Bannað að selja heitt vatn til Hvergerðinga 25. ágúst 2010 05:00 Hveragerði Hitaveita Hveragerðis var seld til Orkuveitunnar árið 2004. Auk þess sem nýtanleg orka í eignarlandi bæjarins fylgdi með í kaupunum fékk Orkuveitan einkarétt á að selja heitt vatn og gufu í bænum.Fréttablaðið/Valli Fyrirtækið Ræktunarmiðstöðin sf. sem verið hefur í rekstri gróðrarstöðvar og jarðverktöku fær ekki að selja Hvergerðingum heitt vatn og gufu. Ræktunarmiðstöðin á um tveggja hektara land í Fagrahvammi í miðju Hveragerði. Jóhann Ísleifsson sendi bæjaryfirvöldum bréf fyrir hönd fyrirtækisins og óskaði heimildar til að bora eftir heitu vatni í landinu og síðan starfrækja hitaveitu. Beiðninni var synjað. „Það er ekki bæjarins að veita slíka heimild,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Hveragerðisbær seldi hitaveitu bæjarins til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2004. „Með fylgdi einkaréttur til vinnslu á eignarlandi Hveragerðisbæjar og sölu á heitu vatni í Hveragerði,“ útskýrir Aldís. „Ég lít á þetta sem þarna hafi bæjarstjórn verið að skerða atvinnuréttindi íbúa bæjarins með þessum gjörningi og finnst spurning hvort það sé leyfilegt,“ segir Jóhann hins vegar. Aldís segir sölu Hitaveitu Hveragerðis hafa verið mjög umdeilda. Þá hafi að vísu verið nefnt atriðið með einkaréttinn en fyrst og fremst hafi verið deilt um söluna og kaupverðið á þeirri auðlind sem fylgdi með. „Í samningnum við Orkuveituna var ekki gert ráð fyrir því að einkaaðilar gætu tekið upp á því að bora í sínu landi eins og nú er komið í ljós að áhugi er fyrir,“ segir hún. Jóhann kveðst gera ráð fyrir að töluvert heitt vatn sé í Fagrahvammi enda séu tvær mjög öflugar borholur þar við hliðina. „Við viljum kanna hvort það sé möguleiki að nýta það og þá kannski með rekstur hitaveitu í huga. Við höfum heyrt af því að Orkuveitan ætli að hætta að reka hér gufuveitu og það yrði gríðarlegt áfall því hér eru gróðurhúsabændur og fyrirtæki sem eru kaupendur að gufu.“ Aldís segir það mat bæjarráðs að þótt Ræktunarmiðstöðin megi ekki selja frá sér heitt vatn megi fyrirtækið bora í eigin þágu. „Við teljum nokkuð ljóst að landeigandi getur virkjað allt að 3,5 megavöttum á sínu landi til eigin nota,“ segir hún. Orkuveitan boðar miklar gjaldskrárhækkanir vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Jóhann segist ekki þora að segja til um það hvort Ræktunarmiðstöðin gæti selt heitt vatn á lægra verði en OR. „En það er nokkuð ljóst að við þyrftum ekki að byggja eins stórt hús undir okkar aðalstöðvar,“ svarar hann. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Fyrirtækið Ræktunarmiðstöðin sf. sem verið hefur í rekstri gróðrarstöðvar og jarðverktöku fær ekki að selja Hvergerðingum heitt vatn og gufu. Ræktunarmiðstöðin á um tveggja hektara land í Fagrahvammi í miðju Hveragerði. Jóhann Ísleifsson sendi bæjaryfirvöldum bréf fyrir hönd fyrirtækisins og óskaði heimildar til að bora eftir heitu vatni í landinu og síðan starfrækja hitaveitu. Beiðninni var synjað. „Það er ekki bæjarins að veita slíka heimild,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Hveragerðisbær seldi hitaveitu bæjarins til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2004. „Með fylgdi einkaréttur til vinnslu á eignarlandi Hveragerðisbæjar og sölu á heitu vatni í Hveragerði,“ útskýrir Aldís. „Ég lít á þetta sem þarna hafi bæjarstjórn verið að skerða atvinnuréttindi íbúa bæjarins með þessum gjörningi og finnst spurning hvort það sé leyfilegt,“ segir Jóhann hins vegar. Aldís segir sölu Hitaveitu Hveragerðis hafa verið mjög umdeilda. Þá hafi að vísu verið nefnt atriðið með einkaréttinn en fyrst og fremst hafi verið deilt um söluna og kaupverðið á þeirri auðlind sem fylgdi með. „Í samningnum við Orkuveituna var ekki gert ráð fyrir því að einkaaðilar gætu tekið upp á því að bora í sínu landi eins og nú er komið í ljós að áhugi er fyrir,“ segir hún. Jóhann kveðst gera ráð fyrir að töluvert heitt vatn sé í Fagrahvammi enda séu tvær mjög öflugar borholur þar við hliðina. „Við viljum kanna hvort það sé möguleiki að nýta það og þá kannski með rekstur hitaveitu í huga. Við höfum heyrt af því að Orkuveitan ætli að hætta að reka hér gufuveitu og það yrði gríðarlegt áfall því hér eru gróðurhúsabændur og fyrirtæki sem eru kaupendur að gufu.“ Aldís segir það mat bæjarráðs að þótt Ræktunarmiðstöðin megi ekki selja frá sér heitt vatn megi fyrirtækið bora í eigin þágu. „Við teljum nokkuð ljóst að landeigandi getur virkjað allt að 3,5 megavöttum á sínu landi til eigin nota,“ segir hún. Orkuveitan boðar miklar gjaldskrárhækkanir vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Jóhann segist ekki þora að segja til um það hvort Ræktunarmiðstöðin gæti selt heitt vatn á lægra verði en OR. „En það er nokkuð ljóst að við þyrftum ekki að byggja eins stórt hús undir okkar aðalstöðvar,“ svarar hann. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda