Umfjöllun: Þungu fargi létt af Valsmönnum Henry Birgir Gunnarsson í áhaldageymslunni að Varmá skrifar 18. nóvember 2010 21:02 "Konni er kóngurinn," sungu leikmenn Vals inn í búningsklefa í kvöld eftir 22-23 sigur á Aftureldingu. Fyrsti sigur Valsmanna í vetur staðreynd og augljóslega þungu fargi létt af mönnum þar sem þeir fögnuðu líkt og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar. Sigurinn var ekki auðveldur og með meiri klókindum hefðu Mosfellingar fengið eitthvað úr honum. Þeir voru aftur á móti ekki klókir heldur klaufalegir og þess vegna fengu þeir ekkert úr leiknum. Jafnræði var með liðunum framan af en í stöðunni 6-6 duttu Valsmenn í gírinn, skoruðu sex mörk í röð og komust í 6-12. Staðan í leikhléi var 7-12 fyrir Val. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og náðu sjö marka forskoti, 7-14. Þá hrundi leikur liðsins og heimamenn komu til baka af miklum krafti. Þeir skoruðu sex mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 13-14. Þegar rúmar 5 mínútur voru eftir jafnaði Afturelding loks leikinn, 20-20, og allt á suðupunkti síðustu mínúturnar. Þá tóku Mosfellingar upp á því að láta reka sig út af hvað eftir annað fyrir klaufaleg brot. Valsmenn náðu þó ekki að hrista þá almennilega af sér heldur rétt mörðu sigur. Lokamarkið var nokkuð umdeilt hjá Val enda fengu þeir að spila ansi lengi eftir að hendin var komin upp. Sigurinn hafðist þó og það eitt skiptir máli fyrir Val. Liðið á samt enn langt í land og hrunið í síðari hálfleik var afar dapurt. Allt of margir lykilmenn liðsins eru að spila illa og geta svo miklu betur. Sturla var samt fínn meðan hans naut við og Ingvar varði þokkalega á köflum. Aðrir voru einfaldlega slakir. Gamli jálkurinn Haukur Sigurvinsson var frábær hjá Mosfellingum í kvöld, Hafþór varði vel og Bjarni Aron kom sterkur upp í lokin. Það dugði ekki til í kvöld því þeir voru klaufar og höfðu ekki taugarnar til þess að klára leikinn. Afturelding-Valur 22-23 (7-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 7 (14), Haukur Sörli Sigurvinsson 6 (10), Jón Andri Helgason 4 (7), Daníel Jónsson 2 (7), Arnar Freyr Theodórsson 2 (6/1), Aron Gylfason 1 (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 18 (41/3) 44%.Hraðaupphlaup: 4 (Haukur 2, Jón, Bjarni).Fiskuð víti: 1 (Bjarni).utan vallar: 14 mín. Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 5 (6), Valdimar Fannar Þórsson 5/2 (9/2), Ernir Hrafn Arnarson 4 (13/1), Alexandr Jedic 3 (6), Jón Björgvin Pétursson 2 (4), Fannar Þorbjörnsson 2 (3), Anton Rúnarsson 2 (4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (2).Varin skot: Ingvar Guðmundsson 13 (35/1) 42%.Hraðaupphlaup: 5 (Sturla 3, Fannar, Anton).Fiskuð víti: 3 (Sturla, Jón, Ernir).utan vallar: 2 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Magnús Jónsson, ágætir. Anton Rúnarsson er hér kominn í gegnum vörn Aftureldingar.Mynd/Valli Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
"Konni er kóngurinn," sungu leikmenn Vals inn í búningsklefa í kvöld eftir 22-23 sigur á Aftureldingu. Fyrsti sigur Valsmanna í vetur staðreynd og augljóslega þungu fargi létt af mönnum þar sem þeir fögnuðu líkt og þeir væru orðnir Íslandsmeistarar. Sigurinn var ekki auðveldur og með meiri klókindum hefðu Mosfellingar fengið eitthvað úr honum. Þeir voru aftur á móti ekki klókir heldur klaufalegir og þess vegna fengu þeir ekkert úr leiknum. Jafnræði var með liðunum framan af en í stöðunni 6-6 duttu Valsmenn í gírinn, skoruðu sex mörk í röð og komust í 6-12. Staðan í leikhléi var 7-12 fyrir Val. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörkin í síðari hálfleik og náðu sjö marka forskoti, 7-14. Þá hrundi leikur liðsins og heimamenn komu til baka af miklum krafti. Þeir skoruðu sex mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 13-14. Þegar rúmar 5 mínútur voru eftir jafnaði Afturelding loks leikinn, 20-20, og allt á suðupunkti síðustu mínúturnar. Þá tóku Mosfellingar upp á því að láta reka sig út af hvað eftir annað fyrir klaufaleg brot. Valsmenn náðu þó ekki að hrista þá almennilega af sér heldur rétt mörðu sigur. Lokamarkið var nokkuð umdeilt hjá Val enda fengu þeir að spila ansi lengi eftir að hendin var komin upp. Sigurinn hafðist þó og það eitt skiptir máli fyrir Val. Liðið á samt enn langt í land og hrunið í síðari hálfleik var afar dapurt. Allt of margir lykilmenn liðsins eru að spila illa og geta svo miklu betur. Sturla var samt fínn meðan hans naut við og Ingvar varði þokkalega á köflum. Aðrir voru einfaldlega slakir. Gamli jálkurinn Haukur Sigurvinsson var frábær hjá Mosfellingum í kvöld, Hafþór varði vel og Bjarni Aron kom sterkur upp í lokin. Það dugði ekki til í kvöld því þeir voru klaufar og höfðu ekki taugarnar til þess að klára leikinn. Afturelding-Valur 22-23 (7-12) Mörk Aftureldingar (skot): Bjarni Aron Þórðarson 7 (14), Haukur Sörli Sigurvinsson 6 (10), Jón Andri Helgason 4 (7), Daníel Jónsson 2 (7), Arnar Freyr Theodórsson 2 (6/1), Aron Gylfason 1 (2).Varin skot: Hafþór Einarsson 18 (41/3) 44%.Hraðaupphlaup: 4 (Haukur 2, Jón, Bjarni).Fiskuð víti: 1 (Bjarni).utan vallar: 14 mín. Mörk Vals (skot): Sturla Ásgeirsson 5 (6), Valdimar Fannar Þórsson 5/2 (9/2), Ernir Hrafn Arnarson 4 (13/1), Alexandr Jedic 3 (6), Jón Björgvin Pétursson 2 (4), Fannar Þorbjörnsson 2 (3), Anton Rúnarsson 2 (4), Heiðar Þór Aðalsteinsson 1 (2).Varin skot: Ingvar Guðmundsson 13 (35/1) 42%.Hraðaupphlaup: 5 (Sturla 3, Fannar, Anton).Fiskuð víti: 3 (Sturla, Jón, Ernir).utan vallar: 2 mín. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Magnús Jónsson, ágætir. Anton Rúnarsson er hér kominn í gegnum vörn Aftureldingar.Mynd/Valli
Olís-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira