Steinunn Valdís segir af sér þingmennsku 27. maí 2010 17:34 Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem Steinunn sendi frá sér segir að nú sé komið að leiðarlokum. Hún mun afhenda forseta Alþingis afsagnarbréf sitt þegar þing kemur saman næstkomandi mánudag. „Ástæður þess mega öllum vera ljósar," segir Steinunn en hún hefur legið undir ámæli fyrir að þiggja háa styrki frá fyrirtækjum til þess að fjármagna prófkjörsbaráttur sínar árið 2006. Nú biður hún kjósendur sína afsökunar á því að hafa hagað kosningabaráttu sinni með þessum hætti og segist hún sjá eftir því að hafa gert það. „Til að sátt megi verða þarf víða að brjóta odd af oflæti og leita eftir megni að því sem sameinar okkur sem manneskjur fremur en því sem sundrar. Með það fyrir augum vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar og stíga til hliðar í þeirri von að kraftar okkar allra beinist fyrst og fremst að uppbyggingu réttláts samfélags," segir Steinunn Valdís í lok tilkynningarinnar sem birtist í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing Steinunnar Valdísar:Kæru umbjóðendur, nú er komið að leiðarlokum. Ég hef ákveðið að segja af mér sem þingmaður Reykvíkinga og þegar þing kemur saman á ný á mánudag mun ég afhenda forseta Alþingis afsagnarbréf mitt. Ástæður þess mega öllum vera ljósar. Ég tel einfaldlega að umræða um fjármögnun kosningabaráttu minnar í tveimur prófkjörum til borgar og þings árið 2006 og vangaveltur um eðli hennar yfirgnæfi öll mín störf á þingi og geri mér því ókleift að rækja skyldur mínar sem bæri. Litlu breytir hvort ásakanir um mútur eða spillingu eiga við rök að styðjast. Sjálf veit ég hvað satt er í þeim efnum og áhugasömum er í lófa lagið að fletta upp í fundargerðum afstöðu minni til erindisrekstrar meintra fjármagnseigenda á þessum tíma, þar sem ég á annað borð hafði einhverja aðkomu sem fulltrúi almennings. Það er skýrastur vitnisburður um hverra hagsmuna ég hef gætt. Í hjarta mínu get ég því ekki beðist afsökunar á að hafa gerst sek um siðspillingu með því að sækjast eftir og fá fjárstyrk frá þessum aðilum á þessum tíma. Hversu mjög sem tíðarandinn mótar ákvarðanir hvert sinn hefði ég hins vegar mátt vita á sínum tíma að trausti umbjóðenda minna á mínum störfum væri mögulega teflt í tvísýnu með því að sækja fjármagn til fyrirtækja. Gildir þá einu hversu góður hugur lá þar að baki eða hversu vel ég sjálf treysti dómgreind minni og heiðarleika í framhaldinu eða hverslags ljósi er brugðið á veruleikann sem var. Undan því kemst ég ekki og undan því skal ég ekki víkja mér. Ég bið kjósendur afsökunar á að hafa hagað kosningabaráttu minni með þessum hætti og sé eftir að hafa gert það. Málstaður okkar og baráttumál eru heil og sönn og fyrir þetta hafa þau liðið. Ég vil einnig biðjast velvirðingar á að hafa ekki gert þessa ákvörðun mína opinbera fyrr. Verð ég að játa að persónulegt stolt réði þar miklu, ég kærði mig ekki um að tilkynna þetta undir hrópum um óheiðarleika, siðspillingu og mútuþægni. Vildi fá að velja réttan tíma. Réttur tími kemur hins vegar aldrei og hversu mjög sem ég kynni að óska þess eru litlar líkur á að njóta ýtrasta sannmælis. Enda er það aukaatriði. Aðalatriðið er að gera þær umbætur í samfélaginu sem líklegar eru til að lækna sárin sem hrunið hefur valdið okkur. Til að sátt megi verða þarf víða að brjóta odd af oflæti og leita eftir megni að því sem sameinar okkur sem manneskjur fremur en því sem sundrar. Með það fyrir augum vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar og stíga til hliðar í þeirri von að kraftar okkar allra beinist fyrst og fremst að uppbyggingu réttláts samfélags. Með sumarkveðju, Steinunn Valdís Óskarsdóttir Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Steinunn Valdís Óskarsdóttir hefur ákveðið að segja af sér sem þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík. Í yfirlýsingu sem Steinunn sendi frá sér segir að nú sé komið að leiðarlokum. Hún mun afhenda forseta Alþingis afsagnarbréf sitt þegar þing kemur saman næstkomandi mánudag. „Ástæður þess mega öllum vera ljósar," segir Steinunn en hún hefur legið undir ámæli fyrir að þiggja háa styrki frá fyrirtækjum til þess að fjármagna prófkjörsbaráttur sínar árið 2006. Nú biður hún kjósendur sína afsökunar á því að hafa hagað kosningabaráttu sinni með þessum hætti og segist hún sjá eftir því að hafa gert það. „Til að sátt megi verða þarf víða að brjóta odd af oflæti og leita eftir megni að því sem sameinar okkur sem manneskjur fremur en því sem sundrar. Með það fyrir augum vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar og stíga til hliðar í þeirri von að kraftar okkar allra beinist fyrst og fremst að uppbyggingu réttláts samfélags," segir Steinunn Valdís í lok tilkynningarinnar sem birtist í heild sinni hér að neðan.Yfirlýsing Steinunnar Valdísar:Kæru umbjóðendur, nú er komið að leiðarlokum. Ég hef ákveðið að segja af mér sem þingmaður Reykvíkinga og þegar þing kemur saman á ný á mánudag mun ég afhenda forseta Alþingis afsagnarbréf mitt. Ástæður þess mega öllum vera ljósar. Ég tel einfaldlega að umræða um fjármögnun kosningabaráttu minnar í tveimur prófkjörum til borgar og þings árið 2006 og vangaveltur um eðli hennar yfirgnæfi öll mín störf á þingi og geri mér því ókleift að rækja skyldur mínar sem bæri. Litlu breytir hvort ásakanir um mútur eða spillingu eiga við rök að styðjast. Sjálf veit ég hvað satt er í þeim efnum og áhugasömum er í lófa lagið að fletta upp í fundargerðum afstöðu minni til erindisrekstrar meintra fjármagnseigenda á þessum tíma, þar sem ég á annað borð hafði einhverja aðkomu sem fulltrúi almennings. Það er skýrastur vitnisburður um hverra hagsmuna ég hef gætt. Í hjarta mínu get ég því ekki beðist afsökunar á að hafa gerst sek um siðspillingu með því að sækjast eftir og fá fjárstyrk frá þessum aðilum á þessum tíma. Hversu mjög sem tíðarandinn mótar ákvarðanir hvert sinn hefði ég hins vegar mátt vita á sínum tíma að trausti umbjóðenda minna á mínum störfum væri mögulega teflt í tvísýnu með því að sækja fjármagn til fyrirtækja. Gildir þá einu hversu góður hugur lá þar að baki eða hversu vel ég sjálf treysti dómgreind minni og heiðarleika í framhaldinu eða hverslags ljósi er brugðið á veruleikann sem var. Undan því kemst ég ekki og undan því skal ég ekki víkja mér. Ég bið kjósendur afsökunar á að hafa hagað kosningabaráttu minni með þessum hætti og sé eftir að hafa gert það. Málstaður okkar og baráttumál eru heil og sönn og fyrir þetta hafa þau liðið. Ég vil einnig biðjast velvirðingar á að hafa ekki gert þessa ákvörðun mína opinbera fyrr. Verð ég að játa að persónulegt stolt réði þar miklu, ég kærði mig ekki um að tilkynna þetta undir hrópum um óheiðarleika, siðspillingu og mútuþægni. Vildi fá að velja réttan tíma. Réttur tími kemur hins vegar aldrei og hversu mjög sem ég kynni að óska þess eru litlar líkur á að njóta ýtrasta sannmælis. Enda er það aukaatriði. Aðalatriðið er að gera þær umbætur í samfélaginu sem líklegar eru til að lækna sárin sem hrunið hefur valdið okkur. Til að sátt megi verða þarf víða að brjóta odd af oflæti og leita eftir megni að því sem sameinar okkur sem manneskjur fremur en því sem sundrar. Með það fyrir augum vil ég leggja mitt lóð á vogarskálarnar og stíga til hliðar í þeirri von að kraftar okkar allra beinist fyrst og fremst að uppbyggingu réttláts samfélags. Með sumarkveðju, Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira