Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til Evrópuborga, þ.e. London, Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Osló, Amsterdam, Frankfurt og Parísar á morgun, 18. apríl, verði fellt niður, líkt og raunin var um flugið til Evrópu í dag. Öskufallið frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hefur lokað fyrir alla flugumferð í norðan- og vestanverðri Evrópu.
Fram kemur í tilkynningu flugfélagsins að flug til og frá Bandaríkjunum verður samkvæmt áætlun.
Allt Evrópuflug Icelandair fellur niður á morgun
