Virðing fyrir íslenskri tungu Toshiki Toma skrifar 18. nóvember 2010 14:21 Þriðjudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Ég er innflytjandi og því er íslenskan ekki mitt móðurmál. Ég hef þó verið að læra íslensku undanfarin átján ár og glími enn við tungumálið á hverjum degi. Ég veit að þó að íslenskan mín sé ófullkomin ber ég virðingu fyrir íslenskri tungu. Ég veit að margir innflytjendur eru að læra íslensku og vona að sem flestir geri það. Á þessum hátíðardegi heyrði ég af mjög sorglega sögu. Í þætti á Útvarpi Sögu hringdi útlensk stelpa inn í þáttinn og spurði, áður en hún lagði orð í belg, hvort útvarpskonan talaði ensku. Útvarpskonan svaraði henni harkalega og sagði: „Við tölum íslensku hérna. Það er nefnilega dagur íslenskrar tungu". Hún sagði allt þetta á íslensku. Stelpan sagði: ,,Ok" og ef útvarpskonan hafði lokið símtalinu væri málið ef til vill í lagi. En áður símtalinu lauk sagði útvarpskonan við stelpuna:„Ef þú ert á Íslandi þá skaltu tala íslensku. Er það ekki? Hefur ekkert gengið að læra það?" sagði útvarpskonan. „Það er dagur íslenskrar tungu í dag og það er nú alveg lágmark að sýna okkur þá virðingu að tala íslensku á þessum degi og fyrir utan það hafa íslenskir fjölmiðlar þá skyldu að vera með efni á íslensku. Ef þú ætlar að vera á Íslandi, talar þú íslensku. Það er nú bara þannig." Að loknu símtalinu hélt útvarpskonan æst áfram og sagði að það væri nauðsynlegt að setja ákvæði í stjórnarskrá um að íslenskan væri þjóðarmál landsins og að kvartaði yfir því margir útlendingar neituðu að læra íslensku og tala hana. Ég get skilið, að í þætti sem er útvarpað á Íslandi sé erfitt að vilja spjalla á öðru málu en íslensku, nema sérstakar ástæður liggi fyrir. En það er hægt að segja á kurteisari hátt. Framkoma útvarpkonunar gagnvart útlensku stúlkunni var ekki falleg. Hún var virkilega móðgandi. Hún hefði geta sagt: „Fyrirgefðu, en við þurfum að tala íslensku í þættinum, þar sem margir skilja ekki ensku. Takk samt fyrir að hringja í okkur." Það hefði verið fagmennska að mínu mati. Útvarpskonan misnotaði líka uppákomuna á ýmsa vegu. Í fyrsta lagi skammaði hún stelpuna eins og stelpan væri að vanrækja að læra íslensku. Hvað vissi hún um það? Stelpan gæti verið að læra en ekki treyst sér til að tala. Þetta eru hreinir fordómar hjá útvarpskonunni. Í öðru lagi er það óvirðing við íslenskuna þó fólk tali ensku eða annað mál á degi íslenskrar tungu? Á það fólk sem kann ekki íslenskuna bara að þegja á degi íslenskrar tungu? Er það hluti af hátíðarhöldunum? Ég skil ekki þessi rök. Í þriðja lagi tengdi útvarpskonan uppákomuna við innflytjendur sem vilja ekki læra íslensku. Það er engin raunveruleg tenging milli stúlkunnar sem hringdi í þáttinn og innflytjenda sem ,,neita" að læra íslensku. Útvarpskonan notaði uppákomuna til að halda uppi neikvæðri ímynd af um innflytjendum. Ef Íslendingar vilja að innflytjendur tali meiri íslensku þá mun hvatning og þolinmæði nýtast betur en skammir. Íslendingar almennt þurfa líka að læra að venjast öðrum hljómi og hreimi í íslensku tali, það myndi hvetja innflytjendur til að tjá sig meira munnlega á íslensku. Ég get haldið áfram en læt þetta duga að sinni. Ég ber virðingu fyrir íslenskri tungu, en ég ber ekki neina virðingu fyrir viðhorfi eins því sem útvarpskonan sýndi útlensku stúlkunni. Það er óvirðing við manneskju að útvarpskonan þykist vera meira virði en stúlkan þar sem hún talar fullkomlega innlent tungumál. Að lokum langar mig að segja atriði sem ég var búinn að segja mörgum sinnum hingað til: Það er gott að bera virðingu fyrir íslenskri tungu. En það má ekki vera viðmið að meta mannkosti manneskju hvort viðkomandi tali góða íslenskuna eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Ég er innflytjandi og því er íslenskan ekki mitt móðurmál. Ég hef þó verið að læra íslensku undanfarin átján ár og glími enn við tungumálið á hverjum degi. Ég veit að þó að íslenskan mín sé ófullkomin ber ég virðingu fyrir íslenskri tungu. Ég veit að margir innflytjendur eru að læra íslensku og vona að sem flestir geri það. Á þessum hátíðardegi heyrði ég af mjög sorglega sögu. Í þætti á Útvarpi Sögu hringdi útlensk stelpa inn í þáttinn og spurði, áður en hún lagði orð í belg, hvort útvarpskonan talaði ensku. Útvarpskonan svaraði henni harkalega og sagði: „Við tölum íslensku hérna. Það er nefnilega dagur íslenskrar tungu". Hún sagði allt þetta á íslensku. Stelpan sagði: ,,Ok" og ef útvarpskonan hafði lokið símtalinu væri málið ef til vill í lagi. En áður símtalinu lauk sagði útvarpskonan við stelpuna:„Ef þú ert á Íslandi þá skaltu tala íslensku. Er það ekki? Hefur ekkert gengið að læra það?" sagði útvarpskonan. „Það er dagur íslenskrar tungu í dag og það er nú alveg lágmark að sýna okkur þá virðingu að tala íslensku á þessum degi og fyrir utan það hafa íslenskir fjölmiðlar þá skyldu að vera með efni á íslensku. Ef þú ætlar að vera á Íslandi, talar þú íslensku. Það er nú bara þannig." Að loknu símtalinu hélt útvarpskonan æst áfram og sagði að það væri nauðsynlegt að setja ákvæði í stjórnarskrá um að íslenskan væri þjóðarmál landsins og að kvartaði yfir því margir útlendingar neituðu að læra íslensku og tala hana. Ég get skilið, að í þætti sem er útvarpað á Íslandi sé erfitt að vilja spjalla á öðru málu en íslensku, nema sérstakar ástæður liggi fyrir. En það er hægt að segja á kurteisari hátt. Framkoma útvarpkonunar gagnvart útlensku stúlkunni var ekki falleg. Hún var virkilega móðgandi. Hún hefði geta sagt: „Fyrirgefðu, en við þurfum að tala íslensku í þættinum, þar sem margir skilja ekki ensku. Takk samt fyrir að hringja í okkur." Það hefði verið fagmennska að mínu mati. Útvarpskonan misnotaði líka uppákomuna á ýmsa vegu. Í fyrsta lagi skammaði hún stelpuna eins og stelpan væri að vanrækja að læra íslensku. Hvað vissi hún um það? Stelpan gæti verið að læra en ekki treyst sér til að tala. Þetta eru hreinir fordómar hjá útvarpskonunni. Í öðru lagi er það óvirðing við íslenskuna þó fólk tali ensku eða annað mál á degi íslenskrar tungu? Á það fólk sem kann ekki íslenskuna bara að þegja á degi íslenskrar tungu? Er það hluti af hátíðarhöldunum? Ég skil ekki þessi rök. Í þriðja lagi tengdi útvarpskonan uppákomuna við innflytjendur sem vilja ekki læra íslensku. Það er engin raunveruleg tenging milli stúlkunnar sem hringdi í þáttinn og innflytjenda sem ,,neita" að læra íslensku. Útvarpskonan notaði uppákomuna til að halda uppi neikvæðri ímynd af um innflytjendum. Ef Íslendingar vilja að innflytjendur tali meiri íslensku þá mun hvatning og þolinmæði nýtast betur en skammir. Íslendingar almennt þurfa líka að læra að venjast öðrum hljómi og hreimi í íslensku tali, það myndi hvetja innflytjendur til að tjá sig meira munnlega á íslensku. Ég get haldið áfram en læt þetta duga að sinni. Ég ber virðingu fyrir íslenskri tungu, en ég ber ekki neina virðingu fyrir viðhorfi eins því sem útvarpskonan sýndi útlensku stúlkunni. Það er óvirðing við manneskju að útvarpskonan þykist vera meira virði en stúlkan þar sem hún talar fullkomlega innlent tungumál. Að lokum langar mig að segja atriði sem ég var búinn að segja mörgum sinnum hingað til: Það er gott að bera virðingu fyrir íslenskri tungu. En það má ekki vera viðmið að meta mannkosti manneskju hvort viðkomandi tali góða íslenskuna eða ekki.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun