Samtök lánþega í hlutverki ASÍ og SA 27. ágúst 2010 05:00 Á næstu dögum verða tvö lykil-mál flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvar tekið verður á öllum vafaatriðum sem hugsanlega er hægt að finna til er varða erlenda/gengistryggða lánasamninga tiltekinnar bankastofnunar. Þessi mál eru kostuð af Samtökum lánþega og vilja samtökin þannig stuðla að því að allir lánþegar njóti góðs af þeirri vinnu sem lögð er í þessi tilteknu mál. Í öðru málinu er um að ræða lán til einkahlutafélags (Tölvupósturinn ehf.) en til einstaklings (Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir) í hinu málinu. Aðalmeðferð í máli Tölvupóstsins fer fram þann 25. ágúst og verður það flutt af Jóhanni Hafstein hdl. en Björn Þorri Viktorsson hrl. mun flytja mál Sveinbjargar þann 3. september. Í báðum þessum málum er tekið á verðtrygginga- og vaxtaákvæðum og einnig verður tekið á túlkun á jafnvirðishugtaki sem og vafaatriðum er varða lán sem hugsanlega eru erlend, en gengistryggð í íslenskum krónum. Hér er um að ræða samkomulag milli lánþega og slitastjórnar Frjálsa fjárfestingabankans hvar leitast er við að afgreiða alla óvissu út af borðinu á sem skemmstum tíma og með sem minnstum tilkostnaði. Fordæmisgildi þessara mála er því gríðarlegt. Einkum þegar litið er til þess að skilmálar þeirra lána er hér um ræðir eru efnislega samhljóða stærstum hluta erlendra/gengistryggðra lánasamninga hjá bæði Landsbanka Íslands, Arion banka og fleiri minni bönkum og sparisjóðum. Hér er því unnið að sameiginlegum hagsmunum tugþúsunda lánþega, bæði einstaklinga og lögaðila. Kostnaður við þessi mál er gríðarlegur eins og gefur að skilja, enda mikið í húfi og mikilvægt að vandað sé til allra þátta. Samtök lánþega tóku í upphafi þessarar baráttu ákvörðun um að ábyrgjast og greiða þennan kostnað og tryggja þannig að hægt væri að berjast sem einn aðili fyrir hönd heildarinnar. Engin baráttusamtök alþýðu, almennings, atvinnurekenda eða aðrir hagsmunaaðilar með digra sjóði hafa séð sér fært að koma með slíkum hætti til móts við augljósar og brýnar þarfir bæði launþega og atvinnulífs. Tæplega 3.000 manna samtök sem ekki innheimta félagsgjöld urðu að taka af skarið. Enda var ljóst að vilji banka, stjórnvalda og eftirlitsaðila lá til þess að flækja málin sem og beita sér fyrir hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Öllum þeim hagsmunasamtökum sem hefðu átt að taka þessa baráttu upp á sína arma var boðið að styrkja þessa vinnu, en öll höfnuðu þau boðinu utan Félag smábátaeigenda sem óskaði eftir að styrkja samtökin með rausnalegu 100.000,- kr. framlagi. Þar fyrir utan hafa vissulega nokkrir einstaklingar styrkt þessa baráttu með reglubundnum framlögum. Þar hafa þeir iðulega lagt mest til sem minnst hafa átt. Hér er um að ræða hagsmuni er taldir eru í raunverulegum milljörðum króna og snerta lífsafkomu stórs hluta þjóðarinnar. Vinnist þessi mál, þá er ljóst að skuldastaða hvers lánþega batnar um á annan tug milljóna að meðaltali. Slíkt mun ekki einungis hafa í för með sér von um betra líf. Slíkt mun fyrir marga hafa í för með sér, von um líf. Með þessum málum vonumst við til að snúa til baka þeirri gríðarlegu eignatilfærslu sem skipulögð hefur verið af stjórnvöldum úr höndum almennings til fjármagnseigenda. Munið, að í krafti fjöldans getum við allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Á næstu dögum verða tvö lykil-mál flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvar tekið verður á öllum vafaatriðum sem hugsanlega er hægt að finna til er varða erlenda/gengistryggða lánasamninga tiltekinnar bankastofnunar. Þessi mál eru kostuð af Samtökum lánþega og vilja samtökin þannig stuðla að því að allir lánþegar njóti góðs af þeirri vinnu sem lögð er í þessi tilteknu mál. Í öðru málinu er um að ræða lán til einkahlutafélags (Tölvupósturinn ehf.) en til einstaklings (Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir) í hinu málinu. Aðalmeðferð í máli Tölvupóstsins fer fram þann 25. ágúst og verður það flutt af Jóhanni Hafstein hdl. en Björn Þorri Viktorsson hrl. mun flytja mál Sveinbjargar þann 3. september. Í báðum þessum málum er tekið á verðtrygginga- og vaxtaákvæðum og einnig verður tekið á túlkun á jafnvirðishugtaki sem og vafaatriðum er varða lán sem hugsanlega eru erlend, en gengistryggð í íslenskum krónum. Hér er um að ræða samkomulag milli lánþega og slitastjórnar Frjálsa fjárfestingabankans hvar leitast er við að afgreiða alla óvissu út af borðinu á sem skemmstum tíma og með sem minnstum tilkostnaði. Fordæmisgildi þessara mála er því gríðarlegt. Einkum þegar litið er til þess að skilmálar þeirra lána er hér um ræðir eru efnislega samhljóða stærstum hluta erlendra/gengistryggðra lánasamninga hjá bæði Landsbanka Íslands, Arion banka og fleiri minni bönkum og sparisjóðum. Hér er því unnið að sameiginlegum hagsmunum tugþúsunda lánþega, bæði einstaklinga og lögaðila. Kostnaður við þessi mál er gríðarlegur eins og gefur að skilja, enda mikið í húfi og mikilvægt að vandað sé til allra þátta. Samtök lánþega tóku í upphafi þessarar baráttu ákvörðun um að ábyrgjast og greiða þennan kostnað og tryggja þannig að hægt væri að berjast sem einn aðili fyrir hönd heildarinnar. Engin baráttusamtök alþýðu, almennings, atvinnurekenda eða aðrir hagsmunaaðilar með digra sjóði hafa séð sér fært að koma með slíkum hætti til móts við augljósar og brýnar þarfir bæði launþega og atvinnulífs. Tæplega 3.000 manna samtök sem ekki innheimta félagsgjöld urðu að taka af skarið. Enda var ljóst að vilji banka, stjórnvalda og eftirlitsaðila lá til þess að flækja málin sem og beita sér fyrir hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Öllum þeim hagsmunasamtökum sem hefðu átt að taka þessa baráttu upp á sína arma var boðið að styrkja þessa vinnu, en öll höfnuðu þau boðinu utan Félag smábátaeigenda sem óskaði eftir að styrkja samtökin með rausnalegu 100.000,- kr. framlagi. Þar fyrir utan hafa vissulega nokkrir einstaklingar styrkt þessa baráttu með reglubundnum framlögum. Þar hafa þeir iðulega lagt mest til sem minnst hafa átt. Hér er um að ræða hagsmuni er taldir eru í raunverulegum milljörðum króna og snerta lífsafkomu stórs hluta þjóðarinnar. Vinnist þessi mál, þá er ljóst að skuldastaða hvers lánþega batnar um á annan tug milljóna að meðaltali. Slíkt mun ekki einungis hafa í för með sér von um betra líf. Slíkt mun fyrir marga hafa í för með sér, von um líf. Með þessum málum vonumst við til að snúa til baka þeirri gríðarlegu eignatilfærslu sem skipulögð hefur verið af stjórnvöldum úr höndum almennings til fjármagnseigenda. Munið, að í krafti fjöldans getum við allt.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun