eigi nú að víkja fyrir bjartsýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Tengdar fréttir Landið tekur að rísa! - Grein 1 Á annasömum tímum hættir eflaust fleirum en höfundi til að dragast niður í úrlausnarefnin, lokast inni við hið hversdagslega amstur daganna. Vill þá farast fyrir að lögð séu niður amboðin og gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn. 19. ágúst 2010 06:00 Landið tekur að rísa! - Grein 2 Aðgerðir ríkisstjórna og árangur, febrúar 2009 - ágúst 2010, grein 2. 21. ágúst 2010 06:00 Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Almenningur þekkir vel af eigin raun hversu mikið högg íslenska hagkerfið hlaut við fall bankanna síðla árs 2008. Stærð þeirra og umsvif ollu því að vandi Íslands varð mun meiri en önnur ríki hafa staðið frammi fyrir af sambærilegum ástæðum. Um orsakir þessa hef ég þegar fjallað í fyrri greinum, en sný mér nú að jákvæðum teiknum sem eru á lofti í íslensku efnahagslífi. Í opinberri umræðu um efnahagsmál hefur ekki skort úrtöluraddir sem lítið sjá hér nema svartnætti framundan. Iðulega eru þetta fulltrúar afla í samfélaginu sem göptu upp í útrásina og nýfrjálshyggjuna og bera mikla ábyrgð á óförum okkar. Formaður Framsóknarflokksins lýsti því yfir fyrir Alþingiskosningarnar 2009 að annað efnahagshrun væri yfirvofandi. Ýmsir í þessum hópi hafa alið á ótta um landflótta, að atvinnuleysi fari í 20% eða meira og íþyngjandi skattaálögur muni sliga allt. Sannast sagna, og sem betur fer, hafa þetta reynst hrein öfugmæli. Minni samdráttur – mikill árangurVissulega er það rétt að íslenskt efnahagslíf á enn langt í land að ná fullum bata en nú nærri tveimur árum eftir hrun eru komin fram skýr merki um viðsnúning. Þá hafa margar hagstærðir, sem gefa okkur glögga vísbendingu um stöðu efnahagsmála, þróast til betri vegar en spár, t.d. Seðlabanka Íslands, Hagstofunnar, hagdeildar ASÍ og AGS, gáfu okkur tilefni til að ætla. Samspil margra þátta orsakar að staðan er ekki jafn slæm og margir óttuðust. Eitt veigamesta atriðið er að samdráttur í landsframleiðslu hefur ekki orðið eins mikill og ráð var fyrir gert. Í stað þess að verg landsframleiðsla félli niður í 1.450 ma. kr. á árinu 2009 varð hún um 1.500 ma. kr. Í stað þess að falla umtalsvert í viðbót á árinu 2010 eins og spáð hafði verið er nú talið að landsframleiðslan lækki óverulega og verði um 1.600 ma. kr. á verðlagi þessa árs. Gangi spár um 2,5-3% vöxt landsframleiðslu á næsta ári eftir, verður það 70 - 100 milljörðum króna stærra hagkerfi sem tekur að vaxa en spárnar á fyrstu misserum eftir hrun gerðu ráð fyrir. Það munar um minna.Raunhagkerfið hefur sýnt styrk sinn og drifið efnahagslífið áfram. Útflutnings- og samkeppnis-greinar hafa notið hagstæðrar gengisskráningar, innlend framleiðslustarfsemi hefur aukið markaðshlutdeild sína og nýjar vaxtargreinar sækja fram. Alger viðsnúningur hefur orðið á vöru- og þjónustujöfnuði frá útrásartímanum. Í stað mörg hundruð milljarða uppsafnaðs halla árin fyrir hrun er nú orðinn verulegur uppsafnaður afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum frá árslokum 2008 (nálægt 200 ma. kr. um mitt ár 2010). Þetta ásamt öðru hefur stuðlað að verulegri styrkingu og stöðugra gengi krónunnar. Áhrifanna á lífskjör almennings er þegar farið að gæta. Aðrir mikilvægir hagvísar gefa jafnframt til kynna verulegan viðsnúning. Hagvöxtur mældist síðustu tvo ársfjórðunga í röð - sem er þvert á allt tal um lamað hagkerfi. Raunar er hagvöxtur að mælast mun fyrr en flestir greiningaraðilar gerðu ráð fyrir. Það sama gildir um atvinnuleysi sem mælist nú 7,5% en flestar spár gerðu ráð fyrir allt að 10% atvinnuleysi um mitt ár 2010. Um 2000 fleiri störf voru í boði á öðrum ársfjórðungi 2010 en á sama tíma 2009. Þó þessar atvinnuleysistölur séu óviðunandi miðað við það sem við þekkjum og sættum okkur við er það engu að síður athyglisvert að atvinnuleysi á Íslandi er með því lægsta sem finnst innan OECD, mun lægra en að meðaltali í ESB ríkjunum (10%+ ) og lægra en í Bandaríkjunum (9,5%). Þegar ríkisstjórnin tók við mældist verðbólga 17,8% en mælist nú um 4,8%. Síðustu þrjá mánuði hefur verið verðhjöðnun í stað verðbólgu. Stýrivextir Seðlabankans hafa lækkað um 11% og eru komnir niður í 7%. Almennir vextir hafa lækkað að sama skapi. Þessi árangur í efnahagsmálum sem skiptir miklu máli fyrir kaupmátt og skuldastöðu heimila í landinu, byggist á styrkri stjórn í peninga og gjaldeyrismálum, hagstæðri niðurstöðu við endureisn fjármálakerfisins og ábyrgum ríkisfjámálum. Við erum með stefnufestu og af ábyrgð að endurheimta hægt og bítandi stöðugleika og skapa þá tiltrú sem er nauðsynleg forsenda við endurreisn efnahagslífsins. Árangur í ríkisfjármálumNúverandi stjórn tók við með 215 milljarða halla á ríkissjóði. Í lok árs 2009 var hann kominn í um 140 milljarða. Það var 34 milljarða króna betri afkoma en spár gerðu ráð fyrir. Viðsnúningurinn er um heil 6%, úr -15% af vergri landsframleiðslu (VLF) í rúm -9%. Þess má geta að Þjóðverjar settu sér nýlega það markmið að ná fram 3% betri afkomu á ríkissjóði á þriggja ára tímabili sem þykir afar metnaðarfullt. Í stað aðgerðaleysis í ríkisfjármálum á árinu 2009, eins og áform stóðu til, ákvað ný ríkisstjórn að hefjast þegar handa og greip til aðgerða á miðju ári 2009, bæði með lækkun útgjalda og tekjuöflun upp á rúma 20 milljarða króna. Það eru alltaf þung spor að stíga að skera niður, einkum í samneyslunni, en slíkt var og er enn óhjákvæmilegt og reynt var og verður að hlífa undirstöðu velferðarþjónustunnar eins og kostur er. Útgjöld ríkissjóðs án vaxtagjalda voru þannig lækkuð úr nærri 44% af VLF á árinu 2008 í um 33% af VLF 2009 og áætlað að þau verði um 29% af VLF á yfirstandandi ári, sem er svipað hlutfall og var á árunum fyrir hrun þótt mikil óumflýjanleg útgjöld, tengd ástandinu, hafi bæst við. Þó tekjur ríkissjóðs yrðu nokkru meiri á árinu 2009 en áætlanir gerðu ráð fyrir eru þær engu að síður miklu lægra hlutfall af landsframleiðslu en fyrir hrun. Aðgerðir hafa því beinst að því að koma í veg fyrir enn meira tekjuhrap en ella hefði orðið. Um leið var skattkerfinu breytt í átt til aukinnar tekjujöfnunar og nú er það staðfest að hinum tekjulægstu var hlíft við skattahækkunum. Þá hafa verið stigin fyrstu skrefin í átt til umhverfis- og auðlindaskatta. Markmið í ríkisfjármálum eru fullkomlega samkvæmt áætlun eftir fyrstu sjö mánuði ársins 2010 og góðar vonir til þess að halli ríkissjóðs verði vel innan við 100 milljarða eða um 5,5% af VLF. Erum við þá komin langan veg frá 15% halla ársins 2008. Það óvænta er að staða okkar í þessu tilliti verður þá betri en fjölmargra Evrópuríkja sem glíma við fjárlagahalla upp á tveggja stafa prósentutölu. Hér að ofan hefur þróunin verið borin saman við spár. Engir, ekki einu sinni svartsýnustu heimsendaspámenn, geta borið á móti því að mikill árangur hefur náðst og að við erum á réttri leið. Það eru góðu fréttirnar en hitt er ljóst að það er mikil glíma eftir. Staðreyndin er að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í fjármálum vegna áranna 2009 og 2010 voru markvissar og hafa heppnast. Þær urðu ekki til að magna kreppuna eða kæfa atvinnulífið eins og ýmsir héldu fram heldur þvert á móti. Veruleikinn, staðreyndirnar, eiga síðasta orðið. Glöggt er gestsaugaðSumt það sem hér að ofan var lýst gæti hafa orðið kveikjan að nýlegum pistli bandaríska nóbelsverðlaunahafans í hagfræði, Paul Krugman, um það sem hann kallar íslenskt efnahagsundur eftir hrun. Að algjör breyting hafi orðið á stjórn efnahagsmála á Íslandi. Krugman er þeirrar skoðunar að hér hafi ríkt efnahagsóstjórn sem leiddi til eins hlutfallslega stærsta efnahagshruns sögunnar en að viðsnúningurinn sem orðið hafi á Íslandi sé undraverður. Spyrjum að leikslokum, tökum ekkert út fyrirfram og munum að það er mikið eftir, segi ég. Þó er full ástæða til að draga fram það sem vel gengur í íslensku efnahagslífi um þessar mundir. Nægar vísbendingarnar eru til að segja að það sé farið að sjá til sólar og bölmóður eigi nú að víkja fyrir bjartsýni.
Landið tekur að rísa! - Grein 1 Á annasömum tímum hættir eflaust fleirum en höfundi til að dragast niður í úrlausnarefnin, lokast inni við hið hversdagslega amstur daganna. Vill þá farast fyrir að lögð séu niður amboðin og gengið á sjónarhól mannlífs og atburða, skyggnst um og horft jafnt um öxl sem fram á veginn. 19. ágúst 2010 06:00
Landið tekur að rísa! - Grein 2 Aðgerðir ríkisstjórna og árangur, febrúar 2009 - ágúst 2010, grein 2. 21. ágúst 2010 06:00
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun