Alexander vinsælasta nafnið Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. september 2010 09:02 Alexander var vinsælasta nafngift nýfæddra sveinbarna í fyrra en Anna hjá meybörnum. Anna var einnig í efsta sæti ári áður, en Alexander tók við af Viktori sem var vinsælasta fyrsta nafn árið 2008 hjá sveinum. Árið 2009 féll Viktor hins vegar í 5. sæti. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Flestir sem fengu nafn í fyrra fengu fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn meðal sveinbarna, en þar á eftir Freyr og Ingi. Meðal meybarna voru María og Ósk vinsælustu annað nafn, en þessi nöfn vermdu líka fyrsta og annað sætið 2009. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Líf, sem tók við af Rós sem þriðja vinsælasta annað nafn meybarna. Þegar litið er á allan mannfjöldann í ársbyrjun 2010 eru 10 efstu einnefni og fyrstu eiginnöfn þau sömu og trónuðu í efsta sæti árið 2005. Hjá körlum er Jón vinsælasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Röð 10 algengustu nafna var óbreytt frá 2005 nema hvað Magnús vék úr 7. sæti fyrir Kristjáni. Hjá konum er Guðrún vinsælust, þá Anna og svo Sigríður. Röð 10 efstu nafnanna var óbreytt frá 2005. Meirihluti ber fleiri en eitt nafn Meirihluti landsmanna ber fleiri en eitt nafn auk kenninafns. Þrjár vinsælustu samsetningarnar hjá körlum var Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin árið 2005. Hjá konum voru þrjár vinsælustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Þetta voru líka algengustu tvínefnin árið 2005. Kvenmannsnafnið Anna er hins vegar afar vinsælt sem fyrsta nafn í tvínefnum. Anna var fyrri liður í sex tvínefnum af 10 algengustu. Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið, þar sem algengast er að börn fæðist að sumri til og á hausti. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember og fram í febrúar. Í upphafi árs 2010 gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn þann 16. júlí 2010 eða 974 einstaklingar. Fæstir áttu afmælisdag á jóladag eða 666 manns og næstfæstir á gamlársdag eða 705. Annar í jólum og aðfangadagur eru einnig lítt vinsælir til afmælisveisla. Þá voru 208 einstaklingar án afmælisdags árið 2010, en þeir halda upp á hann fjórða hvert ár þann 29. febrúar. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Alexander var vinsælasta nafngift nýfæddra sveinbarna í fyrra en Anna hjá meybörnum. Anna var einnig í efsta sæti ári áður, en Alexander tók við af Viktori sem var vinsælasta fyrsta nafn árið 2008 hjá sveinum. Árið 2009 féll Viktor hins vegar í 5. sæti. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar. Flestir sem fengu nafn í fyrra fengu fleiri en eitt nafn. Þór var langvinsælasta annað nafn meðal sveinbarna, en þar á eftir Freyr og Ingi. Meðal meybarna voru María og Ósk vinsælustu annað nafn, en þessi nöfn vermdu líka fyrsta og annað sætið 2009. Á eftir þeim kom stúlkunafnið Líf, sem tók við af Rós sem þriðja vinsælasta annað nafn meybarna. Þegar litið er á allan mannfjöldann í ársbyrjun 2010 eru 10 efstu einnefni og fyrstu eiginnöfn þau sömu og trónuðu í efsta sæti árið 2005. Hjá körlum er Jón vinsælasta nafnið, þá Sigurður og svo Guðmundur. Röð 10 algengustu nafna var óbreytt frá 2005 nema hvað Magnús vék úr 7. sæti fyrir Kristjáni. Hjá konum er Guðrún vinsælust, þá Anna og svo Sigríður. Röð 10 efstu nafnanna var óbreytt frá 2005. Meirihluti ber fleiri en eitt nafn Meirihluti landsmanna ber fleiri en eitt nafn auk kenninafns. Þrjár vinsælustu samsetningarnar hjá körlum var Jón Þór, Gunnar Þór og Jón Ingi. Þetta voru einnig algengustu tvínefnin árið 2005. Hjá konum voru þrjár vinsælustu samsetningarnar Anna María, Anna Margrét og Anna Kristín. Þetta voru líka algengustu tvínefnin árið 2005. Kvenmannsnafnið Anna er hins vegar afar vinsælt sem fyrsta nafn í tvínefnum. Anna var fyrri liður í sex tvínefnum af 10 algengustu. Afmælisdagar á Íslandi dreifast ekki jafnt yfir árið, þar sem algengast er að börn fæðist að sumri til og á hausti. Fæstir eiga afmæli á vetrarmánuðum frá nóvember og fram í febrúar. Í upphafi árs 2010 gátu flestir átt von á því að halda upp á afmælisdaginn þann 16. júlí 2010 eða 974 einstaklingar. Fæstir áttu afmælisdag á jóladag eða 666 manns og næstfæstir á gamlársdag eða 705. Annar í jólum og aðfangadagur eru einnig lítt vinsælir til afmælisveisla. Þá voru 208 einstaklingar án afmælisdags árið 2010, en þeir halda upp á hann fjórða hvert ár þann 29. febrúar.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira