Lausnir fyrir Iðnskólann 29. september 2010 06:00 Við höfum gagnrýnt aðgerðaleysi skólanefndar og störf skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði og höfum margsagt að það var hægt að leiða launadeiluna farsællega til lykta árið 2003 þegar kennarar við IH fóru að skoða hvers vegna þeir væru lægri í launum en í sambærilegum skólum. Skólayfirvöld í IH völdu þá leið að halda kennurum óupplýstum um hvernig útreikningi launa var háttað. „Þið fáið greitt fyrir ykkar vinnu" voru svörin. Björn Ingi Sveinson skólanefndarformaður staðfestir í skrifum sínum þann 17. september sl. að laun voru skert frá 2001. Það staðfestir það sem við höfum haldið fram um hvenær skerðingin hófst. Kennarasambandið vann að málinu fyrir kennarafélag IH en komst hvorki lönd né strönd frekar en við að afla upplýsinga um launaútreikning skólans upplýsingarnar lágu í skúffu skólameistara. Skólanefndarmenn voru mataðir á þeim upplýsingum sem formanninum fannst tilhlýðilegt. Enginn nefndarmanna gerði sér það ómak á fimm árum að kanna hvers vegna fólk var óánægt. Þó vitum við öll að það þarf að skoða hlutina frá báðum hliðum svo hægt sé að leiðrétta rangfærslur. Við höldum því fram að skólameistari, sem sá til þess með hjálp skólanefndar að undirmenn hans fengu um það bil 25.000 krónum of lítið í launaumslagið á hverjum mánuði frá 2001-2007, hafi átt að láta af störfum vegna þessa þegar dómur féll í málinu. Að reikna vitlaust eða gera skekkjur, það fyrirgefst. En þegar menn með einbeittan brotavilja árum saman neita að horfast í augu við það að þeir eru ríkisstarfsmenn og bera ríka ábyrgð. Þeim er trúað fyrir því að reka skóla bæði faglega og rekstrarlega en þeir hafa ekkert með kjarasamninga að gera. Vilji skólameistari breyta vinnutíma kennara má hann það, en vilji hann breyta launaliðnum hefði þurft að gera þríhliða skriflegan samning milli Iðnskólans, Kennarasambandsins og kennara skólans, þá hefði ráðist hvort kennarar hefðu samþykkt nýja vinnutilhögun á skertum launum. Björn Ingi Sveinson opinberar afstöðu sína til starfsmanna Iðnskólans þegar hann telur að við eigum að vera þakklát fyrir að fá skert launauppgjör. Mál hefðu aldrei farið í þennan farveg með flokkadrætti og gróusögum ef ágreiningsmál væru leyst jöfnum höndum innan þessarar stofnunar. Í skólanum hefur undanfarin ár farið fram talsverð vinna við að koma öllum formlegum nefndum og ráðum á fót, allt er það til í orði en ekki í virkni. sigrún Í skólanum ríkir nú eineltisástand af verstu gerð sem stjórnendur eru algjörlega ófærir að ráða fram úr enda bullandi meðvirkir. Starfsmenn skiptast í stórum dráttum í þrjá hópa, þeir sem hugsa gott á þær, þeir sem loka augum, eyrum og munni, síðan eru þeir sem blöskrar. Þeir heiðursmenn skólameistari og formaðurinn gætu kannski vísað í fundargerðir skólanefndar og upplýst hvenær umfjöllun um launamálið og álit lögmanns voru reifuð eða á hvern hátt skólanefndarmenn öfluðu sér upplýsinga um það sem fram fór í skólanum. Það voru jú mjög alvarlegar ásakanir á skólameistara sem komu fram frá kennurum árið 2003 um að hann hlunnfæri starfsmenn í launum. Þá hefði verið tími til að funda og kalla til KÍ og segja sannleikann en þá hefði komist upp um vangreiðslur frá 2001. Frekar en að agnúast út í opinbera starfsmenn í skólanum væri réttast að Björn Ingi Sveinson, formaður skólanefndarinnar, hyrfi til annarra starfa þegar skólameistarinn hættir. Vonandi er enn þá einhver eftirspurn eftir hæfileikum víkinga á borð við hann í viðskiptalífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Við höfum gagnrýnt aðgerðaleysi skólanefndar og störf skólameistara Iðnskólans í Hafnarfirði og höfum margsagt að það var hægt að leiða launadeiluna farsællega til lykta árið 2003 þegar kennarar við IH fóru að skoða hvers vegna þeir væru lægri í launum en í sambærilegum skólum. Skólayfirvöld í IH völdu þá leið að halda kennurum óupplýstum um hvernig útreikningi launa var háttað. „Þið fáið greitt fyrir ykkar vinnu" voru svörin. Björn Ingi Sveinson skólanefndarformaður staðfestir í skrifum sínum þann 17. september sl. að laun voru skert frá 2001. Það staðfestir það sem við höfum haldið fram um hvenær skerðingin hófst. Kennarasambandið vann að málinu fyrir kennarafélag IH en komst hvorki lönd né strönd frekar en við að afla upplýsinga um launaútreikning skólans upplýsingarnar lágu í skúffu skólameistara. Skólanefndarmenn voru mataðir á þeim upplýsingum sem formanninum fannst tilhlýðilegt. Enginn nefndarmanna gerði sér það ómak á fimm árum að kanna hvers vegna fólk var óánægt. Þó vitum við öll að það þarf að skoða hlutina frá báðum hliðum svo hægt sé að leiðrétta rangfærslur. Við höldum því fram að skólameistari, sem sá til þess með hjálp skólanefndar að undirmenn hans fengu um það bil 25.000 krónum of lítið í launaumslagið á hverjum mánuði frá 2001-2007, hafi átt að láta af störfum vegna þessa þegar dómur féll í málinu. Að reikna vitlaust eða gera skekkjur, það fyrirgefst. En þegar menn með einbeittan brotavilja árum saman neita að horfast í augu við það að þeir eru ríkisstarfsmenn og bera ríka ábyrgð. Þeim er trúað fyrir því að reka skóla bæði faglega og rekstrarlega en þeir hafa ekkert með kjarasamninga að gera. Vilji skólameistari breyta vinnutíma kennara má hann það, en vilji hann breyta launaliðnum hefði þurft að gera þríhliða skriflegan samning milli Iðnskólans, Kennarasambandsins og kennara skólans, þá hefði ráðist hvort kennarar hefðu samþykkt nýja vinnutilhögun á skertum launum. Björn Ingi Sveinson opinberar afstöðu sína til starfsmanna Iðnskólans þegar hann telur að við eigum að vera þakklát fyrir að fá skert launauppgjör. Mál hefðu aldrei farið í þennan farveg með flokkadrætti og gróusögum ef ágreiningsmál væru leyst jöfnum höndum innan þessarar stofnunar. Í skólanum hefur undanfarin ár farið fram talsverð vinna við að koma öllum formlegum nefndum og ráðum á fót, allt er það til í orði en ekki í virkni. sigrún Í skólanum ríkir nú eineltisástand af verstu gerð sem stjórnendur eru algjörlega ófærir að ráða fram úr enda bullandi meðvirkir. Starfsmenn skiptast í stórum dráttum í þrjá hópa, þeir sem hugsa gott á þær, þeir sem loka augum, eyrum og munni, síðan eru þeir sem blöskrar. Þeir heiðursmenn skólameistari og formaðurinn gætu kannski vísað í fundargerðir skólanefndar og upplýst hvenær umfjöllun um launamálið og álit lögmanns voru reifuð eða á hvern hátt skólanefndarmenn öfluðu sér upplýsinga um það sem fram fór í skólanum. Það voru jú mjög alvarlegar ásakanir á skólameistara sem komu fram frá kennurum árið 2003 um að hann hlunnfæri starfsmenn í launum. Þá hefði verið tími til að funda og kalla til KÍ og segja sannleikann en þá hefði komist upp um vangreiðslur frá 2001. Frekar en að agnúast út í opinbera starfsmenn í skólanum væri réttast að Björn Ingi Sveinson, formaður skólanefndarinnar, hyrfi til annarra starfa þegar skólameistarinn hættir. Vonandi er enn þá einhver eftirspurn eftir hæfileikum víkinga á borð við hann í viðskiptalífinu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun