Innlent

Meintur svikahrappur áfram í gæsluvarðhaldi

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldið.
Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldið.

Hæstiréttur Íslands staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem er grunaður um að hafa svikið um 300 milljónir króna út úr 90 einstaklingum.

Maðurinn hefur haft frumkvæði að því að hafa samband við einstaklinga og boðist til að ávaxta fé þeirra, gjarna með einhverskonar gjaldeyrisviðskiptum eða með því að aðstoða hann við að losa um innistæður sem hann hefur borið að eiga í erlendri mynt á reikningum í bönkum í útlöndum.

Maðurinn mun því sitja í gæsluvarðhaldi til 21. maí næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×