Innlent

Saksóknari í máli Geirs ekki fundinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Alþingi mun kjósa um saksóknara í máli gegn Geir Haarde á næsta þingi. Mynd/ GVA.
Alþingi mun kjósa um saksóknara í máli gegn Geir Haarde á næsta þingi. Mynd/ GVA.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, hefur enn ekki fengið fréttir af því hvern Atlanefndin svokallaða hyggst tilnefna sem saksóknara í máli Alþingis gegn Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.

Í lögum um landsdóm er gert ráð fyrir að Alþingi kjósi mann til að sækja málið af sinni hendi, og annan til vara, ef hinn kynni að forfallast. Ásta sagði í samtali við Vísi daginn sem að Alþingi ákvað að ákæra Geir að hún ætlaðist til þess að Atli Gíslason tilnefndi saksóknara á næstu dögum.

Fimmtán menn sitja í landsdómi. Þar af eru það fimm reynslumestu hæstaréttardómararnir, átta menn kjörnir af Alþingi, prófessorinn í stjórnskipunarrétti við Háskóla Íslands og dómstjórinn í Reykjavík.

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur ekki náð tali af Atla Gíslasyni í dag þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×