Össur hlynntur þjóðstjórn 19. júní 2010 06:00 Vel kemur til greina að koma á þjóðstjórn til að ná betur utan um þau vandamál sem steðja að íslensku samfélagi, og til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð stjórnmálamanna, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Ég er þingræðissinni og vil efla veg þingsins. Ég er æ meira að verða þeirrar skoðunar að mál eigi að leiða til lykta í samráði stjórnar og stjórnarandstöðu," segir Össur. Hann segir samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu í Icesave-málinu hafa sýnt fram á að samstarf allra flokka geti verið heppilegt stjórnar-form. „Ég vildi gjarnan sjá miklu meira samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Mér finnst vel koma til greina að menn skoði þann kost að koma á þjóðstjórn til þess að ná betur utan um ýmis vandamál, og til að gera þjóðina sáttari. Þetta er stjórnarform sem reynslan úr Icesave-málinu í vetur hefur gert fýsilegra í mínum augum," segir Össur.Hann segir að lesa megi úr niðurstöðum nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga áhuga fólks á nýjum vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum. Þjóðstjórn væri breyting sem myndi hafa í för með sér gerbreytingu á störfum stjórnvalda og Alþingis. Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, lagði það til á fundi með ríkisstjórninni skömmu eftir hrunið haustið 2008 að stofnað yrði til þjóðstjórnar. Aðspurður segir Össur líklegt að það hafi ekki hjálpað þeirri hugmynd að Davíð Oddsson hafi nánast ruðst inn á ríkisstjórnarfund og skellt henni á borðið. Það hafi þó varla vakað fyrir Davíð að vinna gegn því að þjóðstjórn gæti orðið að veruleika með því að leggja tillöguna fram, enda telur Össur að Davíð hafi á þeim tíma séð sjálfan sig sem forsætisráðherraefni á nýjan leik. - bj Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Vel kemur til greina að koma á þjóðstjórn til að ná betur utan um þau vandamál sem steðja að íslensku samfélagi, og til að koma til móts við kröfur þjóðarinnar um breytt vinnubrögð stjórnmálamanna, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra. „Ég er þingræðissinni og vil efla veg þingsins. Ég er æ meira að verða þeirrar skoðunar að mál eigi að leiða til lykta í samráði stjórnar og stjórnarandstöðu," segir Össur. Hann segir samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu í Icesave-málinu hafa sýnt fram á að samstarf allra flokka geti verið heppilegt stjórnar-form. „Ég vildi gjarnan sjá miklu meira samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Mér finnst vel koma til greina að menn skoði þann kost að koma á þjóðstjórn til þess að ná betur utan um ýmis vandamál, og til að gera þjóðina sáttari. Þetta er stjórnarform sem reynslan úr Icesave-málinu í vetur hefur gert fýsilegra í mínum augum," segir Össur.Hann segir að lesa megi úr niðurstöðum nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga áhuga fólks á nýjum vinnubrögðum í íslenskum stjórnmálum. Þjóðstjórn væri breyting sem myndi hafa í för með sér gerbreytingu á störfum stjórnvalda og Alþingis. Davíð Oddsson, þáverandi Seðlabankastjóri, lagði það til á fundi með ríkisstjórninni skömmu eftir hrunið haustið 2008 að stofnað yrði til þjóðstjórnar. Aðspurður segir Össur líklegt að það hafi ekki hjálpað þeirri hugmynd að Davíð Oddsson hafi nánast ruðst inn á ríkisstjórnarfund og skellt henni á borðið. Það hafi þó varla vakað fyrir Davíð að vinna gegn því að þjóðstjórn gæti orðið að veruleika með því að leggja tillöguna fram, enda telur Össur að Davíð hafi á þeim tíma séð sjálfan sig sem forsætisráðherraefni á nýjan leik. - bj
Fréttir Innlent Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira