Umfjöllun: Markasúpa í boði Valsstúlkna á Vodafone-vellinum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 15. júní 2010 21:45 Valsstúlkur svöruðu kallinum í kvöld eftir smá bakslag og rústuðu Aftureldingu 10-0 er liðin mættust í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Það mætti aðeins eitt lið til leiks og það voru heimastúlkur. Valsstúlkur byrjuðu leikinn með látum en Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði með skalla eftir sendingu Thelmu Bjarkar strax eftir aðeins tvær mínútur. Þær voru fljótar að bæta við öðru markinu en Rakel Logadóttir slapp þá inn fyrir vörn gestanna og lagði boltann snyrtilega í netið. Katrín Jónsdóttir fyrirliði Valsstúlkna bætti við þriðja markinu stuttu síðar úr stuttu færi eftir sendingu Dagnýjar Brynjarsdóttir. Gestirnir úr Mosfellsbænum sátu mjög aftarlega og reyndu að verjast þessum stríðs sóknum Vals en án árangurs. Hallbera Guðný Gísladóttir komst á blað þremur mínútum síðar en þá fékk hún boltann út á vinstri vængnum, gerði árás á bakvörð gestanna og kláraði færið sitt vel. Fjörið hélt áfram því stuttu seinna átti Rakel Logadóttir sprett upp kantinn og sendi boltann fyrir á fyrirliðann Katrínu Jónsdóttir sem átti í engum vandræðum með að klára færið sitt og skoraði sitt annað mark í leiknum. Fallegt spil Valsstúlkna. Thelma Björk bætti við sjötta markinu úr stuttu færi og óhætt að segja að aðeins eitt lið hafi verið inná vellinum í fyrrihálfleiknum en allur fyrri hálfleikur fór fram á vallarhelmingi gestanna. Staðan var 6-0 heimastúlkum í vil er Valdimar Pálsson dómari leiksins blés til leikhlés. Sýningin hélt áfram í síðari hálfleik en Björk Gunnarsdóttir kom inn á í lið Vals eftir leikhlé og hún var ekki lengi að láta til sín taka. Björk var aðeins búin að vera inná vellinum í rúmar fimm mínútur þegar að hún var búinn að skora tvö mörk, frábær innkoma hjá henni. Eftir um klukkutíma leik átti Hallbera Guðný skot sem var varið í slánna en þar var Kristín Ýr mætt og potaði boltanum yfir línuna og staðan orðin 9-0 Valsstúlkum í vil. Dagný Bryjnarsdóttir skoraði svo tíunda og síðasta mark Vals eftir sendingu frá Björk Gunnarsdóttir og stærsti sigur sumarsins orðinn að veruleika. Á 87. mínútu fengu Valsstúlkur vítaspyrnu en Kristín Ýr tók spyrnuna sem endaði í stönginni, hún tók aftur við boltanum og skoraði en markið ógilt þar sem annar leikmaður hefði þurft að taka við boltanum. Þannig fór það og Valsstúlkur fögnuðu vel og innilega eftir óaðfinnanlegan leik og gátu þeir 140 sem mættu á völlinn farið heim brosandi eftir bragðgóða markasúpu í boði heimastúlkna á Vodafone-vellinum í kvöld. Valur - Afturelding 10-0 (6-0) 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (2.) 2-0 Rakel Logadóttir (10.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (19.) 4-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (22.) 5-0 Katrín Jónsdóttir (28.) 6-0 Thelma Björk Einarsdóttir (36.) 7-0 Björk Gunnarsdóttir (54.) 8-0 Björk Gunnarsdóttir (57.) 9-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (62.) 10-0 Dagný Brynjarsdóttir (74.) Áhorfendur: 140 Dómari: Valdimar Pálsson 7 Skot (á mark): 27-3 (15-2) Varin skot: María Björg 2 - Elizabeth 5 Horn: 9-0 Aukaspyrnur fengnar: 13-5 Rangstöður: 4-0 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Valsstúlkur svöruðu kallinum í kvöld eftir smá bakslag og rústuðu Aftureldingu 10-0 er liðin mættust í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Það mætti aðeins eitt lið til leiks og það voru heimastúlkur. Valsstúlkur byrjuðu leikinn með látum en Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði með skalla eftir sendingu Thelmu Bjarkar strax eftir aðeins tvær mínútur. Þær voru fljótar að bæta við öðru markinu en Rakel Logadóttir slapp þá inn fyrir vörn gestanna og lagði boltann snyrtilega í netið. Katrín Jónsdóttir fyrirliði Valsstúlkna bætti við þriðja markinu stuttu síðar úr stuttu færi eftir sendingu Dagnýjar Brynjarsdóttir. Gestirnir úr Mosfellsbænum sátu mjög aftarlega og reyndu að verjast þessum stríðs sóknum Vals en án árangurs. Hallbera Guðný Gísladóttir komst á blað þremur mínútum síðar en þá fékk hún boltann út á vinstri vængnum, gerði árás á bakvörð gestanna og kláraði færið sitt vel. Fjörið hélt áfram því stuttu seinna átti Rakel Logadóttir sprett upp kantinn og sendi boltann fyrir á fyrirliðann Katrínu Jónsdóttir sem átti í engum vandræðum með að klára færið sitt og skoraði sitt annað mark í leiknum. Fallegt spil Valsstúlkna. Thelma Björk bætti við sjötta markinu úr stuttu færi og óhætt að segja að aðeins eitt lið hafi verið inná vellinum í fyrrihálfleiknum en allur fyrri hálfleikur fór fram á vallarhelmingi gestanna. Staðan var 6-0 heimastúlkum í vil er Valdimar Pálsson dómari leiksins blés til leikhlés. Sýningin hélt áfram í síðari hálfleik en Björk Gunnarsdóttir kom inn á í lið Vals eftir leikhlé og hún var ekki lengi að láta til sín taka. Björk var aðeins búin að vera inná vellinum í rúmar fimm mínútur þegar að hún var búinn að skora tvö mörk, frábær innkoma hjá henni. Eftir um klukkutíma leik átti Hallbera Guðný skot sem var varið í slánna en þar var Kristín Ýr mætt og potaði boltanum yfir línuna og staðan orðin 9-0 Valsstúlkum í vil. Dagný Bryjnarsdóttir skoraði svo tíunda og síðasta mark Vals eftir sendingu frá Björk Gunnarsdóttir og stærsti sigur sumarsins orðinn að veruleika. Á 87. mínútu fengu Valsstúlkur vítaspyrnu en Kristín Ýr tók spyrnuna sem endaði í stönginni, hún tók aftur við boltanum og skoraði en markið ógilt þar sem annar leikmaður hefði þurft að taka við boltanum. Þannig fór það og Valsstúlkur fögnuðu vel og innilega eftir óaðfinnanlegan leik og gátu þeir 140 sem mættu á völlinn farið heim brosandi eftir bragðgóða markasúpu í boði heimastúlkna á Vodafone-vellinum í kvöld. Valur - Afturelding 10-0 (6-0) 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (2.) 2-0 Rakel Logadóttir (10.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (19.) 4-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (22.) 5-0 Katrín Jónsdóttir (28.) 6-0 Thelma Björk Einarsdóttir (36.) 7-0 Björk Gunnarsdóttir (54.) 8-0 Björk Gunnarsdóttir (57.) 9-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (62.) 10-0 Dagný Brynjarsdóttir (74.) Áhorfendur: 140 Dómari: Valdimar Pálsson 7 Skot (á mark): 27-3 (15-2) Varin skot: María Björg 2 - Elizabeth 5 Horn: 9-0 Aukaspyrnur fengnar: 13-5 Rangstöður: 4-0
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira