Segir Geir þegar hafa axlað ábyrgð 12. september 2010 12:00 Bjarni Benediktsson. Mynd/GVA Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé þegar búinn að axla pólitíska ábyrgð á hruninu og því sé engin þörf á því draga hann né aðra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Sjálfstæðismenn, einir leggjast gegn því að ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde verði dregnir fyrir landsdóm. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þingsályktunartillögur þess efnis og bendir á að litlar líkur séu á sakfellingu í málinu. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hafi sýnt að eigendur og stjórnendur bankanna beri mesta ábyrgð á hruninu og ekki sé þörf á því að draga Geir H. Haarde eða aðra ráðherra fyrir landsdóm. Menn séu þegar búnir að axla hina pólitísku ábyrgð. „Hin pólitíska ábyrgð í þessu máli hefur aldeilis verið tekin út. Ekki bara verið skipt um ríkisstjórn heldur kosið í landinu þar sem kjósendur hafa komið fram vilja sínum um breytingar í stjórnkerfinu," segir Bjarni og bætir við: „Ég hef aldrei látið í það skína að ég telji að hér hafi allt verið í besta lagi. Þvert á móti hefur fjölmargt farið úrskeiðis. Fjölmargt sem við þurfum að læra af því sem hér gerðist og fyrirbyggja að geti endurtekið sig en ég get ekki tekið þátt í sakamálarannsókn þegar ég hef enga sannfæringu fyrir því að það séu líkur á sakfellingu fyrir dómi." Landsdómur Tengdar fréttir Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21 Björn og Guðlaugur svöruðu ekki þingmannanefndinni Hvorki Björn Bjarnason né Guðlaugur Þór Þórðarson sáu ástæðu til að svara bréfum þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu Alþingis. Allir ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fengu send bréf frá nefndinni um miðjan maí þar sem ráðherrunum fyrrverandi var gefinn kostur á senda nefndinni athugasemdir, upplýsingar eða svör við niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 12. september 2010 11:04 Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. 12. september 2010 11:41 Björgvin: Ég er ekki fullkominn Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu mjög alvarlega. 12. september 2010 10:49 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir að Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé þegar búinn að axla pólitíska ábyrgð á hruninu og því sé engin þörf á því draga hann né aðra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdóm. Sjálfstæðismenn, einir leggjast gegn því að ráðherrar í ríkisstjórn Geirs H. Haarde verði dregnir fyrir landsdóm. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir þingsályktunartillögur þess efnis og bendir á að litlar líkur séu á sakfellingu í málinu. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis hafi sýnt að eigendur og stjórnendur bankanna beri mesta ábyrgð á hruninu og ekki sé þörf á því að draga Geir H. Haarde eða aðra ráðherra fyrir landsdóm. Menn séu þegar búnir að axla hina pólitísku ábyrgð. „Hin pólitíska ábyrgð í þessu máli hefur aldeilis verið tekin út. Ekki bara verið skipt um ríkisstjórn heldur kosið í landinu þar sem kjósendur hafa komið fram vilja sínum um breytingar í stjórnkerfinu," segir Bjarni og bætir við: „Ég hef aldrei látið í það skína að ég telji að hér hafi allt verið í besta lagi. Þvert á móti hefur fjölmargt farið úrskeiðis. Fjölmargt sem við þurfum að læra af því sem hér gerðist og fyrirbyggja að geti endurtekið sig en ég get ekki tekið þátt í sakamálarannsókn þegar ég hef enga sannfæringu fyrir því að það séu líkur á sakfellingu fyrir dómi."
Landsdómur Tengdar fréttir Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21 Björn og Guðlaugur svöruðu ekki þingmannanefndinni Hvorki Björn Bjarnason né Guðlaugur Þór Þórðarson sáu ástæðu til að svara bréfum þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu Alþingis. Allir ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fengu send bréf frá nefndinni um miðjan maí þar sem ráðherrunum fyrrverandi var gefinn kostur á senda nefndinni athugasemdir, upplýsingar eða svör við niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 12. september 2010 11:04 Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. 12. september 2010 11:41 Björgvin: Ég er ekki fullkominn Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu mjög alvarlega. 12. september 2010 10:49 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Geir Haarde: Mér var vísvitandi sagt ósatt „Ég hef varið mörgum árum í störf á vettvangi stjórnmála og kynnst þar mörgu fólki. En ég hef ekki átt því að venjast að mér sé vísvitandi sagt ósatt um mikilvæg mál hvað þá að málsmetandi ábyrgðarmenn stórra fyrirtækja geri sig seka um slíkt gagnvart forsætisráðherra,“ segir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, í bréfi til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Slíku hafði ég ekki kynnt fyrr en í aðdraganda bankahrunsins og gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en eftir á. Erfitt er að þurfa að sætta sig við slíka framkomu,“ segir Geir. 12. september 2010 10:21
Björn og Guðlaugur svöruðu ekki þingmannanefndinni Hvorki Björn Bjarnason né Guðlaugur Þór Þórðarson sáu ástæðu til að svara bréfum þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu Alþingis. Allir ráðherrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar fengu send bréf frá nefndinni um miðjan maí þar sem ráðherrunum fyrrverandi var gefinn kostur á senda nefndinni athugasemdir, upplýsingar eða svör við niðurstöðum skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 12. september 2010 11:04
Ráðherrarnir gátu ekki komið í veg fyrir hrunið Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir landsdóm leifar af 19. aldar réttarfari og sé þannig úreltur. Hann segir að eftir árið 2006 hafi ekki verið hægt að bjarga bönkunum og því eigi ekki að ákæra fyrrverandi ráðherra fyrir að koma ekki í veg fyrir bankahrunið vegna aðgerðarleysis árið 2008. 12. september 2010 11:41
Björgvin: Ég er ekki fullkominn Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hafi setið fjölmarga fundi um um málefni fjármálamarkaðar sem hann hafi ekki verið boðaður á. Björgvin segir að Ingibjörg hefði átt að upplýsa hann um stöðu mála sem rædd hafi verið á umræddum fundum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í bréfi Björgvins til þingmannanefndar sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Björgvin segist taka ásakanir um vanrækslu mjög alvarlega. 12. september 2010 10:49