Uppstokkun, uppgjör og endurreisn Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 4. febrúar 2010 06:00 Eitt ár er nú liðið frá því að Samfylkingin og Vinstri hreyfingin – grænt framboð mynduðu minnihlutastjórn sem varin var vantrausti á Alþingi af Framsóknarflokknum. Stjórnin var skipuð jafnmörgum körlum og konum og í henni voru tveir ráðherrar utan flokka. Í fyrsta sinn var kona á stóli forsætisráðherra. Allt hefði þetta þótt nokkrum tíðindum sæta, en verkefni stjórnarinnar voru svo yfirþyrmandi að þau voru að sjálfsögðu í fyrirrúmi. Áttatíu daga stjórnin tók rösklega til hendinni og svaraði kalli þjóðarinnar um róttæka uppstokkun, uppgjör við bankahrunið og endurreisn efnahagslífsins. Hún lagði grunn að því að flokkunum tveimur í stjórninni var trúað fyrir að halda áfram á sömu braut í meirihlutastjórn að loknum vorkosningum. Fyrsta meirihlutastjórn jafnaðar- og félagshyggjufólks varð að veruleika. Þegar litið er til baka þá er mér efst í huga að ríkisstjórnir mínar hafa sýnt staðfestu og þrautseigju í þeim verkefnum sem þær hafa tekist á hendur. Það hefur hvergi verið hvikað frá settum markmiðum þótt á ýmsu hafi gengið og tímasettar áætlanir hafi gengið úr skorðum. Slíkt reynir á langlundargeðið en mestu skiptir að stefnt sé í rétta átt því þá mun landi náð að lokum. Það hefur verið mér ákaflega dýrmætt að Samfylkingin hefur staðið þétt að baki formanni sínum og sýnt mikið æðruleysi og yfirvegun í öllu sínu starfi. Þá hefur það verið burðarás í ríkisstjórnunum tveimur að samstarfið við formann Vinstri hreyfingarinnar græns – framboðs hefur verið einstaklega traust og farsælt. Ný mynd um áramótEftir þær efnahagslegu hamfarir sem á Íslandi dundu, beið nýrrar ríkisstjórnar gríðarlega erfitt verkefni. Hrunið bankakerfi, stórlaskaður gjaldmiðill, tekjuöflun ríkissjóðs í engu samræmi við útgjöld, margföldun á skuldum ríkisjóðs var óumflýjanleg, fjármálaleg samskipti við útlönd voru í molum og tæknilegt gjaldþrot þúsunda fyrirtækja og heimila blasti við ef ekkert yrði að gert. Hagfræðingar töluðu um að sjöföld þjóðarframleiðsla hefði tapast í hruninu og hér væri um fordæmalausa viðburði að ræða í sögu þróaðra hagkerfa á friðartímum. En með markvissum aðgerðum ríkisstjórnar, aðila vinnumarkaðarins og samtakamætti þjóðarinnar tókst á liðnu ári að ná ótrúlegum árangri. Í stað efnahagshruns blasti við um áramótin algerlega ný mynd – sannarlega erfitt efnahagsástand og áframhaldandi erfiðleikar um sinn, en vel viðráðanlegt verkefni – síst stærra í sniðum en margar aðrar þjóðir ganga nú í gegnum víða í Evrópu: Gengið stöðugt og hafði ekki verið hærra í 5 mánuði Vextir höfðu lækkað úr 18% í 10% og ekki verið lægri í 4 ár Verðbólga hafði ekki mælst lægri í tæp 2 ár Skuldatryggingaálag ríkisins var komið niður undir 400 og hafði lækkað um helming á árinu Minna atvinnuleysi en spáð var, 8% í stað 10% Minni samdráttur en spáð var, 7,5% í stað 10,6% Skuldir ríkisins og vaxtakostnaður voru minni en spáð var, aðallega vegna aðildar kröfuhafa að endurreisn tveggja stærstu bankanna. Icesave-málið virtist í höfn. Endurskoðun AGS var á dagskrá í lok janúar og áframhaldandi lækkun vaxta, verðbólgu og skuldatryggingaálags og styrking gengis var fyrirsjáanleg á næstu mánuðum. Allt benti því til þess að fram undan væri stutt í viðsnúninginn og í stað samdráttar hillti undir hagvöxt strax um mitt ár. Nú hefur þessum árangri því miður verið stefnt í óvissu, en engu að síður sýnir hann svo ekki verður um villst að verkefnið er ekki óyfirstíganlegt eins og ef til vill virtist í upphafi. Vandasöm verkefniEinn veigamesti þátturinn í endurreisn efnahagslífsins er að ná endum saman í ríkisfjármálunum, án þess að ganga hart að velferðarkerfinu og þeim sem veikast standa og helst þurfa því á stuðningi þess að halda. Ríkisstjórnin tók við ríkisrekstrinum með um 200 milljarða halla á ári. Samkvæmt þeirri efnahagsáætlun sem ríkisstjórnin vinnur eftir er hins vegar gert ráð fyrir að jafnvægi náist í ríkisfjármálum árið 2013. Á síðustu tveimur árum var ríkisfjármálum á Íslandi beitt til þess að milda áhrif efnahagsáfallsins. Hallinn þessi tvö ár nemur tæplega 400 milljörðum króna. Nú verður ekki undan því vikist að ná hallarekstri ríkisins niður. Annars skapast hætta á að ríkið komist í veruleg greiðsluvandræði og skuldakostnaður verði svo hár að ekkert verði afgangs til þess að halda úti velferðarþjónustu og skólum. Annað af mikilvægustu verkefnum ríkisstjórnarinnar var að tryggja að uppgjörið við hrunið og nauðsynlegar breytingar á starfsháttum og regluverki stjórnkerfisins gengju eins hratt og örugglega fyrir sig og kostur var. Starfsemi hins sérstaka saksóknara var stórefld í þessu skyni og Eva Joly ráðin sem sérstakur ráðgjafi stjórnvalda við rannsóknarþáttinn. Ég hef fyrir því sterka tilfinningu að nú sé kominn verulegur skriður á uppgjörið eftir bankahrunið og embætti sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitið standi vel að rannsókn mála. Mikill áfangi í þeirri viðleitni að setja fjármálastarfsemi fastar skorður náðist fyrir helgina þegar mælt var fyrir frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki og frumvarpi til laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Lausbeisluð bankastarfsemi með skaðlegri áhættusækni verður ekki lengur möguleg nái þessar lagaumbætur fram að ganga. Úrræði og breytingarAllt frá myndun núverandi ríkisstjórnar hefur verið unnið að úrræðum sem nýst hafa einstaklingum og fjölskyldum sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna efnahagshremminganna. Vel á þriðja tug aðgerða hafa verið kynntar og milljörðum króna hefur verið ráðstafað til skuldsettra heimila í þessu tilliti, annars vegar í gegnum stórauknar vaxtabætur og hins vegar með því að heimila útborgun séreignasparnaðar að hluta. Greiðslujöfnun verðtryggðra og erlendra lána getur tryggt að afborganir húsnæðislána verði sambærilegar og þær voru fyrir hrun og greiðsluaðlögun þeirra verst settu hefur verið lögleidd. Enda þótt gögn sýni að aðgerðirnar nýtist fólki og skili meiri árangri en almennt er viðurkennt, verður áfram unnið að því að fjölga úrræðum, taka á nauðungarsölum og bæta stöðu þeirra sem þurfa greiðsluaðlögun. Samhliða því að ná árangri í þessum stóru málum sem flest tengjast efnahagshruninu með einum eða öðrum hætti hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir stefnubreytingu á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins í anda þess jöfnuðar og réttlætis sem stjórnarflokkarnir standa fyrir. Við erum að beita okkur fyrir stefnubreytingu í skattamálum, í jafnréttismálum, í umhverfismálum, í sjávarútvegsmálum og stefnubreytingu í málum stjórnkerfis, réttarkerfis, stjórnsýslu og lýðræðis, í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og sótt hefur verið um aðild að Evrópusambandinu. Það er ekki lítið í fang færst og stjórnin þarf ekki að kvíða verkefnisskorti. Og til marks um það að Íslendingar eru síður en svo af baki dottnir þá hefur Ísland á liðnu ári ekki einungis unnið til bronsverðlauna á Evrópumóti í handknattleik og silfurs í Eurovision heldur einnig lent í fyrsta sæti í tveimur úttektum virtra alþjóðastofnanna, annars vegar á sviði jafnréttismála og hins vegar umhverfismála. Ísland hefur því margt að bjóða, hér eftir sem hingað til. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt ár er nú liðið frá því að Samfylkingin og Vinstri hreyfingin – grænt framboð mynduðu minnihlutastjórn sem varin var vantrausti á Alþingi af Framsóknarflokknum. Stjórnin var skipuð jafnmörgum körlum og konum og í henni voru tveir ráðherrar utan flokka. Í fyrsta sinn var kona á stóli forsætisráðherra. Allt hefði þetta þótt nokkrum tíðindum sæta, en verkefni stjórnarinnar voru svo yfirþyrmandi að þau voru að sjálfsögðu í fyrirrúmi. Áttatíu daga stjórnin tók rösklega til hendinni og svaraði kalli þjóðarinnar um róttæka uppstokkun, uppgjör við bankahrunið og endurreisn efnahagslífsins. Hún lagði grunn að því að flokkunum tveimur í stjórninni var trúað fyrir að halda áfram á sömu braut í meirihlutastjórn að loknum vorkosningum. Fyrsta meirihlutastjórn jafnaðar- og félagshyggjufólks varð að veruleika. Þegar litið er til baka þá er mér efst í huga að ríkisstjórnir mínar hafa sýnt staðfestu og þrautseigju í þeim verkefnum sem þær hafa tekist á hendur. Það hefur hvergi verið hvikað frá settum markmiðum þótt á ýmsu hafi gengið og tímasettar áætlanir hafi gengið úr skorðum. Slíkt reynir á langlundargeðið en mestu skiptir að stefnt sé í rétta átt því þá mun landi náð að lokum. Það hefur verið mér ákaflega dýrmætt að Samfylkingin hefur staðið þétt að baki formanni sínum og sýnt mikið æðruleysi og yfirvegun í öllu sínu starfi. Þá hefur það verið burðarás í ríkisstjórnunum tveimur að samstarfið við formann Vinstri hreyfingarinnar græns – framboðs hefur verið einstaklega traust og farsælt. Ný mynd um áramótEftir þær efnahagslegu hamfarir sem á Íslandi dundu, beið nýrrar ríkisstjórnar gríðarlega erfitt verkefni. Hrunið bankakerfi, stórlaskaður gjaldmiðill, tekjuöflun ríkissjóðs í engu samræmi við útgjöld, margföldun á skuldum ríkisjóðs var óumflýjanleg, fjármálaleg samskipti við útlönd voru í molum og tæknilegt gjaldþrot þúsunda fyrirtækja og heimila blasti við ef ekkert yrði að gert. Hagfræðingar töluðu um að sjöföld þjóðarframleiðsla hefði tapast í hruninu og hér væri um fordæmalausa viðburði að ræða í sögu þróaðra hagkerfa á friðartímum. En með markvissum aðgerðum ríkisstjórnar, aðila vinnumarkaðarins og samtakamætti þjóðarinnar tókst á liðnu ári að ná ótrúlegum árangri. Í stað efnahagshruns blasti við um áramótin algerlega ný mynd – sannarlega erfitt efnahagsástand og áframhaldandi erfiðleikar um sinn, en vel viðráðanlegt verkefni – síst stærra í sniðum en margar aðrar þjóðir ganga nú í gegnum víða í Evrópu: Gengið stöðugt og hafði ekki verið hærra í 5 mánuði Vextir höfðu lækkað úr 18% í 10% og ekki verið lægri í 4 ár Verðbólga hafði ekki mælst lægri í tæp 2 ár Skuldatryggingaálag ríkisins var komið niður undir 400 og hafði lækkað um helming á árinu Minna atvinnuleysi en spáð var, 8% í stað 10% Minni samdráttur en spáð var, 7,5% í stað 10,6% Skuldir ríkisins og vaxtakostnaður voru minni en spáð var, aðallega vegna aðildar kröfuhafa að endurreisn tveggja stærstu bankanna. Icesave-málið virtist í höfn. Endurskoðun AGS var á dagskrá í lok janúar og áframhaldandi lækkun vaxta, verðbólgu og skuldatryggingaálags og styrking gengis var fyrirsjáanleg á næstu mánuðum. Allt benti því til þess að fram undan væri stutt í viðsnúninginn og í stað samdráttar hillti undir hagvöxt strax um mitt ár. Nú hefur þessum árangri því miður verið stefnt í óvissu, en engu að síður sýnir hann svo ekki verður um villst að verkefnið er ekki óyfirstíganlegt eins og ef til vill virtist í upphafi. Vandasöm verkefniEinn veigamesti þátturinn í endurreisn efnahagslífsins er að ná endum saman í ríkisfjármálunum, án þess að ganga hart að velferðarkerfinu og þeim sem veikast standa og helst þurfa því á stuðningi þess að halda. Ríkisstjórnin tók við ríkisrekstrinum með um 200 milljarða halla á ári. Samkvæmt þeirri efnahagsáætlun sem ríkisstjórnin vinnur eftir er hins vegar gert ráð fyrir að jafnvægi náist í ríkisfjármálum árið 2013. Á síðustu tveimur árum var ríkisfjármálum á Íslandi beitt til þess að milda áhrif efnahagsáfallsins. Hallinn þessi tvö ár nemur tæplega 400 milljörðum króna. Nú verður ekki undan því vikist að ná hallarekstri ríkisins niður. Annars skapast hætta á að ríkið komist í veruleg greiðsluvandræði og skuldakostnaður verði svo hár að ekkert verði afgangs til þess að halda úti velferðarþjónustu og skólum. Annað af mikilvægustu verkefnum ríkisstjórnarinnar var að tryggja að uppgjörið við hrunið og nauðsynlegar breytingar á starfsháttum og regluverki stjórnkerfisins gengju eins hratt og örugglega fyrir sig og kostur var. Starfsemi hins sérstaka saksóknara var stórefld í þessu skyni og Eva Joly ráðin sem sérstakur ráðgjafi stjórnvalda við rannsóknarþáttinn. Ég hef fyrir því sterka tilfinningu að nú sé kominn verulegur skriður á uppgjörið eftir bankahrunið og embætti sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitið standi vel að rannsókn mála. Mikill áfangi í þeirri viðleitni að setja fjármálastarfsemi fastar skorður náðist fyrir helgina þegar mælt var fyrir frumvarpi til laga um fjármálafyrirtæki og frumvarpi til laga um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Lausbeisluð bankastarfsemi með skaðlegri áhættusækni verður ekki lengur möguleg nái þessar lagaumbætur fram að ganga. Úrræði og breytingarAllt frá myndun núverandi ríkisstjórnar hefur verið unnið að úrræðum sem nýst hafa einstaklingum og fjölskyldum sem eiga í greiðsluerfiðleikum vegna efnahagshremminganna. Vel á þriðja tug aðgerða hafa verið kynntar og milljörðum króna hefur verið ráðstafað til skuldsettra heimila í þessu tilliti, annars vegar í gegnum stórauknar vaxtabætur og hins vegar með því að heimila útborgun séreignasparnaðar að hluta. Greiðslujöfnun verðtryggðra og erlendra lána getur tryggt að afborganir húsnæðislána verði sambærilegar og þær voru fyrir hrun og greiðsluaðlögun þeirra verst settu hefur verið lögleidd. Enda þótt gögn sýni að aðgerðirnar nýtist fólki og skili meiri árangri en almennt er viðurkennt, verður áfram unnið að því að fjölga úrræðum, taka á nauðungarsölum og bæta stöðu þeirra sem þurfa greiðsluaðlögun. Samhliða því að ná árangri í þessum stóru málum sem flest tengjast efnahagshruninu með einum eða öðrum hætti hefur ríkisstjórnin beitt sér fyrir stefnubreytingu á fjölmörgum sviðum þjóðlífsins í anda þess jöfnuðar og réttlætis sem stjórnarflokkarnir standa fyrir. Við erum að beita okkur fyrir stefnubreytingu í skattamálum, í jafnréttismálum, í umhverfismálum, í sjávarútvegsmálum og stefnubreytingu í málum stjórnkerfis, réttarkerfis, stjórnsýslu og lýðræðis, í samstarfi ríkis og sveitarfélaga og sótt hefur verið um aðild að Evrópusambandinu. Það er ekki lítið í fang færst og stjórnin þarf ekki að kvíða verkefnisskorti. Og til marks um það að Íslendingar eru síður en svo af baki dottnir þá hefur Ísland á liðnu ári ekki einungis unnið til bronsverðlauna á Evrópumóti í handknattleik og silfurs í Eurovision heldur einnig lent í fyrsta sæti í tveimur úttektum virtra alþjóðastofnanna, annars vegar á sviði jafnréttismála og hins vegar umhverfismála. Ísland hefur því margt að bjóða, hér eftir sem hingað til. Höfundur er forsætisráðherra.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun