Umfjöllun: Markasúpa í boði Valsstúlkna á Vodafone-vellinum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 15. júní 2010 21:45 Valsstúlkur svöruðu kallinum í kvöld eftir smá bakslag og rústuðu Aftureldingu 10-0 er liðin mættust í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Það mætti aðeins eitt lið til leiks og það voru heimastúlkur. Valsstúlkur byrjuðu leikinn með látum en Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði með skalla eftir sendingu Thelmu Bjarkar strax eftir aðeins tvær mínútur. Þær voru fljótar að bæta við öðru markinu en Rakel Logadóttir slapp þá inn fyrir vörn gestanna og lagði boltann snyrtilega í netið. Katrín Jónsdóttir fyrirliði Valsstúlkna bætti við þriðja markinu stuttu síðar úr stuttu færi eftir sendingu Dagnýjar Brynjarsdóttir. Gestirnir úr Mosfellsbænum sátu mjög aftarlega og reyndu að verjast þessum stríðs sóknum Vals en án árangurs. Hallbera Guðný Gísladóttir komst á blað þremur mínútum síðar en þá fékk hún boltann út á vinstri vængnum, gerði árás á bakvörð gestanna og kláraði færið sitt vel. Fjörið hélt áfram því stuttu seinna átti Rakel Logadóttir sprett upp kantinn og sendi boltann fyrir á fyrirliðann Katrínu Jónsdóttir sem átti í engum vandræðum með að klára færið sitt og skoraði sitt annað mark í leiknum. Fallegt spil Valsstúlkna. Thelma Björk bætti við sjötta markinu úr stuttu færi og óhætt að segja að aðeins eitt lið hafi verið inná vellinum í fyrrihálfleiknum en allur fyrri hálfleikur fór fram á vallarhelmingi gestanna. Staðan var 6-0 heimastúlkum í vil er Valdimar Pálsson dómari leiksins blés til leikhlés. Sýningin hélt áfram í síðari hálfleik en Björk Gunnarsdóttir kom inn á í lið Vals eftir leikhlé og hún var ekki lengi að láta til sín taka. Björk var aðeins búin að vera inná vellinum í rúmar fimm mínútur þegar að hún var búinn að skora tvö mörk, frábær innkoma hjá henni. Eftir um klukkutíma leik átti Hallbera Guðný skot sem var varið í slánna en þar var Kristín Ýr mætt og potaði boltanum yfir línuna og staðan orðin 9-0 Valsstúlkum í vil. Dagný Bryjnarsdóttir skoraði svo tíunda og síðasta mark Vals eftir sendingu frá Björk Gunnarsdóttir og stærsti sigur sumarsins orðinn að veruleika. Á 87. mínútu fengu Valsstúlkur vítaspyrnu en Kristín Ýr tók spyrnuna sem endaði í stönginni, hún tók aftur við boltanum og skoraði en markið ógilt þar sem annar leikmaður hefði þurft að taka við boltanum. Þannig fór það og Valsstúlkur fögnuðu vel og innilega eftir óaðfinnanlegan leik og gátu þeir 140 sem mættu á völlinn farið heim brosandi eftir bragðgóða markasúpu í boði heimastúlkna á Vodafone-vellinum í kvöld. Valur - Afturelding 10-0 (6-0) 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (2.) 2-0 Rakel Logadóttir (10.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (19.) 4-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (22.) 5-0 Katrín Jónsdóttir (28.) 6-0 Thelma Björk Einarsdóttir (36.) 7-0 Björk Gunnarsdóttir (54.) 8-0 Björk Gunnarsdóttir (57.) 9-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (62.) 10-0 Dagný Brynjarsdóttir (74.) Áhorfendur: 140 Dómari: Valdimar Pálsson 7 Skot (á mark): 27-3 (15-2) Varin skot: María Björg 2 - Elizabeth 5 Horn: 9-0 Aukaspyrnur fengnar: 13-5 Rangstöður: 4-0 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Valsstúlkur svöruðu kallinum í kvöld eftir smá bakslag og rústuðu Aftureldingu 10-0 er liðin mættust í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Það mætti aðeins eitt lið til leiks og það voru heimastúlkur. Valsstúlkur byrjuðu leikinn með látum en Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði með skalla eftir sendingu Thelmu Bjarkar strax eftir aðeins tvær mínútur. Þær voru fljótar að bæta við öðru markinu en Rakel Logadóttir slapp þá inn fyrir vörn gestanna og lagði boltann snyrtilega í netið. Katrín Jónsdóttir fyrirliði Valsstúlkna bætti við þriðja markinu stuttu síðar úr stuttu færi eftir sendingu Dagnýjar Brynjarsdóttir. Gestirnir úr Mosfellsbænum sátu mjög aftarlega og reyndu að verjast þessum stríðs sóknum Vals en án árangurs. Hallbera Guðný Gísladóttir komst á blað þremur mínútum síðar en þá fékk hún boltann út á vinstri vængnum, gerði árás á bakvörð gestanna og kláraði færið sitt vel. Fjörið hélt áfram því stuttu seinna átti Rakel Logadóttir sprett upp kantinn og sendi boltann fyrir á fyrirliðann Katrínu Jónsdóttir sem átti í engum vandræðum með að klára færið sitt og skoraði sitt annað mark í leiknum. Fallegt spil Valsstúlkna. Thelma Björk bætti við sjötta markinu úr stuttu færi og óhætt að segja að aðeins eitt lið hafi verið inná vellinum í fyrrihálfleiknum en allur fyrri hálfleikur fór fram á vallarhelmingi gestanna. Staðan var 6-0 heimastúlkum í vil er Valdimar Pálsson dómari leiksins blés til leikhlés. Sýningin hélt áfram í síðari hálfleik en Björk Gunnarsdóttir kom inn á í lið Vals eftir leikhlé og hún var ekki lengi að láta til sín taka. Björk var aðeins búin að vera inná vellinum í rúmar fimm mínútur þegar að hún var búinn að skora tvö mörk, frábær innkoma hjá henni. Eftir um klukkutíma leik átti Hallbera Guðný skot sem var varið í slánna en þar var Kristín Ýr mætt og potaði boltanum yfir línuna og staðan orðin 9-0 Valsstúlkum í vil. Dagný Bryjnarsdóttir skoraði svo tíunda og síðasta mark Vals eftir sendingu frá Björk Gunnarsdóttir og stærsti sigur sumarsins orðinn að veruleika. Á 87. mínútu fengu Valsstúlkur vítaspyrnu en Kristín Ýr tók spyrnuna sem endaði í stönginni, hún tók aftur við boltanum og skoraði en markið ógilt þar sem annar leikmaður hefði þurft að taka við boltanum. Þannig fór það og Valsstúlkur fögnuðu vel og innilega eftir óaðfinnanlegan leik og gátu þeir 140 sem mættu á völlinn farið heim brosandi eftir bragðgóða markasúpu í boði heimastúlkna á Vodafone-vellinum í kvöld. Valur - Afturelding 10-0 (6-0) 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (2.) 2-0 Rakel Logadóttir (10.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (19.) 4-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (22.) 5-0 Katrín Jónsdóttir (28.) 6-0 Thelma Björk Einarsdóttir (36.) 7-0 Björk Gunnarsdóttir (54.) 8-0 Björk Gunnarsdóttir (57.) 9-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (62.) 10-0 Dagný Brynjarsdóttir (74.) Áhorfendur: 140 Dómari: Valdimar Pálsson 7 Skot (á mark): 27-3 (15-2) Varin skot: María Björg 2 - Elizabeth 5 Horn: 9-0 Aukaspyrnur fengnar: 13-5 Rangstöður: 4-0
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira