Bannað að selja heitt vatn til Hvergerðinga 25. ágúst 2010 05:00 Hveragerði Hitaveita Hveragerðis var seld til Orkuveitunnar árið 2004. Auk þess sem nýtanleg orka í eignarlandi bæjarins fylgdi með í kaupunum fékk Orkuveitan einkarétt á að selja heitt vatn og gufu í bænum.Fréttablaðið/Valli Fyrirtækið Ræktunarmiðstöðin sf. sem verið hefur í rekstri gróðrarstöðvar og jarðverktöku fær ekki að selja Hvergerðingum heitt vatn og gufu. Ræktunarmiðstöðin á um tveggja hektara land í Fagrahvammi í miðju Hveragerði. Jóhann Ísleifsson sendi bæjaryfirvöldum bréf fyrir hönd fyrirtækisins og óskaði heimildar til að bora eftir heitu vatni í landinu og síðan starfrækja hitaveitu. Beiðninni var synjað. „Það er ekki bæjarins að veita slíka heimild,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Hveragerðisbær seldi hitaveitu bæjarins til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2004. „Með fylgdi einkaréttur til vinnslu á eignarlandi Hveragerðisbæjar og sölu á heitu vatni í Hveragerði,“ útskýrir Aldís. „Ég lít á þetta sem þarna hafi bæjarstjórn verið að skerða atvinnuréttindi íbúa bæjarins með þessum gjörningi og finnst spurning hvort það sé leyfilegt,“ segir Jóhann hins vegar. Aldís segir sölu Hitaveitu Hveragerðis hafa verið mjög umdeilda. Þá hafi að vísu verið nefnt atriðið með einkaréttinn en fyrst og fremst hafi verið deilt um söluna og kaupverðið á þeirri auðlind sem fylgdi með. „Í samningnum við Orkuveituna var ekki gert ráð fyrir því að einkaaðilar gætu tekið upp á því að bora í sínu landi eins og nú er komið í ljós að áhugi er fyrir,“ segir hún. Jóhann kveðst gera ráð fyrir að töluvert heitt vatn sé í Fagrahvammi enda séu tvær mjög öflugar borholur þar við hliðina. „Við viljum kanna hvort það sé möguleiki að nýta það og þá kannski með rekstur hitaveitu í huga. Við höfum heyrt af því að Orkuveitan ætli að hætta að reka hér gufuveitu og það yrði gríðarlegt áfall því hér eru gróðurhúsabændur og fyrirtæki sem eru kaupendur að gufu.“ Aldís segir það mat bæjarráðs að þótt Ræktunarmiðstöðin megi ekki selja frá sér heitt vatn megi fyrirtækið bora í eigin þágu. „Við teljum nokkuð ljóst að landeigandi getur virkjað allt að 3,5 megavöttum á sínu landi til eigin nota,“ segir hún. Orkuveitan boðar miklar gjaldskrárhækkanir vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Jóhann segist ekki þora að segja til um það hvort Ræktunarmiðstöðin gæti selt heitt vatn á lægra verði en OR. „En það er nokkuð ljóst að við þyrftum ekki að byggja eins stórt hús undir okkar aðalstöðvar,“ svarar hann. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira
Fyrirtækið Ræktunarmiðstöðin sf. sem verið hefur í rekstri gróðrarstöðvar og jarðverktöku fær ekki að selja Hvergerðingum heitt vatn og gufu. Ræktunarmiðstöðin á um tveggja hektara land í Fagrahvammi í miðju Hveragerði. Jóhann Ísleifsson sendi bæjaryfirvöldum bréf fyrir hönd fyrirtækisins og óskaði heimildar til að bora eftir heitu vatni í landinu og síðan starfrækja hitaveitu. Beiðninni var synjað. „Það er ekki bæjarins að veita slíka heimild,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. Hveragerðisbær seldi hitaveitu bæjarins til Orkuveitu Reykjavíkur árið 2004. „Með fylgdi einkaréttur til vinnslu á eignarlandi Hveragerðisbæjar og sölu á heitu vatni í Hveragerði,“ útskýrir Aldís. „Ég lít á þetta sem þarna hafi bæjarstjórn verið að skerða atvinnuréttindi íbúa bæjarins með þessum gjörningi og finnst spurning hvort það sé leyfilegt,“ segir Jóhann hins vegar. Aldís segir sölu Hitaveitu Hveragerðis hafa verið mjög umdeilda. Þá hafi að vísu verið nefnt atriðið með einkaréttinn en fyrst og fremst hafi verið deilt um söluna og kaupverðið á þeirri auðlind sem fylgdi með. „Í samningnum við Orkuveituna var ekki gert ráð fyrir því að einkaaðilar gætu tekið upp á því að bora í sínu landi eins og nú er komið í ljós að áhugi er fyrir,“ segir hún. Jóhann kveðst gera ráð fyrir að töluvert heitt vatn sé í Fagrahvammi enda séu tvær mjög öflugar borholur þar við hliðina. „Við viljum kanna hvort það sé möguleiki að nýta það og þá kannski með rekstur hitaveitu í huga. Við höfum heyrt af því að Orkuveitan ætli að hætta að reka hér gufuveitu og það yrði gríðarlegt áfall því hér eru gróðurhúsabændur og fyrirtæki sem eru kaupendur að gufu.“ Aldís segir það mat bæjarráðs að þótt Ræktunarmiðstöðin megi ekki selja frá sér heitt vatn megi fyrirtækið bora í eigin þágu. „Við teljum nokkuð ljóst að landeigandi getur virkjað allt að 3,5 megavöttum á sínu landi til eigin nota,“ segir hún. Orkuveitan boðar miklar gjaldskrárhækkanir vegna erfiðrar fjárhagsstöðu. Jóhann segist ekki þora að segja til um það hvort Ræktunarmiðstöðin gæti selt heitt vatn á lægra verði en OR. „En það er nokkuð ljóst að við þyrftum ekki að byggja eins stórt hús undir okkar aðalstöðvar,“ svarar hann. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Fleiri fréttir Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Sjá meira