Aukið öryggi ferðamanna Steinunn Stefánsdóttir skrifar 22. júní 2010 06:00 Tvö dauðaslys á erlendum ferðamönnum hafa orðið hér á landi með stuttu millibili. Slysin vekja fyrst og fremst sorg og óhug en óneitanlega vakna einnig upp spurningar um það hvort og þá hvernig hægt sé að draga úr slíkum slysum og helst koma í veg fyrir þau. Ferðamálastjóri bendir á í frétt hér í blaðinu í gær að verið sé að vinna við þróun gæða- og umhverfisvottunarkerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og að þar verði öryggismál ferðamanna tekin sérstaklega til skoðunar. Því ber að fagna. Jónína Ólafsdóttir landfræðingur skrifaði lokaritgerð sína um öryggsimál í sportköfun. að hennar mati er þeim mjög ábótavant hér á landi. Hún benti á í viðtali á Vísi.is að hvorki sé að finna upplýsingaskilti né varasúrefni við Silfru sem þó er afar vinsæll staður til sportköfunar. Sömuleiðis benti hún á að eftirliti með fyrirtækjum sem bjóða upp á sportköfun hér á landi sé ábótavant og reglugerðir sem þær starfi eftir séu úreltar. Slys gera ekki boð á undan sér og enginn mannlegur máttur getur útrýmt slysum. Það breytir ekki því að til fjölmargra ráðstafana er hægt að grípa til þess að draga úr þeim og vitað er að forvarnir geta dregið verulega úr fjölda slysa. Það er ákaflega mikilvægt að fræða erlenda ferðamenn sem hingað koma um þær hættur sem finnast í íslenskri náttúru. Varúðarskiltum á helstu tungumálum verður að koma upp miklu víðar en nú er og eftirlit verður að auka á þeim stöðum þar sem mesta hættan er fyrir hendi. Loks verður að setja þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á ævintýralega upplifun sem í eðli sínu er hættuleg, eins og gildir um köfun, sleðaferðir á jöklum og ýmislegt fleira, skýran starfsramma sem fylgt er eftir með eftirliti. Þau fyrirtæki sem byggja tekjur sínar á slíkum ferðum verða að geta sýnt fram á að undirbúningur ferðalanga sé fullnægjandi og að fyllstu ábyrgðar sé gætt í slíkum ferðum. Hér á landi verða allt of mörg slys á ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum. Slysin eru af ólíkum toga sem bendir til að þörf sé á víðtæku og samstilltu átaki til þess að spyrna þarna við fæti. Ferðamálayfirvöld, sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir þeir aðilar sem að móttöku ferðamanna koma verða að taka höndum saman hratt og örugglega. Það er mikið í húfi. Við Íslendingar viljum leggja metnað í að taka vel á móti erlendum ferðamönnum. Við erum stolt af landinu okkar og viljum þess vegna að sem flestir sæki það heim og helst að þeir komi aftur og aftur. Tekjur af ferðamönnum eru afar mikilvægar og til þess hefur verið horft að þær muni aukast á næstu árum. Til að svo megi verða verður að vanda til verka, von um skyndiágóða má aldrei ráða för í ferðaþjónustu heldur yfirvegaður metnaður til þess að gera sem best. Allir sem að ferðaþjónustunni koma verða að vera vakandi fyrir öryggismálum, alltaf og alls staðar. Aðeins þannig verður hér byggð upp vönduð ferðaþjónusta til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tvö dauðaslys á erlendum ferðamönnum hafa orðið hér á landi með stuttu millibili. Slysin vekja fyrst og fremst sorg og óhug en óneitanlega vakna einnig upp spurningar um það hvort og þá hvernig hægt sé að draga úr slíkum slysum og helst koma í veg fyrir þau. Ferðamálastjóri bendir á í frétt hér í blaðinu í gær að verið sé að vinna við þróun gæða- og umhverfisvottunarkerfis fyrir íslenska ferðaþjónustu og að þar verði öryggismál ferðamanna tekin sérstaklega til skoðunar. Því ber að fagna. Jónína Ólafsdóttir landfræðingur skrifaði lokaritgerð sína um öryggsimál í sportköfun. að hennar mati er þeim mjög ábótavant hér á landi. Hún benti á í viðtali á Vísi.is að hvorki sé að finna upplýsingaskilti né varasúrefni við Silfru sem þó er afar vinsæll staður til sportköfunar. Sömuleiðis benti hún á að eftirliti með fyrirtækjum sem bjóða upp á sportköfun hér á landi sé ábótavant og reglugerðir sem þær starfi eftir séu úreltar. Slys gera ekki boð á undan sér og enginn mannlegur máttur getur útrýmt slysum. Það breytir ekki því að til fjölmargra ráðstafana er hægt að grípa til þess að draga úr þeim og vitað er að forvarnir geta dregið verulega úr fjölda slysa. Það er ákaflega mikilvægt að fræða erlenda ferðamenn sem hingað koma um þær hættur sem finnast í íslenskri náttúru. Varúðarskiltum á helstu tungumálum verður að koma upp miklu víðar en nú er og eftirlit verður að auka á þeim stöðum þar sem mesta hættan er fyrir hendi. Loks verður að setja þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem bjóða upp á ævintýralega upplifun sem í eðli sínu er hættuleg, eins og gildir um köfun, sleðaferðir á jöklum og ýmislegt fleira, skýran starfsramma sem fylgt er eftir með eftirliti. Þau fyrirtæki sem byggja tekjur sínar á slíkum ferðum verða að geta sýnt fram á að undirbúningur ferðalanga sé fullnægjandi og að fyllstu ábyrgðar sé gætt í slíkum ferðum. Hér á landi verða allt of mörg slys á ferðamönnum, bæði íslenskum og erlendum. Slysin eru af ólíkum toga sem bendir til að þörf sé á víðtæku og samstilltu átaki til þess að spyrna þarna við fæti. Ferðamálayfirvöld, sveitarfélög, fyrirtæki í ferðaþjónustu og aðrir þeir aðilar sem að móttöku ferðamanna koma verða að taka höndum saman hratt og örugglega. Það er mikið í húfi. Við Íslendingar viljum leggja metnað í að taka vel á móti erlendum ferðamönnum. Við erum stolt af landinu okkar og viljum þess vegna að sem flestir sæki það heim og helst að þeir komi aftur og aftur. Tekjur af ferðamönnum eru afar mikilvægar og til þess hefur verið horft að þær muni aukast á næstu árum. Til að svo megi verða verður að vanda til verka, von um skyndiágóða má aldrei ráða för í ferðaþjónustu heldur yfirvegaður metnaður til þess að gera sem best. Allir sem að ferðaþjónustunni koma verða að vera vakandi fyrir öryggismálum, alltaf og alls staðar. Aðeins þannig verður hér byggð upp vönduð ferðaþjónusta til framtíðar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar