Þessa kýs ég en ekki þessa Hjörtur Hjartarson skrifar 25. nóvember 2010 17:30 Ég mun ekki kjósa vini mína á stjórnlagaþing. Vinátta, ein og sér, dugar mér ekki. Alls ekki. Ég mun heldur ekki kjósa þá sem ekkert bitastætt leggja fram nema rándýrar auglýsingar. Peningar og stjórnmál eru eitruð blanda og ávísun á sérhagsmunagæslu. Ekki heldur mun ég kjósa þá sem ætla að endurvinna fjölmiðlafrægð sína fyrir stjórnlagaþingið og láta þar við sitja. Rousseau hélt því fram að löggjafarvaldið tilheyrði almenningi og engum öðrum og að allar aðgerðir framkvæmdavaldsins væru, eða ættu að vera, lög. Þessar staðhæfingar hvíla á þeirri forsendu Rousseaus að fullveldið verði hvorki framselt né því skipt upp og að fullveldið sé aðeins framkvæmd almannaviljans. Hann gaf ekkert fyrir það sem við nefnum fulltrúalýðræði. Við höfum fyrir löngu samþykkt fulltrúalýðræði sem aðferð til að ná fram eiginlegu lýðræði, og stjórnlagaþingið verður fulltrúasamkoma. Samt ættum við að huga að hugmyndum Rousseaus um almannaviljann. Almannavilji Rousseaus er ekki það sem hver og einn vill útaf fyrir sig. Almannavilji tekur mið af sameiginlegum hagsmunum en vilji hvers einstaklings tekur mið af einkahagsmunum. Flokkadrættir og sérhagsmunir spilla fyrir því að almannaviljinn nái fram að ganga: „Til þess að tjáning almannaviljans komist vel til skila er því mikilvægt að ekki sé til sérstakt samfélag innan ríkisins og að sérhver borgari taki ákvarðanir eftir sannfæringu sinni." Kenning heimspekingsins John Rawls um réttlæti á sér skíra samsvörun í þessari hugmynd Rousseaus, þar sem hver einstaklingur tekur afstöðu án þess að vita nokkuð um hverjir einkahagsmunir hans séu. Þannig myndu svonefndir kvótagreifar t.d. greiða atkvæði um kvótakerfið án þess að hafa hugmynd um að þeir ættu kvóta. Rawls talar um að greiða atkvæði bakvið tjald fávísi (e. veil of ignorance). Á laugardag þurfum við öll að verða ábyrgir borgarar og hefja okkur yfir litla hégómlega egóið, sem sífellt gáir búralega að sérhagsmunum sínum. Á laugardag ber okkur að kjósa þau sem við í einlægni höfum trú á að muni hafa almannahagsmuni að leiðarljósi á stjórnlagaþinginu, og ekkert annað. Leggjum dálítið á okkur til þess að finna fulltrúa á stjórnlagaþingið. Það er mikilvægt fyrir farsæld okkar sjálfra og þeirra sem munu þurfa að taka við íslensku samfélagi úr okkar höndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Ég mun ekki kjósa vini mína á stjórnlagaþing. Vinátta, ein og sér, dugar mér ekki. Alls ekki. Ég mun heldur ekki kjósa þá sem ekkert bitastætt leggja fram nema rándýrar auglýsingar. Peningar og stjórnmál eru eitruð blanda og ávísun á sérhagsmunagæslu. Ekki heldur mun ég kjósa þá sem ætla að endurvinna fjölmiðlafrægð sína fyrir stjórnlagaþingið og láta þar við sitja. Rousseau hélt því fram að löggjafarvaldið tilheyrði almenningi og engum öðrum og að allar aðgerðir framkvæmdavaldsins væru, eða ættu að vera, lög. Þessar staðhæfingar hvíla á þeirri forsendu Rousseaus að fullveldið verði hvorki framselt né því skipt upp og að fullveldið sé aðeins framkvæmd almannaviljans. Hann gaf ekkert fyrir það sem við nefnum fulltrúalýðræði. Við höfum fyrir löngu samþykkt fulltrúalýðræði sem aðferð til að ná fram eiginlegu lýðræði, og stjórnlagaþingið verður fulltrúasamkoma. Samt ættum við að huga að hugmyndum Rousseaus um almannaviljann. Almannavilji Rousseaus er ekki það sem hver og einn vill útaf fyrir sig. Almannavilji tekur mið af sameiginlegum hagsmunum en vilji hvers einstaklings tekur mið af einkahagsmunum. Flokkadrættir og sérhagsmunir spilla fyrir því að almannaviljinn nái fram að ganga: „Til þess að tjáning almannaviljans komist vel til skila er því mikilvægt að ekki sé til sérstakt samfélag innan ríkisins og að sérhver borgari taki ákvarðanir eftir sannfæringu sinni." Kenning heimspekingsins John Rawls um réttlæti á sér skíra samsvörun í þessari hugmynd Rousseaus, þar sem hver einstaklingur tekur afstöðu án þess að vita nokkuð um hverjir einkahagsmunir hans séu. Þannig myndu svonefndir kvótagreifar t.d. greiða atkvæði um kvótakerfið án þess að hafa hugmynd um að þeir ættu kvóta. Rawls talar um að greiða atkvæði bakvið tjald fávísi (e. veil of ignorance). Á laugardag þurfum við öll að verða ábyrgir borgarar og hefja okkur yfir litla hégómlega egóið, sem sífellt gáir búralega að sérhagsmunum sínum. Á laugardag ber okkur að kjósa þau sem við í einlægni höfum trú á að muni hafa almannahagsmuni að leiðarljósi á stjórnlagaþinginu, og ekkert annað. Leggjum dálítið á okkur til þess að finna fulltrúa á stjórnlagaþingið. Það er mikilvægt fyrir farsæld okkar sjálfra og þeirra sem munu þurfa að taka við íslensku samfélagi úr okkar höndum.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun