Innlent

Miðlaði upplýsingum áfram

Segist ekki hafa haldið upplýsingum frá þáverandi viðskiptaráðherra.
Segist ekki hafa haldið upplýsingum frá þáverandi viðskiptaráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra neitar að hafa haldið upplýsingum frá Björgvin G. Sigurðssyni þáverandi viðskiptaráðherra um bága stöðu bankanna í aðdraganda bankahrunsins. Jafnframt var aldrei rætt um bankaáhlaup á Landsbankann í Bretlandi á fundi sem hún sat með formanni bankaráðs Seðlabankans í forsætisráðuneytinu í apríl 2008.

Þetta kemur fram í bréfi sem Ingibjörg Sólrún sendi Alþingismönnum í gær vegna þingsályktunartillögu þeirra Magnúsar Orra Schram og Oddnýjar Harðardótur, fulltrúa Samfylkingar í þingmannanefnd. Þau hafa lagt til að Ingibjörg verði dregin fyrir Landsdóm í stað Björgvins.

Í bréfinu fjallar hún um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið og ákúrur á hendur sér í forsætisráðherratíð Geirs H. Haarde.

Ingibjörg Sólrún segir í bréfinu ekki hafa haldið upplýsingum frá samflokkfélögum sínum í ríkisstjórninni í aðdraganda bankahrunsins. Þvert á móti hafi hún miðlað upplýsingum af fundum með Seðlabankanum til ráðherra Samfylkingarinnar og trúnaðarmanna á ýmsum fundum. - jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×