Bannað að selja heitt vatn til Hvergerðinga 25. ágúst 2010 05:00 Hveragerði Hitaveita Hveragerðis var seld til Orkuveitunnar árið 2004. Auk þess sem nýtanleg orka í eignarlandi bæjarins fylgdi með í kaupunum fékk Orkuveitan einkarétt á að selja heitt vatn og gufu í bænum.Fréttablaðið/Valli Fyrirtækið Ræktunarmiðstöðin sf. sem verið hefur í rekstri gróðrarstöðvar og jarðverktöku fær ekki að selja Hvergerðingum heitt vatn og gufu. Ræktunarmiðstöðin á um tveggja hektara land í Fagrahvammi í miðju Hveragerði. Jóhann Ísleifsson sendi bæjaryfirvöldum bréf fyrir hönd fyrirtækisins og óskaði heimildar til að bora eftir heitu vatni í landinu og síðan starfrækja hitaveitu. Beiðninni var synjað. „Það er ekki bæjarins að veita slíka heimild,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Hveragerðisbær seldi hitaveitu bæjarins til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2004. „Með fylgdi einkaréttur til vinnslu á eignarlandi Hveragerðisbæjar og sölu á heitu vatni í Hveragerði,“ útskýrir Aldís. „Ég lít á þetta sem þarna hafi bæjarstjórn verið að skerða atvinnuréttindi íbúa bæjarins með þessum gjörningi og finnst spurning hvort það sé leyfilegt,“ segir Jóhann hins vegar. Aldís segir sölu Hitaveitu Hveragerðis hafa verið mjög umdeilda. Þá hafi að vísu verið nefnt atriðið með einkaréttinn en fyrst og fremst hafi verið deilt um söluna og kaupverðið á þeirri auðlind sem fylgdi með. „Í samningnum við Orkuveituna var ekki gert ráð fyrir því að einkaaðilar gætu tekið upp á því að bora í sínu landi eins og nú er komið í ljós að áhugi er fyrir,“ segir hún. Jóhann kveðst gera ráð fyrir að töluvert heitt vatn sé í Fagrahvammi enda séu tvær mjög öflugar borholur þar við hliðina. „Við viljum kanna hvort það sé möguleiki að nýta það og þá kannski með rekstur hitaveitu í huga. Við höfum heyrt af því að Orkuveitan ætli að hætta að reka hér gufuveitu og það yrði gríðarlegt áfall því hér eru gróðurhúsabændur og fyrirtæki sem eru kaupendur að gufu.“ Aldís segir það mat bæjarráðs að þótt Ræktunarmiðstöðin megi ekki selja frá sér heitt vatn megi fyrirtækið bora í eigin þágu. „Við teljum nokkuð ljóst að landeigandi getur virkjað allt að 3,5 megavöttum á sínu landi til eigin nota,“ segir hún. Orkuveitan boðar miklar gjaldskrárhækkanir vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Jóhann segist ekki þora að segja til um það hvort Ræktunarmiðstöðin gæti selt heitt vatn á lægra verði en OR. „En það er nokkuð ljóst að við þyrftum ekki að byggja eins stórt hús undir okkar aðalstöðvar,“ svarar hann. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Fyrirtækið Ræktunarmiðstöðin sf. sem verið hefur í rekstri gróðrarstöðvar og jarðverktöku fær ekki að selja Hvergerðingum heitt vatn og gufu. Ræktunarmiðstöðin á um tveggja hektara land í Fagrahvammi í miðju Hveragerði. Jóhann Ísleifsson sendi bæjaryfirvöldum bréf fyrir hönd fyrirtækisins og óskaði heimildar til að bora eftir heitu vatni í landinu og síðan starfrækja hitaveitu. Beiðninni var synjað. „Það er ekki bæjarins að veita slíka heimild,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Hveragerðisbær seldi hitaveitu bæjarins til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2004. „Með fylgdi einkaréttur til vinnslu á eignarlandi Hveragerðisbæjar og sölu á heitu vatni í Hveragerði,“ útskýrir Aldís. „Ég lít á þetta sem þarna hafi bæjarstjórn verið að skerða atvinnuréttindi íbúa bæjarins með þessum gjörningi og finnst spurning hvort það sé leyfilegt,“ segir Jóhann hins vegar. Aldís segir sölu Hitaveitu Hveragerðis hafa verið mjög umdeilda. Þá hafi að vísu verið nefnt atriðið með einkaréttinn en fyrst og fremst hafi verið deilt um söluna og kaupverðið á þeirri auðlind sem fylgdi með. „Í samningnum við Orkuveituna var ekki gert ráð fyrir því að einkaaðilar gætu tekið upp á því að bora í sínu landi eins og nú er komið í ljós að áhugi er fyrir,“ segir hún. Jóhann kveðst gera ráð fyrir að töluvert heitt vatn sé í Fagrahvammi enda séu tvær mjög öflugar borholur þar við hliðina. „Við viljum kanna hvort það sé möguleiki að nýta það og þá kannski með rekstur hitaveitu í huga. Við höfum heyrt af því að Orkuveitan ætli að hætta að reka hér gufuveitu og það yrði gríðarlegt áfall því hér eru gróðurhúsabændur og fyrirtæki sem eru kaupendur að gufu.“ Aldís segir það mat bæjarráðs að þótt Ræktunarmiðstöðin megi ekki selja frá sér heitt vatn megi fyrirtækið bora í eigin þágu. „Við teljum nokkuð ljóst að landeigandi getur virkjað allt að 3,5 megavöttum á sínu landi til eigin nota,“ segir hún. Orkuveitan boðar miklar gjaldskrárhækkanir vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Jóhann segist ekki þora að segja til um það hvort Ræktunarmiðstöðin gæti selt heitt vatn á lægra verði en OR. „En það er nokkuð ljóst að við þyrftum ekki að byggja eins stórt hús undir okkar aðalstöðvar,“ svarar hann. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira