Umfjöllun: Þungu fargi létt af Valsmönnum Henry Birgir Gunnarsson í áhaldageymslunni að Varmá skrifar 18. nóvember 2010 21:02 "Konni er kóngurinn," sungu leikmenn Vals inn í búningsklefa í kvöld eftir 22-23 sigur á Aftureldingu. Fyrsti sigur Valsmanna í vetur staðreynd og augljóslega þungu fargi létt af mönnum þar sem þeir fögnuðu líkt og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar. Sigurinn var ekki auðveldur og með meiri klókindum hefðu Mosfellingar fengið eitthvað úr honum. Þeir voru aftur á móti ekki klókir heldur klaufalegir og þess vegna fengu þeir ekkert úr leiknum. Jafnræði var með liðunum framan af en í stöðunni 6-6 duttu Valsmenn í gírinn, skoruðu sex mörk í röð og komust í 6-12. Staðan í leikhléi var 7-12 fyrir Val. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og náðu sjö marka forskoti, 7-14. Þá hrundi leikur liðsins og heimamenn komu til baka af miklum krafti. Þeir skoruðu sex mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 13-14. Þegar rúmar 5 mínútur voru eftir jafnaði Afturelding loks leikinn, 20-20, og allt á suðupunkti síðustu mínúturnar. Þá tóku Mosfellingar upp á því að láta reka sig út af hvað eftir annað fyrir klaufaleg brot. Valsmenn náðu þó ekki að hrista þá almennilega af sér heldur rétt mörðu sigur. Lokamarkið var nokkuð umdeilt hjá Val enda fengu þeir að spila ansi lengi eftir að hendin var komin upp. Sigurinn hafðist þó og það eitt skiptir máli fyrir Val. Liðið á samt enn langt í land og hrunið í síðari hálfleik var afar dapurt. Allt of margir lykilmenn liðsins eru að spila illa og geta svo miklu betur. Sturla var samt fínn meðan hans naut við og Ingvar varði þokkalega á köflum. Aðrir voru einfaldlega slakir. Gamli jálkurinn Haukur Sigurvinsson var frábær hjá Mosfellingum í kvöld, Hafþór varði vel og Bjarni Aron kom sterkur upp í lokin. Það dugði ekki til í kvöld því þeir voru klaufar og höfðu ekki taugarnar til þess að klára leikinn. Afturelding-Valur 22-23 (7-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 7 (14), Haukur Sörli Sigurvinsson 6 (10), Jón Andri Helgason 4 (7), Daníel Jónsson 2 (7), Arnar Freyr Theodórsson 2 (6/1), Aron Gylfason 1 (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 18 (41/3) 44%.Hraðaupphlaup: 4 (Haukur 2, Jón, Bjarni).Fiskuð víti: 1 (Bjarni).utan vallar: 14 mín. Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 5 (6), Valdimar Fannar Þórsson 5/2 (9/2), Ernir Hrafn Arnarson 4 (13/1), Alexandr Jedic 3 (6), Jón Björgvin Pétursson 2 (4), Fannar Þorbjörnsson 2 (3), Anton Rúnarsson 2 (4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (2).Varin skot: Ingvar Guðmundsson 13 (35/1) 42%.Hraðaupphlaup: 5 (Sturla 3, Fannar, Anton).Fiskuð víti: 3 (Sturla, Jón, Ernir).utan vallar: 2 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Magnús Jónsson, ágætir. Anton Rúnarsson er hér kominn í gegnum vörn Aftureldingar.Mynd/Valli Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
"Konni er kóngurinn," sungu leikmenn Vals inn í búningsklefa í kvöld eftir 22-23 sigur á Aftureldingu. Fyrsti sigur Valsmanna í vetur staðreynd og augljóslega þungu fargi létt af mönnum þar sem þeir fögnuðu líkt og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar. Sigurinn var ekki auðveldur og með meiri klókindum hefðu Mosfellingar fengið eitthvað úr honum. Þeir voru aftur á móti ekki klókir heldur klaufalegir og þess vegna fengu þeir ekkert úr leiknum. Jafnræði var með liðunum framan af en í stöðunni 6-6 duttu Valsmenn í gírinn, skoruðu sex mörk í röð og komust í 6-12. Staðan í leikhléi var 7-12 fyrir Val. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og náðu sjö marka forskoti, 7-14. Þá hrundi leikur liðsins og heimamenn komu til baka af miklum krafti. Þeir skoruðu sex mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 13-14. Þegar rúmar 5 mínútur voru eftir jafnaði Afturelding loks leikinn, 20-20, og allt á suðupunkti síðustu mínúturnar. Þá tóku Mosfellingar upp á því að láta reka sig út af hvað eftir annað fyrir klaufaleg brot. Valsmenn náðu þó ekki að hrista þá almennilega af sér heldur rétt mörðu sigur. Lokamarkið var nokkuð umdeilt hjá Val enda fengu þeir að spila ansi lengi eftir að hendin var komin upp. Sigurinn hafðist þó og það eitt skiptir máli fyrir Val. Liðið á samt enn langt í land og hrunið í síðari hálfleik var afar dapurt. Allt of margir lykilmenn liðsins eru að spila illa og geta svo miklu betur. Sturla var samt fínn meðan hans naut við og Ingvar varði þokkalega á köflum. Aðrir voru einfaldlega slakir. Gamli jálkurinn Haukur Sigurvinsson var frábær hjá Mosfellingum í kvöld, Hafþór varði vel og Bjarni Aron kom sterkur upp í lokin. Það dugði ekki til í kvöld því þeir voru klaufar og höfðu ekki taugarnar til þess að klára leikinn. Afturelding-Valur 22-23 (7-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 7 (14), Haukur Sörli Sigurvinsson 6 (10), Jón Andri Helgason 4 (7), Daníel Jónsson 2 (7), Arnar Freyr Theodórsson 2 (6/1), Aron Gylfason 1 (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 18 (41/3) 44%.Hraðaupphlaup: 4 (Haukur 2, Jón, Bjarni).Fiskuð víti: 1 (Bjarni).utan vallar: 14 mín. Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 5 (6), Valdimar Fannar Þórsson 5/2 (9/2), Ernir Hrafn Arnarson 4 (13/1), Alexandr Jedic 3 (6), Jón Björgvin Pétursson 2 (4), Fannar Þorbjörnsson 2 (3), Anton Rúnarsson 2 (4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (2).Varin skot: Ingvar Guðmundsson 13 (35/1) 42%.Hraðaupphlaup: 5 (Sturla 3, Fannar, Anton).Fiskuð víti: 3 (Sturla, Jón, Ernir).utan vallar: 2 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Magnús Jónsson, ágætir. Anton Rúnarsson er hér kominn í gegnum vörn Aftureldingar.Mynd/Valli
Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira