Álagningin á bensín eykst milli mánaða 11. nóvember 2010 06:00 Runólfur Ólafsson Lítraverð á eldsneyti nálgast 200 krónur í fyrsta sinn síðan í sumar. Verð nánast það sama um allt land. Álagning olíufyrirtækjanna á bensínlítrann ekki meiri síðan í vor. Skattar nema rúmum helmingi af útsöluverði bensíns. Útsöluverð á eldsneyti hefur hækkað nokkuð á undanförnum vikum og er nú komið rétt upp undir 200 krónur á lítrann. Nánast sama verð er á útsölustöðum um allt land. Samkvæmt vefnum bensinverd.is var ódýrast að kaupa hjá Orkunni, þar sem lítrinn kostaði 198,3 á öllum stöðvum, en dýrast var að versla við Shell þar sem lítrinn var á 199,9 krónur. Þess má geta að bæði félögin eru í eigu Skeljungs hf. Þrátt fyrir verðhækkunina er ekki að sjá að hana sé að rekja til hærra innkaupaverðs á bensíni. Samkvæmt tölum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem reiknar verðið út frá verðlagi og gengi Bandaríkjadals á hverjum tíma, var innkaupaverð auk opinberra gjalda, það sem af er nóvembermánuði, 167,3 krónur og meðalverð á sama tíma var 197,6 krónur. Miðað við þær tölur er álagningin 30,3 krónur, en hún hefur ekki verið hærri frá því í maí þegar hún var 31,7 krónur. Þá hafði álagningin ekki verið hærri frá því í febrúar 2009. Útsöluverð hefur hækkað um rúman þriðjung frá ársbyrjun 2009, en hluti af því er mikil stígandi í skattheimtu ríkisins. Samkvæmt tölum FÍB hafa skattar farið úr 76 krónum á lítrann upp í 103, en náðu reyndar hámarki í apríl þegar 105,6 krónur af hverjum lítra, sem þá kostaði 210 krónur, runnu til ríkisins í formi skatta. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir í samtali við Fréttablaðið að þessar tölur bendi til þess að olíufélögin séu að bæta í álagninguna og það vinni upp lækkun á álagningu sem varð í sumar. „Það kom svolítið fjör á markaðinn í sumar þegar Orkan reið á vaðið og var með sama verð á hverju sölusvæði, sem varð síðar sama verð um allt land. Þá minnkaði líka munurinn sem hafði alltaf verið á sjálfsafgreiðslustöðvum og þjónustustöðvum niður í 30 aura." Runólfur segir að þetta sé virkilega áhyggjuefni fyrir bifreiðaeigendur hér á landi. „Við sjáum að lítraverðið er komið upp undir 200 krónur og það er ekki hvetjandi. Svo kemur þetta ofan í fréttir um að enn séu hugmyndir um að setja veggjöld á vegina til og frá Reykjavík, sem við í FÍB erum alfarið á móti." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Lítraverð á eldsneyti nálgast 200 krónur í fyrsta sinn síðan í sumar. Verð nánast það sama um allt land. Álagning olíufyrirtækjanna á bensínlítrann ekki meiri síðan í vor. Skattar nema rúmum helmingi af útsöluverði bensíns. Útsöluverð á eldsneyti hefur hækkað nokkuð á undanförnum vikum og er nú komið rétt upp undir 200 krónur á lítrann. Nánast sama verð er á útsölustöðum um allt land. Samkvæmt vefnum bensinverd.is var ódýrast að kaupa hjá Orkunni, þar sem lítrinn kostaði 198,3 á öllum stöðvum, en dýrast var að versla við Shell þar sem lítrinn var á 199,9 krónur. Þess má geta að bæði félögin eru í eigu Skeljungs hf. Þrátt fyrir verðhækkunina er ekki að sjá að hana sé að rekja til hærra innkaupaverðs á bensíni. Samkvæmt tölum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem reiknar verðið út frá verðlagi og gengi Bandaríkjadals á hverjum tíma, var innkaupaverð auk opinberra gjalda, það sem af er nóvembermánuði, 167,3 krónur og meðalverð á sama tíma var 197,6 krónur. Miðað við þær tölur er álagningin 30,3 krónur, en hún hefur ekki verið hærri frá því í maí þegar hún var 31,7 krónur. Þá hafði álagningin ekki verið hærri frá því í febrúar 2009. Útsöluverð hefur hækkað um rúman þriðjung frá ársbyrjun 2009, en hluti af því er mikil stígandi í skattheimtu ríkisins. Samkvæmt tölum FÍB hafa skattar farið úr 76 krónum á lítrann upp í 103, en náðu reyndar hámarki í apríl þegar 105,6 krónur af hverjum lítra, sem þá kostaði 210 krónur, runnu til ríkisins í formi skatta. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir í samtali við Fréttablaðið að þessar tölur bendi til þess að olíufélögin séu að bæta í álagninguna og það vinni upp lækkun á álagningu sem varð í sumar. „Það kom svolítið fjör á markaðinn í sumar þegar Orkan reið á vaðið og var með sama verð á hverju sölusvæði, sem varð síðar sama verð um allt land. Þá minnkaði líka munurinn sem hafði alltaf verið á sjálfsafgreiðslustöðvum og þjónustustöðvum niður í 30 aura." Runólfur segir að þetta sé virkilega áhyggjuefni fyrir bifreiðaeigendur hér á landi. „Við sjáum að lítraverðið er komið upp undir 200 krónur og það er ekki hvetjandi. Svo kemur þetta ofan í fréttir um að enn séu hugmyndir um að setja veggjöld á vegina til og frá Reykjavík, sem við í FÍB erum alfarið á móti." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira