Viðskiptaráð tali skýrar 13. febrúar 2010 06:00 Elín Björg Jónsdóttir skrifar um atvinnuleysi Atvinnuleysi er mikil ógæfa fyrir hvern þann einstakling sem lendir í slíku. Gildir að sjálfsögðu einu hvort viðkomandi hefur unnið á almennum vinnumarkaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Mestur hefur samdrátturinn verið í byggingariðnaði og tengdum greinum. Þar var mikil þensla á árunum fyrir bankahrun. En þegar kreppan skall á af fullum þunga létu afleiðingarnar ekki á sér standa. Hlutskipti þúsunda fólks varð og er enn atvinnuleysi. Hvers konar réttlæti? Frosti Ólafsson, aðstoðarforstjóri Viðskiptaráðs, kveður sér nú hljóðs um atvinnuleysið og það ranglæti sem hann telur sig sjá í þeim efnum. Hann segir að „mikið ójafnvægi hafi myndast á milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera". Aðeins einn af hverjum tíu sem misst hafi vinnuna hafi starfað hjá ríkinu. Frosti lýsir þeirri niðurstöðu Viðskiptaráðs að til að fullnægja réttlætinu þurfi að vera eitthvert jafnvægi á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins hvað þessi mál áhrærir. Þannig hafi þensla verið umtalsverð hjá hinu opinbera á liðnum árum og er svo að skilja að eðlilegt sé að þar verði samsvarandi samdráttur og til dæmis í byggingariðnaði. Með svona málflutningi mætti ætla að Viðskiptaráð kalli nú eftir meira atvinnuleysi en orðið er til að auka á jöfnuð milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Mikið vinnuálag Hjá hinu opinbera gegnir öðru máli á krepputímum en á almennum vinnumarkaði því eftir sem áður eru samfélagsleg verkefni fyrir hendi. Krafa Viðskiptaráðs um samdrátt hjá ríki og sveitarfélögum kallar því á nánari skýringar frá aðstoðarforstjóra Viðskiptaráðs. Hvað nákvæmlega er hann að fara? Telur hann að þörf sé á því að fækka fólki í skólum, á sjúkrahúsum, á dvalarheimilum fyrir aldraða, í þjónustu við fatlaða, í löggæslunni og þannig má áfram telja? Ég fullyrði að hvergi er ofmannað á þessum vettvangi. Þvert á móti er vinnuálagið víða of mikið. Þannig er ekki rétt að bera saman samdrátt á einum stað við samdrátt á öðrum án nánari skýringa. Það er svo önnur saga hvort hægt er að draga úr útgjöldum hjá hinu opinbera. Þar má eflaust spara víða. Það er hins vegar vægast sagt vafasöm hugsun hjá talsmönnum Viðskiptaráðs að líta á það sem bjargráð og réttlæti að fækka vinnandi höndum í almannaþjónustunni. Uppsagnir Því miður bendir margt til þess að uppsögnum fari fjölgandi á velferðarstofnunum. Það þýðir aukið atvinnuleysi á meðal kvenna og það sem ekki síður þarf að hafa áhyggjur af, þetta þýðir aukið álag og þar með skerta þjónustu fyrir allt það fólk sem þarf á aðstoð velferðarkerfisins að halda. Umræða um atvinnumál er viðkvæm í eðli sínu. Hún krefst yfirvegunar og tala þarf skýrt. Ég leyfi mér að mælast til þess við Viðskiptaráðið að það tileinki sér skýrari málflutning, ekki síst þegar farið er fram með þá alvarlegu kröfu að fækka störfum innan almannaþjónustunnar. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Elín Björg Jónsdóttir skrifar um atvinnuleysi Atvinnuleysi er mikil ógæfa fyrir hvern þann einstakling sem lendir í slíku. Gildir að sjálfsögðu einu hvort viðkomandi hefur unnið á almennum vinnumarkaði, hjá ríki eða sveitarfélögum. Mestur hefur samdrátturinn verið í byggingariðnaði og tengdum greinum. Þar var mikil þensla á árunum fyrir bankahrun. En þegar kreppan skall á af fullum þunga létu afleiðingarnar ekki á sér standa. Hlutskipti þúsunda fólks varð og er enn atvinnuleysi. Hvers konar réttlæti? Frosti Ólafsson, aðstoðarforstjóri Viðskiptaráðs, kveður sér nú hljóðs um atvinnuleysið og það ranglæti sem hann telur sig sjá í þeim efnum. Hann segir að „mikið ójafnvægi hafi myndast á milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera". Aðeins einn af hverjum tíu sem misst hafi vinnuna hafi starfað hjá ríkinu. Frosti lýsir þeirri niðurstöðu Viðskiptaráðs að til að fullnægja réttlætinu þurfi að vera eitthvert jafnvægi á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins hvað þessi mál áhrærir. Þannig hafi þensla verið umtalsverð hjá hinu opinbera á liðnum árum og er svo að skilja að eðlilegt sé að þar verði samsvarandi samdráttur og til dæmis í byggingariðnaði. Með svona málflutningi mætti ætla að Viðskiptaráð kalli nú eftir meira atvinnuleysi en orðið er til að auka á jöfnuð milli almenna vinnumarkaðarins og hins opinbera. Mikið vinnuálag Hjá hinu opinbera gegnir öðru máli á krepputímum en á almennum vinnumarkaði því eftir sem áður eru samfélagsleg verkefni fyrir hendi. Krafa Viðskiptaráðs um samdrátt hjá ríki og sveitarfélögum kallar því á nánari skýringar frá aðstoðarforstjóra Viðskiptaráðs. Hvað nákvæmlega er hann að fara? Telur hann að þörf sé á því að fækka fólki í skólum, á sjúkrahúsum, á dvalarheimilum fyrir aldraða, í þjónustu við fatlaða, í löggæslunni og þannig má áfram telja? Ég fullyrði að hvergi er ofmannað á þessum vettvangi. Þvert á móti er vinnuálagið víða of mikið. Þannig er ekki rétt að bera saman samdrátt á einum stað við samdrátt á öðrum án nánari skýringa. Það er svo önnur saga hvort hægt er að draga úr útgjöldum hjá hinu opinbera. Þar má eflaust spara víða. Það er hins vegar vægast sagt vafasöm hugsun hjá talsmönnum Viðskiptaráðs að líta á það sem bjargráð og réttlæti að fækka vinnandi höndum í almannaþjónustunni. Uppsagnir Því miður bendir margt til þess að uppsögnum fari fjölgandi á velferðarstofnunum. Það þýðir aukið atvinnuleysi á meðal kvenna og það sem ekki síður þarf að hafa áhyggjur af, þetta þýðir aukið álag og þar með skerta þjónustu fyrir allt það fólk sem þarf á aðstoð velferðarkerfisins að halda. Umræða um atvinnumál er viðkvæm í eðli sínu. Hún krefst yfirvegunar og tala þarf skýrt. Ég leyfi mér að mælast til þess við Viðskiptaráðið að það tileinki sér skýrari málflutning, ekki síst þegar farið er fram með þá alvarlegu kröfu að fækka störfum innan almannaþjónustunnar. Höfundur er formaður BSRB.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun