Innlent

Mun ekki hafa áhrif á samstarfið

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon segir að verði tillaga um að draga fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm felld á Alþingi hafi það ekki áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og oddviti Vinstri grænna segir að atkvæðagreiðsla um hvort draga eigi fyrrverandi ráðherra fyrir Landsdóm sé fyrst og fremst verkefni Alþingis. „Þetta hlutverk hafa þingmenn með höndum samkvæmt stjórnarskrá og lögum og þeir þurfa að rísa undir þeirri ábyrgð sem því er fylgjandi með því að afgreiða þetta mál," sagði Steingrímur við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Þingmenn Vinstri grænna eru hlynnir ákærum á hendur fyrrverandi ráðherrum. Spurður um áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið ef tillagan um að draga ráðherra fyrir Landsdóm verður felld á þingi segir Steingrímur:

„Alþingi tekur sína ákvörðun og hún gildir, það er svo einfalt mál"

Atkvæðagreiðslan hefst klukkan fjögur, eða eftir nokkrar mínútur.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×