Álagningin á bensín eykst milli mánaða 11. nóvember 2010 06:00 Runólfur Ólafsson Lítraverð á eldsneyti nálgast 200 krónur í fyrsta sinn síðan í sumar. Verð nánast það sama um allt land. Álagning olíufyrirtækjanna á bensínlítrann ekki meiri síðan í vor. Skattar nema rúmum helmingi af útsöluverði bensíns. Útsöluverð á eldsneyti hefur hækkað nokkuð á undanförnum vikum og er nú komið rétt upp undir 200 krónur á lítrann. Nánast sama verð er á útsölustöðum um allt land. Samkvæmt vefnum bensinverd.is var ódýrast að kaupa hjá Orkunni, þar sem lítrinn kostaði 198,3 á öllum stöðvum, en dýrast var að versla við Shell þar sem lítrinn var á 199,9 krónur. Þess má geta að bæði félögin eru í eigu Skeljungs hf. Þrátt fyrir verðhækkunina er ekki að sjá að hana sé að rekja til hærra innkaupaverðs á bensíni. Samkvæmt tölum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem reiknar verðið út frá verðlagi og gengi Bandaríkjadals á hverjum tíma, var innkaupaverð auk opinberra gjalda, það sem af er nóvembermánuði, 167,3 krónur og meðalverð á sama tíma var 197,6 krónur. Miðað við þær tölur er álagningin 30,3 krónur, en hún hefur ekki verið hærri frá því í maí þegar hún var 31,7 krónur. Þá hafði álagningin ekki verið hærri frá því í febrúar 2009. Útsöluverð hefur hækkað um rúman þriðjung frá ársbyrjun 2009, en hluti af því er mikil stígandi í skattheimtu ríkisins. Samkvæmt tölum FÍB hafa skattar farið úr 76 krónum á lítrann upp í 103, en náðu reyndar hámarki í apríl þegar 105,6 krónur af hverjum lítra, sem þá kostaði 210 krónur, runnu til ríkisins í formi skatta. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir í samtali við Fréttablaðið að þessar tölur bendi til þess að olíufélögin séu að bæta í álagninguna og það vinni upp lækkun á álagningu sem varð í sumar. „Það kom svolítið fjör á markaðinn í sumar þegar Orkan reið á vaðið og var með sama verð á hverju sölusvæði, sem varð síðar sama verð um allt land. Þá minnkaði líka munurinn sem hafði alltaf verið á sjálfsafgreiðslustöðvum og þjónustustöðvum niður í 30 aura." Runólfur segir að þetta sé virkilega áhyggjuefni fyrir bifreiðaeigendur hér á landi. „Við sjáum að lítraverðið er komið upp undir 200 krónur og það er ekki hvetjandi. Svo kemur þetta ofan í fréttir um að enn séu hugmyndir um að setja veggjöld á vegina til og frá Reykjavík, sem við í FÍB erum alfarið á móti." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira
Lítraverð á eldsneyti nálgast 200 krónur í fyrsta sinn síðan í sumar. Verð nánast það sama um allt land. Álagning olíufyrirtækjanna á bensínlítrann ekki meiri síðan í vor. Skattar nema rúmum helmingi af útsöluverði bensíns. Útsöluverð á eldsneyti hefur hækkað nokkuð á undanförnum vikum og er nú komið rétt upp undir 200 krónur á lítrann. Nánast sama verð er á útsölustöðum um allt land. Samkvæmt vefnum bensinverd.is var ódýrast að kaupa hjá Orkunni, þar sem lítrinn kostaði 198,3 á öllum stöðvum, en dýrast var að versla við Shell þar sem lítrinn var á 199,9 krónur. Þess má geta að bæði félögin eru í eigu Skeljungs hf. Þrátt fyrir verðhækkunina er ekki að sjá að hana sé að rekja til hærra innkaupaverðs á bensíni. Samkvæmt tölum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), sem reiknar verðið út frá verðlagi og gengi Bandaríkjadals á hverjum tíma, var innkaupaverð auk opinberra gjalda, það sem af er nóvembermánuði, 167,3 krónur og meðalverð á sama tíma var 197,6 krónur. Miðað við þær tölur er álagningin 30,3 krónur, en hún hefur ekki verið hærri frá því í maí þegar hún var 31,7 krónur. Þá hafði álagningin ekki verið hærri frá því í febrúar 2009. Útsöluverð hefur hækkað um rúman þriðjung frá ársbyrjun 2009, en hluti af því er mikil stígandi í skattheimtu ríkisins. Samkvæmt tölum FÍB hafa skattar farið úr 76 krónum á lítrann upp í 103, en náðu reyndar hámarki í apríl þegar 105,6 krónur af hverjum lítra, sem þá kostaði 210 krónur, runnu til ríkisins í formi skatta. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir í samtali við Fréttablaðið að þessar tölur bendi til þess að olíufélögin séu að bæta í álagninguna og það vinni upp lækkun á álagningu sem varð í sumar. „Það kom svolítið fjör á markaðinn í sumar þegar Orkan reið á vaðið og var með sama verð á hverju sölusvæði, sem varð síðar sama verð um allt land. Þá minnkaði líka munurinn sem hafði alltaf verið á sjálfsafgreiðslustöðvum og þjónustustöðvum niður í 30 aura." Runólfur segir að þetta sé virkilega áhyggjuefni fyrir bifreiðaeigendur hér á landi. „Við sjáum að lítraverðið er komið upp undir 200 krónur og það er ekki hvetjandi. Svo kemur þetta ofan í fréttir um að enn séu hugmyndir um að setja veggjöld á vegina til og frá Reykjavík, sem við í FÍB erum alfarið á móti." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Sjá meira