Steingrímur J. Sigfússon: Um fátækt á Íslandi Steingrímur J. Sigfússon skrifar 15. apríl 2010 06:00 Til að fyrirbyggja misskilning vil ég gera grein fyrir viðhorfum mínum til þeirrar dapurlegu staðreyndar að fátækt er til staðar á Íslandi. Aðspurður um þessi efni á blaðmannafundi í lok síðustu viku reifaði ég mín viðhorf til þessa stuttlega en a.m.k. einn fréttamaður kaus að hafa það eitt eftir mér að fátækt hér væri lítil borið saman við nálæg lönd. Hjá honum kom ekki fram að ég hefði þar verið að ræða um stöðu Íslands í samanburði við önnur lönd eins og hún var þegar best lét og áður en fór að síga á ógæfuhliðina. Ekki fylgdi heldur fréttinni að því miður væri ljóst að aðstæður hefðu þróast til verri vegar og engin leið væri að horfa fram hjá því að sífellt fleiri ættu í erfiðleikum með að komast af. Á löngu árabili nýfrjálshyggjustefnunnar fór lífskjara- og aðstöðumunur vaxandi á Íslandi. Sést það m.a. þegar er skoðað hvernig svonefndur Gini-stuðull fyrir Ísland hækkaði jafnt og þétt. Launamunur fór vaxandi og skattbyrði fluttist af háum launum, fjármagnstekjum og stóreignum yfir á almenna launamenn, eins og viðamiklar rannsóknir Stefáns Ólafssonar sýna. Núverandi ríkisstjórn hefur gerbreytt áherslum í þessum efnum, þó svo sannarlega væri æskilegt að hægt væri að gera betur. Má í því sambandi nefna eftirfarandi: Tekjuskattskerfinu var breytt með upptöku þrepaskipts tekjuskatts og með sérstöku lágtekjuþrepi sem hlífir tekjulágu fólki, með laun undir 270 þúsund kónum á mánuði, við skattahækkunum þó skattar annarra hafi hækkað. Neðra þrepi í virðisaukaskatti var ekki breytt og mikilvægasta neysluvara heimilanna, maturinn, þannig varin fyrir hækkunum. Vaxtabætur, sem eru þannig tekjutengdar að þær ganga einkum til fólks með lágar og upp í meðaltekjur, voru hækkaðar sérstaklega um nálægt 2.400 milljónum króna á síðasta ári og aftur í ár. Grunnupphæðir atvinnuleysisbóta, lámarkstrygging almannatrygginga, barnabætur og húsaleigubætur, sem höfðu hækkað umtalsvert 2007, voru ekki skertar þó kaupmáttur þessara fjárhæða hafi vissulega skerst á tímum gengisfalls og verðbólgu. Með hækkun skatta á hina tekjuhærri, hækkun fjármagnstekjuskatts, upptöku auðlegðarskatts á stóreignafólk og hækkun skatta á hagnað fyrirtækja er reynt að afla tekna til að standa undir samneyslunni og mæta óumflýjanlegum kostnaði sem á hinu opinbera lendir vegna efnahagshrunsins með eins réttlátum hætti og hægt er. Því miður er fátækt staðreynd sem ekki má horfa fram hjá og fer glíman við hana harðnandi á þeim erfiðleikatímum sem nú eru. Ríki og sveitarfélög þurfa í samstarfi við samtök og stofnanir sem málið varðar, að vinna náið saman í þeirri glímu. Efla þarf rannsóknir og greina stöðu mála í núinu betur, því gögn skortir þrátt fyrir virðingaverða eljusemi einstakra fræðimanna eins og Hörpu Njálsdóttur og Stefáns Ólafssonar. Tilfinnanlegast er þegar fátæktin bitnar á börnum og eitt sem hlýtur að koma til skoðunar sérstaklega er aukinn stuðningur við tekjulága einstæða foreldra og barnafjölskyldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Til að fyrirbyggja misskilning vil ég gera grein fyrir viðhorfum mínum til þeirrar dapurlegu staðreyndar að fátækt er til staðar á Íslandi. Aðspurður um þessi efni á blaðmannafundi í lok síðustu viku reifaði ég mín viðhorf til þessa stuttlega en a.m.k. einn fréttamaður kaus að hafa það eitt eftir mér að fátækt hér væri lítil borið saman við nálæg lönd. Hjá honum kom ekki fram að ég hefði þar verið að ræða um stöðu Íslands í samanburði við önnur lönd eins og hún var þegar best lét og áður en fór að síga á ógæfuhliðina. Ekki fylgdi heldur fréttinni að því miður væri ljóst að aðstæður hefðu þróast til verri vegar og engin leið væri að horfa fram hjá því að sífellt fleiri ættu í erfiðleikum með að komast af. Á löngu árabili nýfrjálshyggjustefnunnar fór lífskjara- og aðstöðumunur vaxandi á Íslandi. Sést það m.a. þegar er skoðað hvernig svonefndur Gini-stuðull fyrir Ísland hækkaði jafnt og þétt. Launamunur fór vaxandi og skattbyrði fluttist af háum launum, fjármagnstekjum og stóreignum yfir á almenna launamenn, eins og viðamiklar rannsóknir Stefáns Ólafssonar sýna. Núverandi ríkisstjórn hefur gerbreytt áherslum í þessum efnum, þó svo sannarlega væri æskilegt að hægt væri að gera betur. Má í því sambandi nefna eftirfarandi: Tekjuskattskerfinu var breytt með upptöku þrepaskipts tekjuskatts og með sérstöku lágtekjuþrepi sem hlífir tekjulágu fólki, með laun undir 270 þúsund kónum á mánuði, við skattahækkunum þó skattar annarra hafi hækkað. Neðra þrepi í virðisaukaskatti var ekki breytt og mikilvægasta neysluvara heimilanna, maturinn, þannig varin fyrir hækkunum. Vaxtabætur, sem eru þannig tekjutengdar að þær ganga einkum til fólks með lágar og upp í meðaltekjur, voru hækkaðar sérstaklega um nálægt 2.400 milljónum króna á síðasta ári og aftur í ár. Grunnupphæðir atvinnuleysisbóta, lámarkstrygging almannatrygginga, barnabætur og húsaleigubætur, sem höfðu hækkað umtalsvert 2007, voru ekki skertar þó kaupmáttur þessara fjárhæða hafi vissulega skerst á tímum gengisfalls og verðbólgu. Með hækkun skatta á hina tekjuhærri, hækkun fjármagnstekjuskatts, upptöku auðlegðarskatts á stóreignafólk og hækkun skatta á hagnað fyrirtækja er reynt að afla tekna til að standa undir samneyslunni og mæta óumflýjanlegum kostnaði sem á hinu opinbera lendir vegna efnahagshrunsins með eins réttlátum hætti og hægt er. Því miður er fátækt staðreynd sem ekki má horfa fram hjá og fer glíman við hana harðnandi á þeim erfiðleikatímum sem nú eru. Ríki og sveitarfélög þurfa í samstarfi við samtök og stofnanir sem málið varðar, að vinna náið saman í þeirri glímu. Efla þarf rannsóknir og greina stöðu mála í núinu betur, því gögn skortir þrátt fyrir virðingaverða eljusemi einstakra fræðimanna eins og Hörpu Njálsdóttur og Stefáns Ólafssonar. Tilfinnanlegast er þegar fátæktin bitnar á börnum og eitt sem hlýtur að koma til skoðunar sérstaklega er aukinn stuðningur við tekjulága einstæða foreldra og barnafjölskyldur.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun