Endir eða upphaf? Sr. Sigurður Árni Þórðarson skrifar 19. júní 2010 06:00 Fólk dreif að Melabúðinni í Reykjavík á þjóðhátíðardegi. Mikið var hlegið við kjötborðið, ættingjar og vinir kysstust og barnasköll hljómuðu í þessari búð gæðanna. Við kassann hitti ég vin sem mælir jafnan af viti. Íhugunarorðin voru: „17. júní var lýðveldið stofnað. Í dag, 17. júní var upphaf endis þess lýðveldis!“ Ég hrökk við. Hvað átti hann við? Já, alveg rétt, Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í dag að hefja viðræður við Íslendinga um inngöngu. Það hittist einkennilega á að málið skyldi afgreitt á hátíð þjóðarinnar! Við stóðum við kassann og ræddum kosti og lesti sambandsins. Auðvitað voru sjávarútvegsmálin meginatriði. Við vorum sammála um að Skýrsla Alþingis hafi opinberað hversu stofnanir Íslendinga voru og væru veikar, að innanmein þeirra hafi verið stór og mörg og að þær hafi ekki ráðið við krabbavöxt bankanna. Við vorum sammála um að Evrópusambandið hefði gríðarlegan stofnanastyrk, sem gott væri að geta nýtt. Er Ísland eins og smáhreppur sem verður að sameinast stærri félagsheildum til að fara ekki á kaf í alþjóðavæðingunni? Við vorum líka sammála um að opinberar stofnanir hafi verið í gíslingu stjórnmálaafla sem hafi spillt þeim innan frá með vinahygli, frændhygli og flokkshygli. Nei, fáræði „Flokksins“ yrði að ljúka. Nú væri komið að nýjum tíma. Vísakortið hvissaði í posaraufinni, kassahjalinu lauk og ég fór út í góða veðrið. Blaktandi fánar, blátt, hvítt, rautt, blöstu við í góðviðrinu eins og til að minna á að enn væri Ísland sjálfstætt ríki, kannski blankt, með berrassaða stjórnsýslu – en þó sjálfstætt á hjara veraldar. Bjartur í Sumarhúsum lengi lifi. Góðmeti til kvöldveislunnar fór í bílinn. Þá kom vinur minn út líka. Hann hélt áfram og minnti á nýja tíma í pólitík borgarinnar. Já, allar kreppur eru líka tækifæri til að opna og endurmeta. Nú svo þarf líka að skoða stjórnarskrána og horfast í augu við framtíðina. Við höfum ekki lengur efni á að treysta stjórnmálamönnum fyrir fjöreggjum þjóðarinnar. Við getum ekki gagnrýnislaust treyst embættismönnum fyrir einföldum málum. Sinna þeir og opinberar stofnanir hlutverkum sínum? Eru gildi höfð að leiðarljósi í opinberri stjórnsýslu, t.d. gegnsæi, heiðarleiki, fagmennska, eðlileg ráðningarferli, raunveruleg valddreifing, farsæld almennings, virðing fyrir lýðræði og mismunandi sjónarmiðum? Hæ, hó, jibbí jei, það er kominn 17. júní. Nú er komið að okkur. Tími almennings í landinu er kominn. Broddhyggja og fáræði leiða til ills. Við höfum ekki efni á annarri oflætistilrauninni. Við höfum bara efni á að tala saman og þola að takast á um stefnumál. Í Evrópumálunum eigum við að reyna rök með og móti aðild. Er kannski ríkjasamband við Norðmenn, jafnvel líka Færeyinga og Grænlendinga, kostur sem við ættum að óska eftir að verði ræddur af alvöru? Stjórnarskrárumræðan varðar meginmál. Hver eru djásn okkar og hvað viljum við að einkenni líf þjóðar, barna okkar í framtíðinni? Mennta- og menningarstofnanir eiga að stuðla að gæfu samfélagsins. Og kannski er engin stofnun heppilegri til heiðarlegs samtals en kirkjan? Trú er ekki flótti frá veröld, heldur forsenda lífsgleði og tengsla. Lífið er fagnaðarerindi. Kirkjan er ákjósanlegur vettvangur til að draga saman ólíkt fólk með mismunandi sjónarmið og þarfir. Hlutverk kirkju er m.a. að vera fæðingardeild merkingar og tilgangs í lífi fólks. Kirkjan á að vera aðveitustöð trúar, nýrrar sýnar á framtíð, gildi og visku. Á mínum vettvangi mun ég beita mér fyrir að rætt verði um siðferði, samfélag og menningu og hvað verði til hamingju. Með blaktandi fána í augum, spurningar í huga og ilmandi fjallalambslykt í nefi beygði ég upp Dunhagann. Þar hafði einn íbúinn flaggað. Ekki krossfána, ekki KR-veifu, nei þarna blakti Stjörnubláinn, fáni Evrópusambandsins! Í einfaldri búðarferð birtist mér staða Íslands og verkefni okkar allra. Nú stríkkar á uppistöðum samfélagsvefsins. Eitthvert hæ, hó og jibbí jei duga ekki heldur aðeins rök, þor og gagnrýnin samstaða. Nú þurfum við heiðarlegt samtal. Þjóðhátíðardagur á og má ekki vera endir heldur upphaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Tengdar fréttir Íslenski stíllinn Afhverju eru tóm refabú og laxeldi um allar sveitir landsins? Hvers vegna eru mannlaus íbúðarhverfi í heiðardölum umhverfis höfuðborgina? Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að Íslendingar séu með tekjuhæstu þegnum heims miðað við landsframleiðslu er opinber þjónusta rétt svo í meðallagi? 21. júní 2010 06:00 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk dreif að Melabúðinni í Reykjavík á þjóðhátíðardegi. Mikið var hlegið við kjötborðið, ættingjar og vinir kysstust og barnasköll hljómuðu í þessari búð gæðanna. Við kassann hitti ég vin sem mælir jafnan af viti. Íhugunarorðin voru: „17. júní var lýðveldið stofnað. Í dag, 17. júní var upphaf endis þess lýðveldis!“ Ég hrökk við. Hvað átti hann við? Já, alveg rétt, Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í dag að hefja viðræður við Íslendinga um inngöngu. Það hittist einkennilega á að málið skyldi afgreitt á hátíð þjóðarinnar! Við stóðum við kassann og ræddum kosti og lesti sambandsins. Auðvitað voru sjávarútvegsmálin meginatriði. Við vorum sammála um að Skýrsla Alþingis hafi opinberað hversu stofnanir Íslendinga voru og væru veikar, að innanmein þeirra hafi verið stór og mörg og að þær hafi ekki ráðið við krabbavöxt bankanna. Við vorum sammála um að Evrópusambandið hefði gríðarlegan stofnanastyrk, sem gott væri að geta nýtt. Er Ísland eins og smáhreppur sem verður að sameinast stærri félagsheildum til að fara ekki á kaf í alþjóðavæðingunni? Við vorum líka sammála um að opinberar stofnanir hafi verið í gíslingu stjórnmálaafla sem hafi spillt þeim innan frá með vinahygli, frændhygli og flokkshygli. Nei, fáræði „Flokksins“ yrði að ljúka. Nú væri komið að nýjum tíma. Vísakortið hvissaði í posaraufinni, kassahjalinu lauk og ég fór út í góða veðrið. Blaktandi fánar, blátt, hvítt, rautt, blöstu við í góðviðrinu eins og til að minna á að enn væri Ísland sjálfstætt ríki, kannski blankt, með berrassaða stjórnsýslu – en þó sjálfstætt á hjara veraldar. Bjartur í Sumarhúsum lengi lifi. Góðmeti til kvöldveislunnar fór í bílinn. Þá kom vinur minn út líka. Hann hélt áfram og minnti á nýja tíma í pólitík borgarinnar. Já, allar kreppur eru líka tækifæri til að opna og endurmeta. Nú svo þarf líka að skoða stjórnarskrána og horfast í augu við framtíðina. Við höfum ekki lengur efni á að treysta stjórnmálamönnum fyrir fjöreggjum þjóðarinnar. Við getum ekki gagnrýnislaust treyst embættismönnum fyrir einföldum málum. Sinna þeir og opinberar stofnanir hlutverkum sínum? Eru gildi höfð að leiðarljósi í opinberri stjórnsýslu, t.d. gegnsæi, heiðarleiki, fagmennska, eðlileg ráðningarferli, raunveruleg valddreifing, farsæld almennings, virðing fyrir lýðræði og mismunandi sjónarmiðum? Hæ, hó, jibbí jei, það er kominn 17. júní. Nú er komið að okkur. Tími almennings í landinu er kominn. Broddhyggja og fáræði leiða til ills. Við höfum ekki efni á annarri oflætistilrauninni. Við höfum bara efni á að tala saman og þola að takast á um stefnumál. Í Evrópumálunum eigum við að reyna rök með og móti aðild. Er kannski ríkjasamband við Norðmenn, jafnvel líka Færeyinga og Grænlendinga, kostur sem við ættum að óska eftir að verði ræddur af alvöru? Stjórnarskrárumræðan varðar meginmál. Hver eru djásn okkar og hvað viljum við að einkenni líf þjóðar, barna okkar í framtíðinni? Mennta- og menningarstofnanir eiga að stuðla að gæfu samfélagsins. Og kannski er engin stofnun heppilegri til heiðarlegs samtals en kirkjan? Trú er ekki flótti frá veröld, heldur forsenda lífsgleði og tengsla. Lífið er fagnaðarerindi. Kirkjan er ákjósanlegur vettvangur til að draga saman ólíkt fólk með mismunandi sjónarmið og þarfir. Hlutverk kirkju er m.a. að vera fæðingardeild merkingar og tilgangs í lífi fólks. Kirkjan á að vera aðveitustöð trúar, nýrrar sýnar á framtíð, gildi og visku. Á mínum vettvangi mun ég beita mér fyrir að rætt verði um siðferði, samfélag og menningu og hvað verði til hamingju. Með blaktandi fána í augum, spurningar í huga og ilmandi fjallalambslykt í nefi beygði ég upp Dunhagann. Þar hafði einn íbúinn flaggað. Ekki krossfána, ekki KR-veifu, nei þarna blakti Stjörnubláinn, fáni Evrópusambandsins! Í einfaldri búðarferð birtist mér staða Íslands og verkefni okkar allra. Nú stríkkar á uppistöðum samfélagsvefsins. Eitthvert hæ, hó og jibbí jei duga ekki heldur aðeins rök, þor og gagnrýnin samstaða. Nú þurfum við heiðarlegt samtal. Þjóðhátíðardagur á og má ekki vera endir heldur upphaf.
Íslenski stíllinn Afhverju eru tóm refabú og laxeldi um allar sveitir landsins? Hvers vegna eru mannlaus íbúðarhverfi í heiðardölum umhverfis höfuðborgina? Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að Íslendingar séu með tekjuhæstu þegnum heims miðað við landsframleiðslu er opinber þjónusta rétt svo í meðallagi? 21. júní 2010 06:00
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun