Réttlætiskennd misboðið 7. október 2010 06:00 Nú liggur það fyrir að Alþingi reyndist ófært um að leiða uppgjör við þjóðina vegna hrunsins til lykta. Sú niðurstaða sem varð í atkvæðagreiðslunni á Alþingi að ábyrgð og sök er felld á einn mann misbýður almennri réttlætiskennd. Núverandi forsætisráðherra sagði um skýrslu og tillögur þingmannanefndarinnar að hún vonaðist til að þær yrðu til að „róa almenning". En var það tilgangurinn með öllu saman - að róa þjóðina tímabundið? Ég fullyrði að almennar væntingar voru meiri og háleitari. Að almennt hafi fólk að minnsta kosti vonast eftir lyktum sem ættu meira skylt við réttlæti og sanngirni - hvar sem það annars skipar sér í stjórnmálaflokk. Margir vonuðust jafnvel eftir niðurstöðu sem væri til þess fallin að eyða landlægri tortryggni og vantrausti - skapa einhvers konar sátt og leggja grundvöll að endurreisn samfélagsins. Þess í stað hefur vonin sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis vakti um heiðarlegt uppgjör hrunsins snúist upp í andhverfu sína og inni á Alþingi ganga ásakanir á milli þingmanna um undirmál og pólitískar ofsóknir, brigsl um svik og heitingar af ýmsum toga. Afleiðingin er skert starfshæfni þingsins, nú þegar brýnustu viðfangsefnin þola enga bið - þau sem snúa að daglegu brauði, framtíð og heill fjölmargra fjölskyldna. Ástæða alls þessa er hvernig Alþingi hélt á málinu frá upphafi til enda. Ef ætlunin var raunverulega að gera á heiðarlegan hátt upp við þjóðina hlut Alþingis og stjórnsýslunnar í hruninu þá átti í fyrsta lagi að leita aðstoðar utan þings og fela óháðum aðilum að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og gerð tillagna um viðbrögð löggjafarsamkomunnar við henni - í stað þess að Alþingi ætlaði sér það ofverk að rannsaka og dæma í eigin sök. Í öðru lagi átti ekki að einskorða viðbrögðin við „úrræði" laga um ráðherraábyrgð og þriggja ára fyrningarfrest þeirra ogloks áttu fyrrum samstarfsmenn ráðherranna fjögurra - sem þingsályktunartillagan um Landsdóm tók til - ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslu um ákærurnar. Þeir áttu að sitja hjá eða víkja sæti. Í desember 2009 þegar lagt var fram frumvarp til breytinga á lögunum um rannsóknarnefnd Alþingis (m.a. um lengingu skilafrests) urðu umtalsverðar umræður um þá tilhögun að sérstök „þingmannanefnd" tæki við keflinu þegar rannsóknarnefnd Alþingis lyki vinnu sinni. Nánar tiltekið átti sú nefnd að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og gera tillögu um viðbrögð þingsins, byggt á þeirri forsendu að í skýrslunni yrði að finna faglega greiningu á ástæðum bankahrunsins sem „þyrfti að liggja til grundvallar almennu pólitísku uppgjöri málsins." Síðan, eftir atvikum átti það jafnframt að vera hlutverk þingmannanefndarinnar „að móta afstöðu til ábyrgðar í málinu að því marki sem það er hlutverk þingsins." Í umræðum á Alþingi um þetta mál var ítrekað bent á að þingmenn væru ekki færir um að leggja hlutlaust mat á eigin störf, formanna sinna og samstarfsmanna heldur væri nauðsynlegt að hlutlausir aðilar kæmu að vinnslu málsins. Að vísu voru það aðeins þingmenn Hreyfingarinnar sem höfðu uppi þessar mótbárur og þeir voru kveðnir í kútinn m.a. með brigslyrðum um að þeir væru með orðræðu sinni og tillögum um að hafa annan hátt á að grafa undan tiltrú og trausti á Alþingi! - Þetta voru að mínu mati fyrstu „mistök" Alþingis í þessum málum - að ætla sjálfu sér að rannsaka sjálft sig og meta sök. Ástæðan er sú að skýrsla rannsóknarnefndarinnar felur í sér ávirðingar á Alþingi sjálft, m.a. fyrir vanrækslu á aðhalds- og eftirlitsskyldu þess. Þingmannanefndin segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé „áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu" eins og segir í tillögu til þingsályktunar (um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010). Þegar rannsóknarnefnd Alþingis skilaði skýrslu sinni kom á daginn að hún hafði aflað viðamikilla upplýsinga og gagna sem góðu heilli vörpuðu ljósi á aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Að þeim niðurstöðum fengnum lá fyrir skýrari mynd af flókinni og þvældri röð atburða, aðgerða og athafnaleysis. - Að auki, svo sem ráð var fyrir gert í lögunum um nefndina, sendi hún fjölda tilkynninga um mál þar sem grunur lék á um refsiverða háttsemi tengda starfsemi fjármálafyrirtækja til sérstaks saksóknara - þar sem mál eru nú í rannsókn og allt óljóst enn um saksókn, hvað þá hvernig málum muni reiða af fyrir dómi. Jafnframt lýsti nefndin mati sínu á því - svo sem henni hafði verið falið - hverjir kynnu að bera ábyrgð á hugsanlegum mistökum í aðdraganda bankahrunsins og hefðu sýnt af sér „vanrækslu" í störfum sínum. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var sú að það væru fyrrv. þrír seðlabankastjórar og fyrrv. forstj. Fjármálaeftirlitsins auk þriggja ráðherra. Samtals 7 manns. - Þessir allir töldust hafa (með nánar tilteknu athafnaleysi hvers um sig) látið „hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga 142/2008." Eftir að þingmannanefndin tók til starfa vakti hún bréflega athygli saksóknara á þessum niðurstöðum hvað varðaði bankastjórana og forstjórann. Saksóknari komst hins vegar að þeirri niðurstöðu snemmendis að „að svo stöddu (væri) ekki tilefni til að efna til sakamálarannsóknar" á hendur þessum fjórum, eins og segir frá í skýrslu þingmannanefndarinnar. Þar segir þó ekkert um rök eða ástæður hans fyrir þessari niðurstöðu. - Þessir virðast því vera lausir allra mála. Ég mun halda áfram og fjalla í sérstakri grein um önnur og þriðju mistök Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Skoðanir Mest lesið Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Nærandi ferðaþjónusta Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Nú liggur það fyrir að Alþingi reyndist ófært um að leiða uppgjör við þjóðina vegna hrunsins til lykta. Sú niðurstaða sem varð í atkvæðagreiðslunni á Alþingi að ábyrgð og sök er felld á einn mann misbýður almennri réttlætiskennd. Núverandi forsætisráðherra sagði um skýrslu og tillögur þingmannanefndarinnar að hún vonaðist til að þær yrðu til að „róa almenning". En var það tilgangurinn með öllu saman - að róa þjóðina tímabundið? Ég fullyrði að almennar væntingar voru meiri og háleitari. Að almennt hafi fólk að minnsta kosti vonast eftir lyktum sem ættu meira skylt við réttlæti og sanngirni - hvar sem það annars skipar sér í stjórnmálaflokk. Margir vonuðust jafnvel eftir niðurstöðu sem væri til þess fallin að eyða landlægri tortryggni og vantrausti - skapa einhvers konar sátt og leggja grundvöll að endurreisn samfélagsins. Þess í stað hefur vonin sem skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis vakti um heiðarlegt uppgjör hrunsins snúist upp í andhverfu sína og inni á Alþingi ganga ásakanir á milli þingmanna um undirmál og pólitískar ofsóknir, brigsl um svik og heitingar af ýmsum toga. Afleiðingin er skert starfshæfni þingsins, nú þegar brýnustu viðfangsefnin þola enga bið - þau sem snúa að daglegu brauði, framtíð og heill fjölmargra fjölskyldna. Ástæða alls þessa er hvernig Alþingi hélt á málinu frá upphafi til enda. Ef ætlunin var raunverulega að gera á heiðarlegan hátt upp við þjóðina hlut Alþingis og stjórnsýslunnar í hruninu þá átti í fyrsta lagi að leita aðstoðar utan þings og fela óháðum aðilum að fara yfir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og gerð tillagna um viðbrögð löggjafarsamkomunnar við henni - í stað þess að Alþingi ætlaði sér það ofverk að rannsaka og dæma í eigin sök. Í öðru lagi átti ekki að einskorða viðbrögðin við „úrræði" laga um ráðherraábyrgð og þriggja ára fyrningarfrest þeirra ogloks áttu fyrrum samstarfsmenn ráðherranna fjögurra - sem þingsályktunartillagan um Landsdóm tók til - ekki að taka þátt í atkvæðagreiðslu um ákærurnar. Þeir áttu að sitja hjá eða víkja sæti. Í desember 2009 þegar lagt var fram frumvarp til breytinga á lögunum um rannsóknarnefnd Alþingis (m.a. um lengingu skilafrests) urðu umtalsverðar umræður um þá tilhögun að sérstök „þingmannanefnd" tæki við keflinu þegar rannsóknarnefnd Alþingis lyki vinnu sinni. Nánar tiltekið átti sú nefnd að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndarinnar og gera tillögu um viðbrögð þingsins, byggt á þeirri forsendu að í skýrslunni yrði að finna faglega greiningu á ástæðum bankahrunsins sem „þyrfti að liggja til grundvallar almennu pólitísku uppgjöri málsins." Síðan, eftir atvikum átti það jafnframt að vera hlutverk þingmannanefndarinnar „að móta afstöðu til ábyrgðar í málinu að því marki sem það er hlutverk þingsins." Í umræðum á Alþingi um þetta mál var ítrekað bent á að þingmenn væru ekki færir um að leggja hlutlaust mat á eigin störf, formanna sinna og samstarfsmanna heldur væri nauðsynlegt að hlutlausir aðilar kæmu að vinnslu málsins. Að vísu voru það aðeins þingmenn Hreyfingarinnar sem höfðu uppi þessar mótbárur og þeir voru kveðnir í kútinn m.a. með brigslyrðum um að þeir væru með orðræðu sinni og tillögum um að hafa annan hátt á að grafa undan tiltrú og trausti á Alþingi! - Þetta voru að mínu mati fyrstu „mistök" Alþingis í þessum málum - að ætla sjálfu sér að rannsaka sjálft sig og meta sök. Ástæðan er sú að skýrsla rannsóknarnefndarinnar felur í sér ávirðingar á Alþingi sjálft, m.a. fyrir vanrækslu á aðhalds- og eftirlitsskyldu þess. Þingmannanefndin segir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis sé „áfellisdómur yfir stjórnvöldum, stjórnmálamönnum og stjórnsýslu, verklagi og skorti á formfestu" eins og segir í tillögu til þingsályktunar (um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2010). Þegar rannsóknarnefnd Alþingis skilaði skýrslu sinni kom á daginn að hún hafði aflað viðamikilla upplýsinga og gagna sem góðu heilli vörpuðu ljósi á aðdraganda og orsakir bankahrunsins. Að þeim niðurstöðum fengnum lá fyrir skýrari mynd af flókinni og þvældri röð atburða, aðgerða og athafnaleysis. - Að auki, svo sem ráð var fyrir gert í lögunum um nefndina, sendi hún fjölda tilkynninga um mál þar sem grunur lék á um refsiverða háttsemi tengda starfsemi fjármálafyrirtækja til sérstaks saksóknara - þar sem mál eru nú í rannsókn og allt óljóst enn um saksókn, hvað þá hvernig málum muni reiða af fyrir dómi. Jafnframt lýsti nefndin mati sínu á því - svo sem henni hafði verið falið - hverjir kynnu að bera ábyrgð á hugsanlegum mistökum í aðdraganda bankahrunsins og hefðu sýnt af sér „vanrækslu" í störfum sínum. Niðurstaða rannsóknarnefndarinnar var sú að það væru fyrrv. þrír seðlabankastjórar og fyrrv. forstj. Fjármálaeftirlitsins auk þriggja ráðherra. Samtals 7 manns. - Þessir allir töldust hafa (með nánar tilteknu athafnaleysi hvers um sig) látið „hjá líða að bregðast við yfirvofandi hættu á viðeigandi hátt og með því sýnt af sér vanrækslu í skilningi 1. mgr. 1. gr. laga 142/2008." Eftir að þingmannanefndin tók til starfa vakti hún bréflega athygli saksóknara á þessum niðurstöðum hvað varðaði bankastjórana og forstjórann. Saksóknari komst hins vegar að þeirri niðurstöðu snemmendis að „að svo stöddu (væri) ekki tilefni til að efna til sakamálarannsóknar" á hendur þessum fjórum, eins og segir frá í skýrslu þingmannanefndarinnar. Þar segir þó ekkert um rök eða ástæður hans fyrir þessari niðurstöðu. - Þessir virðast því vera lausir allra mála. Ég mun halda áfram og fjalla í sérstakri grein um önnur og þriðju mistök Alþingis.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun