Virðing fyrir íslenskri tungu Toshiki Toma skrifar 18. nóvember 2010 14:21 Þriðjudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Ég er innflytjandi og því er íslenskan ekki mitt móðurmál. Ég hef þó verið að læra íslensku undanfarin átján ár og glími enn við tungumálið á hverjum degi. Ég veit að þó að íslenskan mín sé ófullkomin ber ég virðingu fyrir íslenskri tungu. Ég veit að margir innflytjendur eru að læra íslensku og vona að sem flestir geri það. Á þessum hátíðardegi heyrði ég af mjög sorglega sögu. Í þætti á Útvarpi Sögu hringdi útlensk stelpa inn í þáttinn og spurði, áður en hún lagði orð í belg, hvort útvarpskonan talaði ensku. Útvarpskonan svaraði henni harkalega og sagði: „Við tölum íslensku hérna. Það er nefnilega dagur íslenskrar tungu". Hún sagði allt þetta á íslensku. Stelpan sagði: ,,Ok" og ef útvarpskonan hafði lokið símtalinu væri málið ef til vill í lagi. En áður símtalinu lauk sagði útvarpskonan við stelpuna:„Ef þú ert á Íslandi þá skaltu tala íslensku. Er það ekki? Hefur ekkert gengið að læra það?" sagði útvarpskonan. „Það er dagur íslenskrar tungu í dag og það er nú alveg lágmark að sýna okkur þá virðingu að tala íslensku á þessum degi og fyrir utan það hafa íslenskir fjölmiðlar þá skyldu að vera með efni á íslensku. Ef þú ætlar að vera á Íslandi, talar þú íslensku. Það er nú bara þannig." Að loknu símtalinu hélt útvarpskonan æst áfram og sagði að það væri nauðsynlegt að setja ákvæði í stjórnarskrá um að íslenskan væri þjóðarmál landsins og að kvartaði yfir því margir útlendingar neituðu að læra íslensku og tala hana. Ég get skilið, að í þætti sem er útvarpað á Íslandi sé erfitt að vilja spjalla á öðru málu en íslensku, nema sérstakar ástæður liggi fyrir. En það er hægt að segja á kurteisari hátt. Framkoma útvarpkonunar gagnvart útlensku stúlkunni var ekki falleg. Hún var virkilega móðgandi. Hún hefði geta sagt: „Fyrirgefðu, en við þurfum að tala íslensku í þættinum, þar sem margir skilja ekki ensku. Takk samt fyrir að hringja í okkur." Það hefði verið fagmennska að mínu mati. Útvarpskonan misnotaði líka uppákomuna á ýmsa vegu. Í fyrsta lagi skammaði hún stelpuna eins og stelpan væri að vanrækja að læra íslensku. Hvað vissi hún um það? Stelpan gæti verið að læra en ekki treyst sér til að tala. Þetta eru hreinir fordómar hjá útvarpskonunni. Í öðru lagi er það óvirðing við íslenskuna þó fólk tali ensku eða annað mál á degi íslenskrar tungu? Á það fólk sem kann ekki íslenskuna bara að þegja á degi íslenskrar tungu? Er það hluti af hátíðarhöldunum? Ég skil ekki þessi rök. Í þriðja lagi tengdi útvarpskonan uppákomuna við innflytjendur sem vilja ekki læra íslensku. Það er engin raunveruleg tenging milli stúlkunnar sem hringdi í þáttinn og innflytjenda sem ,,neita" að læra íslensku. Útvarpskonan notaði uppákomuna til að halda uppi neikvæðri ímynd af um innflytjendum. Ef Íslendingar vilja að innflytjendur tali meiri íslensku þá mun hvatning og þolinmæði nýtast betur en skammir. Íslendingar almennt þurfa líka að læra að venjast öðrum hljómi og hreimi í íslensku tali, það myndi hvetja innflytjendur til að tjá sig meira munnlega á íslensku. Ég get haldið áfram en læt þetta duga að sinni. Ég ber virðingu fyrir íslenskri tungu, en ég ber ekki neina virðingu fyrir viðhorfi eins því sem útvarpskonan sýndi útlensku stúlkunni. Það er óvirðing við manneskju að útvarpskonan þykist vera meira virði en stúlkan þar sem hún talar fullkomlega innlent tungumál. Að lokum langar mig að segja atriði sem ég var búinn að segja mörgum sinnum hingað til: Það er gott að bera virðingu fyrir íslenskri tungu. En það má ekki vera viðmið að meta mannkosti manneskju hvort viðkomandi tali góða íslenskuna eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Ég er innflytjandi og því er íslenskan ekki mitt móðurmál. Ég hef þó verið að læra íslensku undanfarin átján ár og glími enn við tungumálið á hverjum degi. Ég veit að þó að íslenskan mín sé ófullkomin ber ég virðingu fyrir íslenskri tungu. Ég veit að margir innflytjendur eru að læra íslensku og vona að sem flestir geri það. Á þessum hátíðardegi heyrði ég af mjög sorglega sögu. Í þætti á Útvarpi Sögu hringdi útlensk stelpa inn í þáttinn og spurði, áður en hún lagði orð í belg, hvort útvarpskonan talaði ensku. Útvarpskonan svaraði henni harkalega og sagði: „Við tölum íslensku hérna. Það er nefnilega dagur íslenskrar tungu". Hún sagði allt þetta á íslensku. Stelpan sagði: ,,Ok" og ef útvarpskonan hafði lokið símtalinu væri málið ef til vill í lagi. En áður símtalinu lauk sagði útvarpskonan við stelpuna:„Ef þú ert á Íslandi þá skaltu tala íslensku. Er það ekki? Hefur ekkert gengið að læra það?" sagði útvarpskonan. „Það er dagur íslenskrar tungu í dag og það er nú alveg lágmark að sýna okkur þá virðingu að tala íslensku á þessum degi og fyrir utan það hafa íslenskir fjölmiðlar þá skyldu að vera með efni á íslensku. Ef þú ætlar að vera á Íslandi, talar þú íslensku. Það er nú bara þannig." Að loknu símtalinu hélt útvarpskonan æst áfram og sagði að það væri nauðsynlegt að setja ákvæði í stjórnarskrá um að íslenskan væri þjóðarmál landsins og að kvartaði yfir því margir útlendingar neituðu að læra íslensku og tala hana. Ég get skilið, að í þætti sem er útvarpað á Íslandi sé erfitt að vilja spjalla á öðru málu en íslensku, nema sérstakar ástæður liggi fyrir. En það er hægt að segja á kurteisari hátt. Framkoma útvarpkonunar gagnvart útlensku stúlkunni var ekki falleg. Hún var virkilega móðgandi. Hún hefði geta sagt: „Fyrirgefðu, en við þurfum að tala íslensku í þættinum, þar sem margir skilja ekki ensku. Takk samt fyrir að hringja í okkur." Það hefði verið fagmennska að mínu mati. Útvarpskonan misnotaði líka uppákomuna á ýmsa vegu. Í fyrsta lagi skammaði hún stelpuna eins og stelpan væri að vanrækja að læra íslensku. Hvað vissi hún um það? Stelpan gæti verið að læra en ekki treyst sér til að tala. Þetta eru hreinir fordómar hjá útvarpskonunni. Í öðru lagi er það óvirðing við íslenskuna þó fólk tali ensku eða annað mál á degi íslenskrar tungu? Á það fólk sem kann ekki íslenskuna bara að þegja á degi íslenskrar tungu? Er það hluti af hátíðarhöldunum? Ég skil ekki þessi rök. Í þriðja lagi tengdi útvarpskonan uppákomuna við innflytjendur sem vilja ekki læra íslensku. Það er engin raunveruleg tenging milli stúlkunnar sem hringdi í þáttinn og innflytjenda sem ,,neita" að læra íslensku. Útvarpskonan notaði uppákomuna til að halda uppi neikvæðri ímynd af um innflytjendum. Ef Íslendingar vilja að innflytjendur tali meiri íslensku þá mun hvatning og þolinmæði nýtast betur en skammir. Íslendingar almennt þurfa líka að læra að venjast öðrum hljómi og hreimi í íslensku tali, það myndi hvetja innflytjendur til að tjá sig meira munnlega á íslensku. Ég get haldið áfram en læt þetta duga að sinni. Ég ber virðingu fyrir íslenskri tungu, en ég ber ekki neina virðingu fyrir viðhorfi eins því sem útvarpskonan sýndi útlensku stúlkunni. Það er óvirðing við manneskju að útvarpskonan þykist vera meira virði en stúlkan þar sem hún talar fullkomlega innlent tungumál. Að lokum langar mig að segja atriði sem ég var búinn að segja mörgum sinnum hingað til: Það er gott að bera virðingu fyrir íslenskri tungu. En það má ekki vera viðmið að meta mannkosti manneskju hvort viðkomandi tali góða íslenskuna eða ekki.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun