Kynþáttafordómar líðast ekki 15. september 2010 06:00 Undanfarið hafa fjölmiðlar sagt frá því að kúbverskir feðgar með íslenskan ríkisborgararétt hafi flutt úr landi vegna kynþáttafordóma. Ég þekki ekki til málsins annað en það sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum en ef rétt reynist þá þurfum við að taka okkur saman sem þjóð og senda út skýr skilaboð. Útlendingahatur og kynþáttafordómar líðast ekki og eiga aldrei líðast í samfélagi okkar. Þjóð er ekkert annað en fólkið sem í samfélaginu býr, óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, kynferði, kynhneigð, fötlun eða heilsufari. Lykillinn að farsælu samfélagi er að öllum íbúum líði vel, búi við jöfn tækifæri og að íbúar lifi í sátt og samlyndi við hvern annan. Í baráttunni gegn kynþáttafordómum er mikilvægt að benda á tvennt. Í fyrsta lagi geta fáar þjóðir rakið uppruna sinn og sögu á líkan hátt og Íslendingar. Fyrstu Íslendingarnir voru útlendingar sem lögðu á sig langt og erfitt ferðlag og námu hér land í leit að betra lífsviðurværi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, slíkt hefur maðurinn gert frá örófi alda. Undanfarna áratugi hafa fólksflutningar til Íslands aukist verulega, en á sama tíma hafa flutningar úr landi einnig verið töluverðir, og þá sérstaklega undanfarin tvö ár. Íslendingar eru ekki eingöngu víkingar heldur líka innflytjendur og það ætti að vera jafn sjálfsagður hluti af sjálfsmynd okkar og víkingaímyndin. Í öðru lagi má minna á að hörundslitur manna ræðst af náttúruaðlögun. Það þýðir að lífverur á miðbaugi jarðar þurftu að aðlagast hita meðan fólk á norðlægari slóðum þurfti að aðlagast kulda. Því meiri sól, því meira C-vítamín í húðinni og því dekkri hörundslitur. Því meiri kuldi, því minni og þreknari lífverur, til að auðvelda fólki og dýrum að halda á sér hita. Mikið flóknara er það nú ekki. Við getum til dæmis séð hvernig tognað hefur úr Íslendingum eftir að þeir fóru að búa í upphituðum húsum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga þegar upp koma dæmi um kynþáttafordóma á Íslandi. Fordómar vegna húðlitar eru byggðir á ranghugmyndum og fordómum um að munur sé á hæfni og getu fólks eftir hörundslit og útliti. Sambærilegir fordómar eiga víða upp á pallborðið í dag gagnvart trúarbrögðum. Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu er verið að vinna að innleiðingu mismununartilskipana frá Evrópusambandinu. Önnur þessara tilskipana gengur út á að tryggja jafna meðferð manna án tillits til kynþáttar eða þjóðernis. Með henni verður tryggður réttur allra manna til jafnréttis og til verndar gegn mismunun en hvort tveggja er almennur réttur sem er viðurkenndur í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Að útrýma fordómum er samvinnuverkefni okkar allra. Það er gleðilegt að lögreglan hafi tekið hart á þessu máli. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í að gæta öryggis allra borgara og þarf að vera vakandi gagnvart hvers kyns fordómum og ofbeldi sem tengist er þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fjölmiðlar sagt frá því að kúbverskir feðgar með íslenskan ríkisborgararétt hafi flutt úr landi vegna kynþáttafordóma. Ég þekki ekki til málsins annað en það sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum en ef rétt reynist þá þurfum við að taka okkur saman sem þjóð og senda út skýr skilaboð. Útlendingahatur og kynþáttafordómar líðast ekki og eiga aldrei líðast í samfélagi okkar. Þjóð er ekkert annað en fólkið sem í samfélaginu býr, óháð uppruna, þjóðerni, litarhætti, trúarbrögðum, kynferði, kynhneigð, fötlun eða heilsufari. Lykillinn að farsælu samfélagi er að öllum íbúum líði vel, búi við jöfn tækifæri og að íbúar lifi í sátt og samlyndi við hvern annan. Í baráttunni gegn kynþáttafordómum er mikilvægt að benda á tvennt. Í fyrsta lagi geta fáar þjóðir rakið uppruna sinn og sögu á líkan hátt og Íslendingar. Fyrstu Íslendingarnir voru útlendingar sem lögðu á sig langt og erfitt ferðlag og námu hér land í leit að betra lífsviðurværi. Það er svo sem ekki í frásögur færandi, slíkt hefur maðurinn gert frá örófi alda. Undanfarna áratugi hafa fólksflutningar til Íslands aukist verulega, en á sama tíma hafa flutningar úr landi einnig verið töluverðir, og þá sérstaklega undanfarin tvö ár. Íslendingar eru ekki eingöngu víkingar heldur líka innflytjendur og það ætti að vera jafn sjálfsagður hluti af sjálfsmynd okkar og víkingaímyndin. Í öðru lagi má minna á að hörundslitur manna ræðst af náttúruaðlögun. Það þýðir að lífverur á miðbaugi jarðar þurftu að aðlagast hita meðan fólk á norðlægari slóðum þurfti að aðlagast kulda. Því meiri sól, því meira C-vítamín í húðinni og því dekkri hörundslitur. Því meiri kuldi, því minni og þreknari lífverur, til að auðvelda fólki og dýrum að halda á sér hita. Mikið flóknara er það nú ekki. Við getum til dæmis séð hvernig tognað hefur úr Íslendingum eftir að þeir fóru að búa í upphituðum húsum. Það er mikilvægt að halda þessu til haga þegar upp koma dæmi um kynþáttafordóma á Íslandi. Fordómar vegna húðlitar eru byggðir á ranghugmyndum og fordómum um að munur sé á hæfni og getu fólks eftir hörundslit og útliti. Sambærilegir fordómar eiga víða upp á pallborðið í dag gagnvart trúarbrögðum. Í félags- og tryggingamálaráðuneytinu er verið að vinna að innleiðingu mismununartilskipana frá Evrópusambandinu. Önnur þessara tilskipana gengur út á að tryggja jafna meðferð manna án tillits til kynþáttar eða þjóðernis. Með henni verður tryggður réttur allra manna til jafnréttis og til verndar gegn mismunun en hvort tveggja er almennur réttur sem er viðurkenndur í Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Að útrýma fordómum er samvinnuverkefni okkar allra. Það er gleðilegt að lögreglan hafi tekið hart á þessu máli. Hún gegnir mikilvægu hlutverki í að gæta öryggis allra borgara og þarf að vera vakandi gagnvart hvers kyns fordómum og ofbeldi sem tengist er þeim.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar