Sitjum heima 5. mars 2010 16:56 Nú hefur forseti Íslands blásið til kosninga á Íslandi. Þegar hann synjar lögum um staðfestingu þarf hann hvorki að gefa upp ástæðu né færa fram rök, en honum ber að tilkynna synjun sína með formlegum hætti í Ríkisráði. Það gerði hann ekki. Synjun hans var því ekki í samræmi við stjórnskipan lýðveldisins. Úr því sem komið er breytir það ekki því að á laugardaginn á að kjósa. Gott og vel. Til þess er ætlast af okkur kjósendum að hlýða yfirvöldum og hypja okkur á kjörstað. Það mun meirihlutinn eflaust gera. Ég er þó haldinn þeirri þráhyggju að þurfa að vita um hvað sé verið að kjósa. Tilefni kosninganna verður að vera skiljanlegt á grundvelli almennrar skynsemi. Lái mér hver sem er, en mér er það því miður alls ekki ljóst. Neitun forsetans Upphaflega neitaði forsetinn að skrifa undir lög frá í desember 2009, sem voru um viðauka við eldri lánasamning ríkisins og erlendra ríkja. Það er réttur hans. Deila má um ágæti þeirrar ákvörðunar m.a með tilliti til framtíðar samskipta þjóðarinnar við erlend ríki og margt fleira. Nú þegar eru fyrstu afleiðingar þessarar ákvörðunar að koma í ljós. Bretar og Hollendingar afhenda stjórnarandstöðunni úrslitavald um framtíð þessa samnings - ekki þjóðkjörinni meirihluta ríkisstjórn. Kannski þetta sé forboði þess að erlend ríki gangi framvegis ekki frá samningum við ríkisstjórnir Íslands þótt þær styðjist við meirihluti Alþingis, heldur þurfi samþykki allra þingmanna. Hvar er og verður þá fullveldi landsins ? Nýtt samningstilboð Nú liggur fyrir að Bretar og Hollendingar hafa boðið betri samninga en fyrir lágu. Það er gott og má eflaust þakka bæði breyttum aðstæðum á fjármálamörkuðum en einnig þeim aukna tíma sem synjun forsetans veitti. Hvort þetta verður hagstæðara fyrir þjóðina þegar upp er staðið skal látið liggja milli hluta. Þessi frestun hefur orðið okkur dýr. Það er því ætlast til af okkur að við greiðum atkvæði um kosti sem ekki eru lengur til staðar. Við gætum eins verið að greiða atkvæði um hvort færa eigi landhelgina út í 50 mílur. Ekki búast þeir stjórnmálamenn sem hvetja okkur til að kjósa, við því að mikil vit sé í kollinum á kjósendum. Þeir halda okkur greinilega sauðheimsk. Sovésk kosning En þessi nýja staða er ekki bara kosning um liðinn raunveruleika. Eftir að nýja tilboðið kom fram er þeim sem fara á kjörstað í reynd aðeins boðið uppá einn valkost, að segja nei, því hver vill samþykkja verri samning en þann sem er í sjónmáli. Okkur er því boðið uppá sovéskt kosningafyrirkomulag, þar sem aðeins einn kostur er í boði, og verið viss þeir sem mæra þetta mest, munu hrósa sigri yfir því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar tekur betri samning fram yfir verri. Bravó. Og allt er þetta er gert í nafni lifandi lýðræðis. Pólitísk öfugmæli eru greinilega í tísku. Það er íslensk stjórnviska. Við eigum að kjósa um ekki neitt, bara til að kjósa. Þeir sem æfðastir eru í lýðskruminu segja að nei styðji samningsstöðu okkar í komandi samningum, þótt enginn annar kostur sé í boði. Það yrðu stórpólitísk skilaboð. Nei, þessar kosningar eru móðgun við almenna skynsemi. Svona hundalógík er ekki hægt að bjóða nokkurri þjóð. Nú sitjum við heima í þessum kosningum. Við látum ekki bjóða okkur þá pólitísku niðurlægingu að hafa engan valkost til að kjósa um. Sitjum heima. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú hefur forseti Íslands blásið til kosninga á Íslandi. Þegar hann synjar lögum um staðfestingu þarf hann hvorki að gefa upp ástæðu né færa fram rök, en honum ber að tilkynna synjun sína með formlegum hætti í Ríkisráði. Það gerði hann ekki. Synjun hans var því ekki í samræmi við stjórnskipan lýðveldisins. Úr því sem komið er breytir það ekki því að á laugardaginn á að kjósa. Gott og vel. Til þess er ætlast af okkur kjósendum að hlýða yfirvöldum og hypja okkur á kjörstað. Það mun meirihlutinn eflaust gera. Ég er þó haldinn þeirri þráhyggju að þurfa að vita um hvað sé verið að kjósa. Tilefni kosninganna verður að vera skiljanlegt á grundvelli almennrar skynsemi. Lái mér hver sem er, en mér er það því miður alls ekki ljóst. Neitun forsetans Upphaflega neitaði forsetinn að skrifa undir lög frá í desember 2009, sem voru um viðauka við eldri lánasamning ríkisins og erlendra ríkja. Það er réttur hans. Deila má um ágæti þeirrar ákvörðunar m.a með tilliti til framtíðar samskipta þjóðarinnar við erlend ríki og margt fleira. Nú þegar eru fyrstu afleiðingar þessarar ákvörðunar að koma í ljós. Bretar og Hollendingar afhenda stjórnarandstöðunni úrslitavald um framtíð þessa samnings - ekki þjóðkjörinni meirihluta ríkisstjórn. Kannski þetta sé forboði þess að erlend ríki gangi framvegis ekki frá samningum við ríkisstjórnir Íslands þótt þær styðjist við meirihluti Alþingis, heldur þurfi samþykki allra þingmanna. Hvar er og verður þá fullveldi landsins ? Nýtt samningstilboð Nú liggur fyrir að Bretar og Hollendingar hafa boðið betri samninga en fyrir lágu. Það er gott og má eflaust þakka bæði breyttum aðstæðum á fjármálamörkuðum en einnig þeim aukna tíma sem synjun forsetans veitti. Hvort þetta verður hagstæðara fyrir þjóðina þegar upp er staðið skal látið liggja milli hluta. Þessi frestun hefur orðið okkur dýr. Það er því ætlast til af okkur að við greiðum atkvæði um kosti sem ekki eru lengur til staðar. Við gætum eins verið að greiða atkvæði um hvort færa eigi landhelgina út í 50 mílur. Ekki búast þeir stjórnmálamenn sem hvetja okkur til að kjósa, við því að mikil vit sé í kollinum á kjósendum. Þeir halda okkur greinilega sauðheimsk. Sovésk kosning En þessi nýja staða er ekki bara kosning um liðinn raunveruleika. Eftir að nýja tilboðið kom fram er þeim sem fara á kjörstað í reynd aðeins boðið uppá einn valkost, að segja nei, því hver vill samþykkja verri samning en þann sem er í sjónmáli. Okkur er því boðið uppá sovéskt kosningafyrirkomulag, þar sem aðeins einn kostur er í boði, og verið viss þeir sem mæra þetta mest, munu hrósa sigri yfir því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar tekur betri samning fram yfir verri. Bravó. Og allt er þetta er gert í nafni lifandi lýðræðis. Pólitísk öfugmæli eru greinilega í tísku. Það er íslensk stjórnviska. Við eigum að kjósa um ekki neitt, bara til að kjósa. Þeir sem æfðastir eru í lýðskruminu segja að nei styðji samningsstöðu okkar í komandi samningum, þótt enginn annar kostur sé í boði. Það yrðu stórpólitísk skilaboð. Nei, þessar kosningar eru móðgun við almenna skynsemi. Svona hundalógík er ekki hægt að bjóða nokkurri þjóð. Nú sitjum við heima í þessum kosningum. Við látum ekki bjóða okkur þá pólitísku niðurlægingu að hafa engan valkost til að kjósa um. Sitjum heima. Höfundur er hagfræðingur.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun