Ráðstjórn sem er Erni Bárði að skapi Brynjólfur Þór Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2010 04:00 Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, er tekinn til við að uppnefna tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur um afnám trúboðs í skólum og kennir við ráðstjórnarform. Þetta er Erni Bárði, að eigin sögn, ekki að skapi. Hann kvartar undan miðstýrðu valdi sem hefti frelsi borgaranna. Nú væri gaman að vita hvort Erni Bárði sé eins innanbrjósts um raunveruleg slík brot þegar þau gagnast kirkjunni hans. Tók Örn Bárður, sem um skeið var ritari kristnihátíðarnefndar, sig til dæmis til og mótmælti kristnihátíðinni árið 2000 með þeim orðum að þar væri verið að fagna því að trúfrelsi var afnumið á Íslandi? Steig Örn Bárður þá á stokk og sagði að ekki væri við hæfi að minnast þess með velvilja að fólki var bannað að velja sér eigin trú? Eða er hann fyllilega sáttur við þá miðstýrðu ráðstjórn að einn maður á Alþingi skyldi afnema trúfrelsi og ákveða að allir væru kristnir? Og grætur hann þá ekki við hvert tilefni þegar hann rifjar upp að einn kóngur í Danmörku ákvað rúmu hálfu árþúsundi síðar að Íslendingar skyldu vera mótmælendatrúar en ekki kaþólikkar? Eða er hann hæstánægður með þessa atburði vegna þess að þeir lögðu grunninn að því að snemma á 21. öld er hann prestur í Þjóðkirkju? Trúfélagi sem nýtur opinberrar verndar og fær víðast að valsa um skóla og leikskóla til að boða trú sína, reyna að ná í sálir barnanna á þeim stöðum sem þau eru send til mennta? Og ef Erni Bárði er svona illa við miðstýringu hlýtur hann að vera andvígur því að ríkisvaldið verndi eitt trúfélag, að ríkisvaldið segi þar með að sú trú sé stjórnvöldum þóknanleg og öðrum æðri. Það hlýtur að vera ef hann ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur. Hann hlýtur því að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Örn Bárður hlýtur líka að vera andvígur þeirri miðstýrðu ákvörðun ríkisvaldsins að skrá ómálga börn sjálfkrafa í trúfélag móður við fæðingu. Nema auðvitað að hann taki framar haginn af því að safna sóknargjöldum þessara barna þegar þau komast á aldur. Eða er allt tal hans bara yfirvarp yfir óhefta hagsmunabaráttu? Örn Bárður er einn þeirra presta sem hafa sýnt sig að skirrast ekki við að fara með ósannindi í umræðunni um hvort stöðva eigi trúboð í skólum eða ekki. Hann segir til dæmis í grein sinni „Bjúgverpill og birtingaráform ráðstjórnar" í þessu blaði 11. nóvember að umorða megi markmið mannréttindaráðs þannig að einangra eigi starf presta við kirkjuhúsin ein. Þetta er rugl og vitleysa. Það er aðeins verið að tala um að trúboð og trúarlegt starf verði ekki stundað í leikskóla- og skólastarfi í borginni. Tillögur ráðsins ganga ekki út á neitt annað. Það veit Örn Bárður hafi hann kynnt sér tillögurnar. Bára Friðriksdóttir, prestur í Hafnarfirði, laug því blákalt að söfnuði sínum og hlustendum Rásar 1 að húmanistar vildu banna 90 prósentum þjóðarinnar að iðka sína trú. Það er enginn að tala um þetta, það er að segja enginn nema helstu andstæðingar breytinganna. Grein Arnar Bárðar er uppfull af skringilegheitum. Hann gerir fólki upp skoðanir. Hann gerir fólki í mannréttindaráði upp að vera slíkar mannleysur að einn Siðmenntarmaður nái að rugla það svo mjög að það virðist með algjöru óráði. Og Siðmenntarmaðurinn hlýtur að vera afskaplega ógnvænlegur karakter, þótt ég þekki hann reyndar af góðu einu. Hann hefur í það minnsta talað af meiri virðingu um trú séra Arnar heldur en Örn hefur sjálfur talað um lífsviðhorf okkar sem presturinn kallar þá ómerkilegustu trú sem til sé, trúin á manninn. En komum þá að svarinu við spurningunni fremst í greininni, spurningunni um hversu mikil trúfrelsisást séra Arnar Bárðar Jónssonar, sóknarprests í Neskirkju, er í raun og veru. Hvað segir hann um afnám trúfrelsis á Íslandi? Jú, í greininni segir hann: „Hugsið eins og Þorgeir Ljósvetningagoði, heiðinginn, sem var stór og opinn í hugsun sinni." Já, nefnilega. Það heitir að vera stór og opinn í hugsun sinni að afnema trúfrelsi þeirra sem ekki deila trú prestsins. En að koma í veg fyrir trúboð hans og trúsystkina hans í skólum, það er stórkostleg aðför að mannréttindum meirihlutans. Örn Bárður: Kanntu annan? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, er tekinn til við að uppnefna tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur um afnám trúboðs í skólum og kennir við ráðstjórnarform. Þetta er Erni Bárði, að eigin sögn, ekki að skapi. Hann kvartar undan miðstýrðu valdi sem hefti frelsi borgaranna. Nú væri gaman að vita hvort Erni Bárði sé eins innanbrjósts um raunveruleg slík brot þegar þau gagnast kirkjunni hans. Tók Örn Bárður, sem um skeið var ritari kristnihátíðarnefndar, sig til dæmis til og mótmælti kristnihátíðinni árið 2000 með þeim orðum að þar væri verið að fagna því að trúfrelsi var afnumið á Íslandi? Steig Örn Bárður þá á stokk og sagði að ekki væri við hæfi að minnast þess með velvilja að fólki var bannað að velja sér eigin trú? Eða er hann fyllilega sáttur við þá miðstýrðu ráðstjórn að einn maður á Alþingi skyldi afnema trúfrelsi og ákveða að allir væru kristnir? Og grætur hann þá ekki við hvert tilefni þegar hann rifjar upp að einn kóngur í Danmörku ákvað rúmu hálfu árþúsundi síðar að Íslendingar skyldu vera mótmælendatrúar en ekki kaþólikkar? Eða er hann hæstánægður með þessa atburði vegna þess að þeir lögðu grunninn að því að snemma á 21. öld er hann prestur í Þjóðkirkju? Trúfélagi sem nýtur opinberrar verndar og fær víðast að valsa um skóla og leikskóla til að boða trú sína, reyna að ná í sálir barnanna á þeim stöðum sem þau eru send til mennta? Og ef Erni Bárði er svona illa við miðstýringu hlýtur hann að vera andvígur því að ríkisvaldið verndi eitt trúfélag, að ríkisvaldið segi þar með að sú trú sé stjórnvöldum þóknanleg og öðrum æðri. Það hlýtur að vera ef hann ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur. Hann hlýtur því að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Örn Bárður hlýtur líka að vera andvígur þeirri miðstýrðu ákvörðun ríkisvaldsins að skrá ómálga börn sjálfkrafa í trúfélag móður við fæðingu. Nema auðvitað að hann taki framar haginn af því að safna sóknargjöldum þessara barna þegar þau komast á aldur. Eða er allt tal hans bara yfirvarp yfir óhefta hagsmunabaráttu? Örn Bárður er einn þeirra presta sem hafa sýnt sig að skirrast ekki við að fara með ósannindi í umræðunni um hvort stöðva eigi trúboð í skólum eða ekki. Hann segir til dæmis í grein sinni „Bjúgverpill og birtingaráform ráðstjórnar" í þessu blaði 11. nóvember að umorða megi markmið mannréttindaráðs þannig að einangra eigi starf presta við kirkjuhúsin ein. Þetta er rugl og vitleysa. Það er aðeins verið að tala um að trúboð og trúarlegt starf verði ekki stundað í leikskóla- og skólastarfi í borginni. Tillögur ráðsins ganga ekki út á neitt annað. Það veit Örn Bárður hafi hann kynnt sér tillögurnar. Bára Friðriksdóttir, prestur í Hafnarfirði, laug því blákalt að söfnuði sínum og hlustendum Rásar 1 að húmanistar vildu banna 90 prósentum þjóðarinnar að iðka sína trú. Það er enginn að tala um þetta, það er að segja enginn nema helstu andstæðingar breytinganna. Grein Arnar Bárðar er uppfull af skringilegheitum. Hann gerir fólki upp skoðanir. Hann gerir fólki í mannréttindaráði upp að vera slíkar mannleysur að einn Siðmenntarmaður nái að rugla það svo mjög að það virðist með algjöru óráði. Og Siðmenntarmaðurinn hlýtur að vera afskaplega ógnvænlegur karakter, þótt ég þekki hann reyndar af góðu einu. Hann hefur í það minnsta talað af meiri virðingu um trú séra Arnar heldur en Örn hefur sjálfur talað um lífsviðhorf okkar sem presturinn kallar þá ómerkilegustu trú sem til sé, trúin á manninn. En komum þá að svarinu við spurningunni fremst í greininni, spurningunni um hversu mikil trúfrelsisást séra Arnar Bárðar Jónssonar, sóknarprests í Neskirkju, er í raun og veru. Hvað segir hann um afnám trúfrelsis á Íslandi? Jú, í greininni segir hann: „Hugsið eins og Þorgeir Ljósvetningagoði, heiðinginn, sem var stór og opinn í hugsun sinni." Já, nefnilega. Það heitir að vera stór og opinn í hugsun sinni að afnema trúfrelsi þeirra sem ekki deila trú prestsins. En að koma í veg fyrir trúboð hans og trúsystkina hans í skólum, það er stórkostleg aðför að mannréttindum meirihlutans. Örn Bárður: Kanntu annan?
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun